Tvær ungar stúlkur úr Hamri eru valdar til æfinga með U-18 ára landsliði Íslands í körfubolta. Þetta eru þær Dagný Lísa Davíðsdóttir og Katrín Eik Össurardóttir sem eru í 20 manna æfingarhóp sem Finnur Jónsson hefur valið en honum til aðstoðar er Árni Þór Hilmarsson.  Æfingar eru yfir hátíðirnar þannig að ekkert verður slakað á hjá þeim stöllum yfir jólin.

Verkefni sumarsins hjá U-18 verður Norðurlandamótið (hefðbundið) en jafnframt jafnframt er stefnt á þátttöku í Evrópukeppninni að þessu sinni.

Öll yngri landslið koma saman til æfinga núna í desember en ekki eru fleiri fulltrúar frá okkur að þessu sinni.  Sjá val æfingarhópa á vef kki.is