Guðjón Helgi Auðunsson er útnefndur Badmintonmaður Hamars 2012, á aðalfundi félagsins þann 3.mars sl.
Guðjón er vel að nafnbótinni kominn og til fyrirmyndar fyrir félagið og æfingarfélagana hvort sem er á æfingum, í keppni eða þess utan. Stjórn Badmintondeildar Hamars óskar Guðjóni til hamingju með þennan frábæra árangur.