Íþróttafélagið Hamar bíður foreldrum iðkenda á fyrirlesturinn Foreldrið er lykilleikmaður. Fyrirlesarinn er Hreiða Haraldsson í Haus hugarþjálfun en hann er íþróttasálfræðiráðgjafi. Fyrirlesturinn verður mánudaginn 6. febrúar í sal Grunnskólans og byrjar klukkan 20:00. Húsið opnar 19:30.
Þessi fyrirlestur fjallar um það hvernig foreldrar geta stutt við börn sín í íþróttum þannig að börnin dragi sem mestan lærdóm af íþróttaiðkun sinni og tileinki sér sem mest af þeirri lífsleikni sem íþróttirnar kenna okkur.
Meðal spurninga sem fyrirlesturinn svarar eru:
* Hvernig styð ég sem best við íþróttaiðkun barnsins míns?
* Hvernig get ég stuðlað að því að barnið mitt verði andlega sterkur einstaklingur?
* Hvert er mitt hlutverk sem foreldri?
* Hver eru takmörk míns hlutverks sem foreldri?
Fyrirlesturinn er 45-60 mínútur og er ætlaður foreldrum barna og unglinga í íþróttum.
Við hvetjum alla foreldra til að mæta.
Hægt er að lesa meira um Haus hugarþjálfun á haus.is
Bestu kveðjur,
Stjórn Íþróttafélagsins Hamars.
Viðburðurinn á facebook:
https://www.facebook.com/events/641645057718135/?ref=newsfeed