Tímabilið fer vel af stað hjá Hamri í fótboltanum. Tveir leikir eru búnir á Íslandsmótinu og hefur Hamar unnið þá báða.

Hamar fékk Ísbjörninn í heimsókn á Grýluvöll í fyrsta leik sumarsins í síðustu viku. Hamar var mun sterkari aðilinn í leiknum en áttu erfitt með að koma tuðrunni í netið í byrjun leiks þrátt fyrir mörg fín færi. Liam Killa tókst að koma boltanum í netið á 17. mínútu og kom Hamarsmönnum í forystu. Ísbjörninn náðu hisvegar að jafna metin á 27 mínútu úr sínu fyrsta færi í leiknum. Staðan var 1-1 í hálfleik. Seinni hálfleikur var svipaður, Hamar var mun meira með boltann og mun betra aðillinn í leiknum. Á 68. mínútu skoraði Sigurður Andri flott skallamark og kom Hamarsmönnum aftur í forystu. Sam Malson bætti svo við tveim mörkum í lok leiks og tryggði Hamarsmönnum góðan 4-1 sigur á Ísbirninum.

Hamar – Ísbjörninn 4-1

Mörk: Liam, Sigurður Andri, Sam 2

 

Annar leikur Hamarsmanna var á Seltjarnarnesi þegar liðið sótti lið Kríunar heim. Krían er með flott lið af ungum og sprækum strákum úr Gróttu og KR. Hamar byrjaði leikinn betur og áttu fín færi í byrjun leiks. Frissi skoraði svo flott mark á 10. mínútu eftir flott samspil. Eftir þetta var meira jafnræði með liðunum og var um hörkuleik að ræða. Stuttu fyrir hálfleik lendir Stefán Þór markvörður Hamarsmanna í því óláni að fá sóknarmann Kríunar á sig með þeim afleiðingum að hann rotast og þurfti að fá sjúkrabíl á svæðið og bruna með drenginn á sjúkrahús. Sem betur fór hlaut hörkutólið Stefán Þór ekki mikinn skaða af og var mættur í leikslok í klefann eftir skoðun frá lækni. Staðan í hálfleik var 0-1 fyrir Hamri. Á 49. mínútu skorar Krían og jafna leikinn. Eftir það voru Hamarsmenn mun meira með boltann og reyndu að skora sigurmarkið í leiknum. Á 77 mínútu var brotið á Brynjari Elí inn í vítateig og vítaspyrna dæmd. Ölli fór á punktinn og skoraði örruglega. Kríann sótti eftir þetta en Hamarsmenn vörðust vel og sigruðu leikinn 1-2 eftir hörkuleik.

Krían – Hamar 1-2

Mörk: Frissi og Ölli.

Frissi fagnar marki.

Sigurður Andri skoraði mark á móti Ísbirninum