Leikurinn var varla byrjaður þegar Gróttumenn voru komnir í 1-0 eftir 40 sek.  Þar var að verki Pétur Már Harðarson.

 Það tók ekki nema sjö mínútur í viðbót fyrir Gróttu að skora sitt annað mark í leiknum og staðan orðin 2-0 á 8 mín og marka skorarinn Jens Elvar Sævarsson.
 
Á 22 mín skoruðu svo Gróttumenn sitt þriðja mark og skelfileg byrjun Hamarsmanna staðreynd.  Staðan orðin 3-0 og aðeins 22 mínútur liðnar.  Markaskorari Gróttu Hermann Ármannsson.
 
Það var svo á 27 mínútu sem nýr leikmaður Hamars Samúel Arnar Kjartansson skoraði fyrir okkur í sínum fyrsta leik.  3-1 á 27 mínútu.
photo 1 (1)
 
Ingó og Samúel Arnar.
 
Það tók Gróttumenn ekki nema tólf mínútur að ná aftur þriggja marka mun með öðru marki Péturs Más Harðarsonar og staðan orðin 4-1 eftir 39 mínútur.
 
Þannig var staðan þegar liðin gengu til búningsklefa í hálfleik.
 
Hamarsmenn komu miklu betur stemmdir til seinnihálfleiks en þeir spiluðu þá á móti mjög sterkum vindi og á 50 mínútu minnkuðu þeir munin í 4-2 eftir að Samúel Arnar Kjartansson átti skot að marki sem fór af Gróttumanni og skráðist þetta mark sem sjálfsmark.
 
Eftir þetta var leikurinn nokkuð tíðindalítill og unnu Gróttumenn því þægilegan 4-2 sigur.