Hamar komst í 6-0 en Ármann svaraði með stæl og komust í 11-17 áður en Hamar setti 4 síðustu stigin 15-17 eftir fyrsta leikhluta. 15-8 í villum eftir fyrri hálfleik og Hamar var einnig yfir í stigaskori. 32-30 í hálfleik þrátt fyrir fjölda vítaskota Ármanns sem þær nýttu frekar illa. Helga Sóley með 16 stig fyrir Hamar og Kristín María hjá Ármann með 12 stig og aðrar minna.
53-45 var staðan eftir þriðja leikluta og Hamar vann þann leikhluta 21-15 eftir mikla baráttu. Arndís Þóra hjá Ármanni með 4 villur sem og Adda og Ragga hjá Hamri fyrir síðasta leikhluta. Ármann byrjar vel í síðasta leikhluta og minnkaði muninn í 53-49 áður en Hamar setti fyrsta stigið í leikhlutanum. Hamar spilaði fasta vörn sem skilaði þeim 63-52 forustu þegar 3:33 mínútur voru til leiksloka og Ármann tók leikhlé. Eftir leikhlé hélst munurinn nokkuð svipaður og lokatölur 72-57 sigur heimakvenna í annars jöfnum leik.
Góð vörn heimakvenna í síðari hálfleik og frábær þriðja leikhluti sem og byrjun fjórða sem skóp sigurinn öðru fremur. Vítanýting Ármanns ekki góð, hittu 18 af 33 vítum í leiknum (55%) meðan Hamar var með ögn skárri nýtingu eða 12/18 (60%). Ármann var líka með 20 tapaða bolta á móti 11 Hamars og eins voru heimakonur öflugri í fráköstunum (47/36).
Helgu Sóley maður leiksins með 28 stig og Álfhilduri með tvennu (11 stig/15 fráköst). Góður dagur hjá okkar stelpum heilt yfir en liði gestanna voru þær Kristín María, Stefanía Ósk og Ardís Þóra mjög góðar.
Tölfræði leiksins hér
Hamar er eftir leikinn með 6 stig og í 6.sæti en eiga leik á miðvikudag gegn Fjölni úti áður en ÍR konur koma í heimsókn nk. laugardag.