Hamarsmaðurinn Hafsteinn Valdimarsson sem spilar nú blak með Marienlyst í Danmörku varð danskur meistari fyrr í mánuðinum þegar liðið sigraði Gentofte 3-2 á heimavelli í fimmta leik úrslitaeinvígisins og hafði þar með betur í rimmunni 3-2. Lið Hafsteins varð einnig danskur bikarmeistari í vetur. Þetta er sjötti titill Hafsteins með liðinu en hann varð einnig lands- og bikarmeistari í fyrra og svo bikarmeistari og Norðurlandameistari árið 2012. Þá var Hafsteinn einnig fyrr í mánuðinum valinn besti miðjumaðurinn í liði ársins í dönsku úrvalsdeildinni.
Stjórn Hamars óskar Hafsteini til hamingju með frábæran árangur!