Hafsteinn Valdimarsson, blakmaður ársins 2016
Hafsteinn er 27 ára leikmaður með Waldviertel Raffaissen í Austurríki en á síðasta keppnistímabili lék hann með Marienlyst í Odense í Danmörku. Waldviertel Raffaissen er í toppbaráttunni í austurrísku deildinni auk þess að vera í Evrópukeppni. Þessi vistaskipti eru því klárlega skref upp á við fyrir Hafstein.
Afrek Hafsteins 2016
o Danskur bikarmeistari með Marienlyst.
o 2. sæti í dönsku úrvalsdeildinni
o Spilaði með liði sínu í úrslitum Norður-Evrópukeppni félagsliða þar sem liðið endaði í 2. sæti.
o Valinn í lið ársins í Danmörku á síðasta tímabili.
o Stigahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar í hávörn.
o Einn af burðarásum karlalandsliðs Íslands sem tryggði sér sæti í annari umferð í forkeppni HM í fyrsta skipti í sögu liðsins.
o Íslandsmeistari í strandblaki með Kristjáni Valdimarssyni.
Hafsteinn Valdimarsson er fyrirmyndar blakmaður og æfir af kappi með liði sínu Waldviertel Raffaissen. Hann lék sinn 50. karlalandsleik á árinu og frammistaða hans með landsliðum Íslands er til fyrirmyndar.
Greinin er unnin upp úr grein á heimasíðu Blaksambands Íslands 28.12.2016