Hamarsstrákarnir byrja Íslandsmótið í 1. deildinni á morgun. Þeir byrja á erfiðum útivelli við Val á Hlíðarenda. Leikurinn á morgun byrja kl: 19:30 um að gera að fjölmenn í Vodafonehöllina og styðja strákana. Átta lið leika í 1. deildinni í vetur og er leikinn þreföld umferð sem gera 21 leik á lið. Fyrsta sætið fer beint upp og lið tvö til fimm fara í úrslitakeppnina.

Heimsíðan tók Ara þjálfara tali í dag og hentum á hann nokkrum spurningum en Ari tók við liðinu í sumar af Braga Bjarnasyni sem var spilandi þjálfari.

Viðtalið við Ara hér að neðan

Hvernig leggst veturinn í þig?

Veturinn leggst vel í mig, liðið hefur æft af krafti síðustu vikurnar og erum við að verða klárir í baráttuna.

Við erum aðeins á eftir áætlun með suma hluti en ég tel strákana vera klára í fyrsta leik.

 

Hvernig hefur undirbúningstímabilið gengið?

Undirbúningstímabilið hefur gengið ágætlega liðið tók þátt í Greifamótinu á Akureyri og vann það mót.

Liðið notaði Greifamótið á Akureyri til að þjappa liðinu saman, liðið borðaði frábæran mat saman á laugardagskvöldinu ala Lalli formaður :o) og var þessi ferð í alla staði vel hepnuð.

Liðið hefur bara spilað æfingaleiki við úrvalsdeildarlið á undirbúningstímabilinu að þessu sinni og hefur gengið þokkalega.

 

Hvernig verður liðið skipað í vetur og eru miklar breytingar á liðinu frá síðasta tímabili?

Það hafa verið miklar breytingar frá síðasta tímabili þeir strákar sem komu frá Laugarvatni hættu leik með Hamri fyrir þetta tímabil og Bragi sem var spilandi þjálfari.

Örn Sig hefur tekið fram skóna að nýju og er mikill fengur í honum fyrir liðið og rífur hann upp meðalhæð liðsins.

Þorsteinn Gunnlaugsson kom frá Breiðablik og eru vandfundnir aðrir eins hörkutól eins og Stálmaðurinn sjálfur.

Kristinn Ólafsson kom frá Val og er þar á ferð mikill baráttu hundur og góður drengur enda frá Patreksfirði.

Hjalti Ásberg Þorleifsson kom frá Skallagrím og er þar á ferð ungur og efnilegur strákur sem á bjarta framtíð fyrir sér.

Sigmar Logi Björnsson kom frá Augnablik og er þar á ferð fjölhæfur drengur.

Julian Nelson er okkar erlendi leikmaður í vetur og hefur hann dottið vel inní þá hluti sem við erum að gera og líkar strákunum vel við drenginn og er það mikilvægt að Julian aðlagist vel samfélaginu í Hveragerði og hvet ég fólk í Hveragerði að taka vel á móti honum, og jafnvel vinka honum á götum bæjarins :0)

 

Hvert er markmið liðsins í vetur?

Liðið hefur ekki sest niður og sett sér ákveðið markmið fyrir veturinn en ég sé Hamar ofarlega í deildinni eftir veturinn.

 

Fyrsti leikur er útileikur gegn Val hvernig leggst hann í þig?

Það er gaman að mæta mínum gömlu félögum og Gústa sem er góður félagi minn í fyrsta leik og er smá spenningur í mér fyrir þennan leik.

Við förum í þennan leik fullir tilhlökkunar og ákveðnir í að vinna leikinn eins og við förum í alla leiki í vetur.

 

Eitthvað að lokum?

Mig langar að biðja fólk að fjölmenna í stúkuna í vetur og styðja Hamar í þeirri baráttu sem við eigum fyrir höndum.

Áhorfendur eru alltaf mikilvægur partur af stemmningu hvers liðs og ef það er góð stemning á pöllunum er góður stemmari í strákunum :o)

Áfram Hamar!