Hamar vs. Keflavík á sunnudagskvöldi og blíðviðri utan dyra en innan veggja í litlu Frystikistunni var engin lognmolla. Fjörugur leikur sem bauð upp á skotsýningu af bestu gerð, jafnan leik, fjölda þrista , mikið skor, virka áhorfendur, dómara- og leikmannamistök og drama eins og gengur. Svo fór að lokum að Keflavíkur-stúlkur hirtu sigurinn á síðustu mínútunum 86-91 eftir að hafa elt Hamarsstúlkur drjúgan hluta leiks.
Leikurinn byrjaði jafnt og skiptust á að setja stigin. Keflavík gerði gangsskör í stigaskorinu á 2ja mínútna kafla um miðjan fyrsta leikhlutann og brettu stöðunni úr 10-9 í 13-23 sem hendi væri veifað. Hamarsstúlkur réttu þó aðeins sinn hlut fyrir fyrsta hlé og 20-24 staðan að loknum fyrstu 10 mínútunum.
Annar leikhluti var sóknarleikurinn áfram allsráðnadi og Hamar fljótlega búnar að jafna og komust svo yfir 36-33. Hér skal nefna að á fyrstu 4 mínúturnar í 2.leikhluta ringdi 6 þristum í röð (4 frá Hamri og 2 frá Keflavík) og spurning hvort ekki væri hægt að klikka á skoti í þessum leikhluta. Eftir leikhlé Kefvíkinga (í stöðunni 36-33) var staðan áfram jöfn allt fram í tepásu þar sem Hamar leiddi með 1 stigi þökk sé flautu-þrist hjá DiAmber, rétt innan miðjulínu og skemmtun fyrir allan peninginn.
Þriðji leikhluti var í sama dúr og áfram héldu liðin að leiða til skiptis en jafnt var á tölum 47-47, 49-49, 51-51, 53-53 56-56 og 61-61. Hamar náði þarna aðeins að skilja sig frá og vann að lokum leikhlutann 25-20 og leiddi fyrir lokaátökin 69-63.
Lokakaflinn var drama og heitt í áhorfendum sem létu vel í sér heira og voru í því að segja dómunum til eins og gengur en einnig að kvetja sitt lið. Hamar byrjaði leiklhutann með stigum frá DiAmber en Sara Hinriks svaraði jafnharðan í hinn endann. Skorið dalaði aðeins um miðbik leikhlutans enda meira um átök og baráttu um alla lausa bolta. Staðan 73-73 þegar um 6 mínútur eru eftir en Hamar nær aftur örlitlu frumkvæði en Keflavík nær loks forustu þegar um 3 mínútur eru eftir, 76-78 með þrist. Gestirnir setja næstu 5 stigin í kjölfarið og sigurtilfinningin þeirra. Hamar minnkar muninn í 82-87 þegar rúm minuta er eftir en allt kom fyrir ekki og Keflavíkursigur tryggður á vítalínunni meðan heimastúlkur nýttu ekki skotin sín nema af vítalínunni. 86-91 sigur Keflavíkur.
Stöðva þurfti leikinn í þó nokkurn tíma þegar 15 sekúndur voru eftir þar sem Dagný Lísa Davíðsdóttir úr liði Hamars datt illa eftir frákastabaráttu og var flutt í sjúkrabíl til skoðunar. Nokkur hiti hljóp í menn og konur úr sveitum suðurlands þar sem dómaraparið sá sig ekki knúinn til að stöðva leikinn fyrr en einni sóknarlotu seinna þrátt fyrir að strax var ljóst að um alvarleg meisðsli gat verið að ræða og leikmaður var í andnauð. Dagný Lísa slapp þó með skrekkinn og betur fór en á horfðist og ber að þakka aðkomu sjúkraþjálfara Keflavíkurliðsins sérstaklega sem tók á málum af fagmennsku. Ljóst að Dagný verður einhverja daga frá parketinu og líklegt að leikur við Grindavík núna á miðvikudag komi of snemma fyrir hana.
Þær sem báru af í Keflavík í þessum leik voru þær stöllur Sara Rún og Bryndís sem áttu frábæran leik inn í teig og settu samtals 57 stig og Bryndís með 39 framlagsstig. Porsche Landry var einnig drjúg og setti 20 stig/8 stoðsendingar og þar af einn drjúgan þrist í lokinn.
Hjá okkar stúlkum var Fanney á eldi, sérstaklega framan af leik og klikkaði varla á þrist í fyrri hálfleik. Setti Fanney 34 stig en næstar komu DiAmber með 20 stig/6 stoðsendingar og Marín 14 stig.
Aðrir molar;
- Þjálfari Keflavíkur var fleiri mínútur inná vellinumen margur leikmaðurinn í þessu leik – fékk þó tiltal frá dómara en ekki fyrr en í 4.leikhluta og ekki er til tölfræði yfir spilaðar mínútur.
- Hamar setti 12 þrista á móti 4 hjá Keflavík. Nýtingin 38% hjá Hamri en 31% hjá Keflavík.
- Stig í teig voru 58 hjá Keflavík á móti 34 hjá heimastúlkum. Í fyrsta leikhluta tók Keflavík öll sín skot utan 1, inn í teig.
- Hamar fékk 12 víti og hittu 8(67%) meðan Keflavík fékk 20 en setti 13(65%).
- Aldrei var dæmt á 3 sekúndur, 1 sinni leið skotklukkan (24 sek) og aldrei var dæmt á 8 sek.
- Tapaðir boltar voru 11 Hamars-megin en 14 hjá Keflavík.
- Bryndís og Sara Rún voru með 64 framlagsstig af 104 hjá Keflavík eða 61%.
- Fanney og DiAmber voru með 49 framlagsstig af 87 hjá Hamri eða 56%
- 8 leikmenn spiluðu úr hvoru liði.
- 14 sinnum var skipst á um forustu og 10 sinnum var jafnt.
Öll tölfræði á www.kki.is