Hamar hefur spilað tvo leiki á íslandsmótinu auk þess að hafa spilað í Borgunarbikarnum.
Hamar tók á móti 3. deildar liði Reynir Sandgerði í 2. umferð Borgunarbikarsins á dögunum og tapaðist sá leikur 4-1. Varnarmaðurinn Hákon Þór Harðason skoraði mark Hamars í þeim leik. Hamarsmenn spiluðu flottan leik en voru klaufar í varnarleiknum og reynsla Reynismanna kom þeim áfram í bikarnum. Hamar því dottið út úr bikarnum í ár.
Í fyrsta leik íslandsmótsins tók Hamar á móti Kóngunum á Grýluvelli. Hamar voru mun sterkarri aðilinn í leiknum og sáu Kóngarnir aldrei til sólar í leiknum. Hamar vann leikinn 5-0, en Hamarsmenn hefðu getað skorað mun fleirri mörk í þeim leik. Palli skoraði tvö mörk í leiknum. Tómas Aron, Diddi og Tómas Hassing skoruðu eitt mark hver.
Hamar heimsótti svo sterkt lið Álftanes heim í síðustu viku. Hamarsmenn áttu ekki góðann fyrri hálfleik en vöknuðu til lífsins í þeim seinni. Álftanes voru hinsvegar fyrri til að skora og voru 1-0 yfir þar til á 88. mínútu þegar Magnús Otti skoraði flott mark með skoti fyrir utan teig. Ölli var rekinn útaf stuttu áður og var því mikill karakter hjá strákunum að koma til baka og jafna leikinn. Gott stig á erfiðum útivelli.
Hamar mæta svo Kríunni í kvöld á Grýluvelli kl 20:00. Við hvetjum alla til að koma á völlinn og sjá flottann fótbolta hjá strákunum.