Hamar og KA öttu kappi í dag í fyrri leik liðana um helgina en seinni leikurinn fer fram á morgun, sunnudag, kl. 13:00.
KA mætti vel stemmt til leiks og var stemmningin þeirra megin í fyrstu hrinu. Fór svo að KA vann hana 26-24, eftir að Hamarsmenn klóruðu í bakkann undir lokin. Hamarsmenn vöknuðu þá til lífsins og unnu næstur hrinur 25-12, 25-13 og 25-20 og leikinn þar með 3-1.
Hamarsmenn eru því enn á toppi deildarinnar og hafa ekki tapað leik en liðið vann einmitt HK í toppslag deildarinnar um síðustu helgi, 3-1
Maður leiksins var Wiktor Mielczarek en hann átti frábæran dag á parketinu með 8 ása (stig skorað með uppgjöf), 7 stig úr smassi og 4 með hávörn.