Unglingamót HSK í badminton var haldið í Hveragerði laugardaginn 14. desember síðastliðinn. Keppendur voru 29 talsins frá þremur félögum; Garpi, Hamri og Umf. Þór.
Mótið gekk mjög vel fyrir sig og fóru allir ánægðir heim. Á mótinu var stigakeppni milli félaganna, þar sem keppt var um HSK-meistara titilinn. Hamar fór með sigur úr býtum með 63 stig, UMF Þór var í öðru sæti með 28 stig og Garpur í því þriðja með 7 stig. Úrslitin á mótinu má sjá hér að neðan.

U11 – snótir
Ekki var keppt um sæti í þessum flokkum heldur fengu allir verðlaun.

U13 – hnokkar
1.sæti – Daníel Sigmar Kristjánsson, Hamar
2.sæti – Einar Ísberg, Hamar
3.sæti – Jakob Unnar Sigurðarson, Þór
4.sæti – Sigurður Ísak Ævarsson, Hamar

U13 – tátur
1.sæti – Birta Marín Davíðsdóttir, Hamar
2.sæti – Aníta Sif Brynjarsdóttir, Hamar
3.sæti – Sigurlín Franziska Arnarsdóttir, Garpur
4.sæti – Guðný Karen Olíversdóttir, Garpur

U15 – sveinar
1.sæti – Daníel Ísberg, Hamar
2.sæti – Jakob Unnar Sigurðarson, Þór
3.sæti – Daníel Njarðarson, Hamar

U15 – meyjar
1.sæti – Silja Þorsteinsdóttir, Hamar
2.sæti – Berglind Dan Róbertsdóttir, Þór
3.sæti – Þórey Katla Brynjarsdóttir, Þór
4.sæti – Íris Róbertsdóttir, Þór

U17 – drengir
1.sæti – Axel Örn Sæmundsson, Þór
2.sæti – Árni Veigar Thorarensen, Hamar

U17 – telpur
1.sæti – Hrefna Ósk Jónsdóttir, Hamar
2.sæti – Elín Hrönn Jónsdóttir, Hamar
3.sæti – Berglind Dan Róbertsdóttir, Þór
4.sæti – Elva Karen Júlíusdóttir, Þór

U19 – piltar
1.sæti – Axel Örn Sæmundsson, Þór

U19 – stúlkur
1.sæti – María Ólafsdóttir, Hamar
2.sæti – Elva Karen Júlíusdóttir, Þór

 

Hér eru nokkrar myndir frá mótinu