Hamarsmenn leika í kvöld gegn Njarðvíkingum í 10. umferð 2. deildar Íslandsmóts KSÍ.
Njarðvíkingum var spáð góðu gengi á Íslandsmótinu en hafa verið að spara sig svolítið undanfarið. Gestirnir frá Suðurnesjum hafa yfir að ráða gríðarlega sterkum leikmönnum og er liðið erfitt viðureignar. Gestirnir ætla sér væntanlega ekkert annað en sigur því með flengingu í kvöld eykst bil þeirra og toppliðanna í deildinni.
Hamarspiltar gefa ekkert eftir á Grýluvelli og vilja landa sínum fyrsta sigri eftir röð ólukkulegra úrslita sem hafa skila hverju jafnteflinu á fætur öðru. Síðasti leikur Hamars var á útivelli gegn HK og var að sjá mörg batamerki á liðinu sem hélt hreinu gegn Kópavogsdrengjum. Með stuðningi okkar hjálpum við Hamarsmönnum að negla Njarðvíkingana í kvöld og tryggja þeim þau þrjú stig sem í boði eru.
Mætum á Grýluvöll og styðjum strákana okkar til sigurs.
Áfram Hamar!!!
Leikir Hamars og Njarðvíkur í 2. deild 2011: