Við fengum hann Hallgrím Brynjólfsson, betur þekktan sem Hadda í stutt spjall fyrir veturinn sem framundan er. Eins og flestir vita þá spila Hamarsstelpur aftur í deild þeirra bestu eftir eins árs dvöl í fyrstu deild þar sem liðið fór með sigur gegn Stjörunni í hörku einvígi.

Hvernig leggst veturinn í þig?

Hann leggst vel í mig, þetta verður fjör alla leið ef við leggjum okkur fram við verkefnið!

Ertu búinn að finna erlendan leikmann?

Já við erum búin að semja við stelpu sem heitir Diamber Johnson

Hvernig verður liðið skipað í vetur?

Manneskjum

Hvert er markmið vetursins?

Við tökum eitt skref í einu, förum í alla leiki til þess að sigra og sjáum svo hvert það leiðir okkur?

Ef þú mættir velja einn leikmann á íslandi í liðið þitt hver yrði fyrir valinu?

Er ekkert að pæla í öðrum leikmönnum öðrum en okkar eigin.

Fyrsti leikur er heima gegn Njarðvík, hvernig leggst hann í þig?

Mjög vel. Þetta verður hörkuleikur þar sem að tvö ólík lið mætast.

Eitthvað að lokum?

Ég hvet fólk til þess að mæta á völlinn og sjá stelpurnar spila í vetur, þetta verður skemmtilegt!

 

Við þökkum Hadda fyrir spjallið og hvetjum líkt og hann fólk til þess að mæta en stelpurnar mæta Njarðvík í fyrsta deildarleiknum þann 9. okt í Hveragerði.