Hamarsmenn tóku forystu í einvígi sínu við Fjölni 2-1 nú fyrr í kvöld. Hamarsmenn unnu sterkann sigur á útivelli, en það lið sem vinnur fyrr 3 leiki fer áfram. Hamarsmenn geta því tryggt sér sæti í úrslitunum á Fimmtudaginn kemur kl 19:30 í Íþróttahúsinu Hveragerði.

Hamarsmenn töpuðu fyrsta leiknum 88-76, en unnu annann leikinn 114-110 í framlengdum leik. Þriðji leikurinn var jafn og spennandi allann tímann, en Hamarmenn settu stóru skotin og fóru með sigur af hólmi 86-91. Erlendur var stigahæðstur Hamarsmanna með 20 stig en Hilmar Pétursson var þar á eftir með 19 stig, ásamt því að ísa leikinn með risa þrist í lokinn. Christoph­er Woods 16/​13 frá­köst, Örn Sigurðar­son 15/​6 frá­köst, Rún­ar Ingi Erl­ings­son 7/​7 stoðsend­ing­ar, Odd­ur Ólafs­son 6, Smári Hrafns­son 6, Snorri Þor­valds­son 2.

Nú er því um að gera að fjölmenna í Frystikistunna á Fimmtudaginn og öskra Hamar áfram inn í úrslitin.

mynd/Karfan.is