Það er ljóst að það verður heimaleikur gegn Gústa og Valskonum þann 25. eða 27.janúar nk. í 4-liða úrslitum Powerade bikarsins. Dregið var í dag í höfðustöðvum Coka-Cola á Íslandi en í hinni viðureigninni mætast Snæfell og Keflavík í Hólminum. Enn á eftir að fastsetja leiktíma!
Hér má sjá viðtal við Gústa Björgvins um leikinn en hann býst við skemmtilegum leik og fullu húsi!
Hamar var eina liðið úr 1.deild í pottinum og því “minna” liðið í þessum leik en óskin var að fá heimaleik og nú er bara að sjá hvað stelpurnar okkar gera gegn sterku liði Vals-kvenna. Okkar stuðningsmanna er að fjölmenna og styðja við bakið á þeim! Áfram Hamar!