Hamarsmenn heimsóttu Skagamenn á skipaskaga í gærkvöldi og úr varð hörkuleikur! Hamarsliðið byrjaði leikinn með miklum látum og komust í 16-4, Danero og Halldór voru að hitta vel hjá Hamarsmönnum. Skagamenn vöknuðu þá til lífsins og náðu góðri rispu og komust í fyrsta skipti yfir 19-18 en þá gáfu strákarnir frá Hveragerði aftur í og leiddu 25-22 eftir 1. leikhluta.
Heimamenn byrjuðu mun betur í 2. leikhluta en á meðan var einhver værukærð yfir Hamarsmönnum. Tölur eins og 34-28 og 40-33 sáust fyrir þá gulklæddu. Aftur spíttu Hamarsdrengir í og komust aftur yfir í stöðunni 47-46 með glæsilegum þristi frá Danero en drengurinn var að spila óaðfinnanlega í gær! Hamarsmenn leiddu 54-53 í hálfleik og ekki var mikið um varnir en þess í stað var sóknarleikur beggja liða góður og leikurinn var mjög hraður.
Eitthvað hafa Hamarsdrengir farið yfir varnarleikinn í hálfleik því liðið spilaði frábæran varnaleik í öllum 3. leikhluta og stungu heimamenn af! Tölur í leikhlutanum voru eins og 66-57 og 81-62, Hamarsdrengjum í vil. Hamar vann leikhlutann 27-11 og eins og áður sagði frábær varnarleikur hjá liðinu í þessum leikhluta.
Í upphafi 4. leikhluta náði Hamar 23 stiga forustu 87-64. En aftur eins og fyrr í leiknum gáfu þeir aðeins eftir og Skagaliðið náði smá áhlaupi og þegar fjórar mínútur voru eftir var staðan 93-80 Hamri í vil. Það var akkurat sá stigamunur sem skildu liðin af í fyrri leiknum sem spilaður var í Hveragerði. Þetta vissu Hamarsmenn og ætluðu þeir að vinna leikinn með meira en þeim mun til að komast uppfyrir skagann á betri innbirgðisviðureign. Þegar tvær mínútur voru til leiksloka var munurinn allt í einu orðin 7 stig 99-92 fyrir Hamri. Þá fór skagaliðið einhverja hlutavegna að brjóta það sem eftir lifði leiks og kláraði fyrirliði Hamars Halldór Jónsson leikinn með nokkrum vítaskotum en hann hitti úr 9 af 10 vítum sem hann fékk. Lokatölur 112-98 og Hamar fór uppfyrir skagann á betri innbirgðis.
Frábær sigur og liðið hefur nú unnið tvo leiki í röð og greinilegt ef marka má þessa fyrstu tvo leiki ársins þá er liðið í mun betra standi en fyrir jól. Þegar 10 umferðum er lokið af 18 er liðið aðeins 2 stigum á eftir 4. og 5. sæti en 5. sæti er síðast sætið inní úrslitakeppnina. Hamar situr í 7. sæti með 8 stig.
Maður leiksins í gær var Danero Thomas með 47 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar. Magnaður leikur hjá kappanum og á tímabili var hann á eldi og það var allt í! Halldór Jónsson sallaði niður 19 stigum. Snorri Þorvaldsson setti 14 stig. Aron Eyjólfsson var með 11 stig og 10 fráköst en barátta hans smitar mikið útfrá sér og hann var að spila líklega sinn besta leik fyrir Hamar. Bjartmar Halldórsson stjórnaði leik liðsins af stakri snilld og var með 10 stoðsendingar og auk þess að skila 5 stigum. Allir aðrir leikmenn liðsins skiluðu sínu og spiluðu mjög vel!
Næsti leikur hjá strákunum er næstkomandi fimmtudag í frystikistunni kl:19:15 en þá koma Vængir Júpitersmenn í heimsókn.