Fjölnir betri í Frystikistunni i dag þegar þær gulklæddu komu í heimsókn. Leikurinn var jafn framan af þar sem Fjölnir bjóst kannski við léttum leik en heimastúlkur héldu í við þær gulklæddu nánast fram í tepásuna. Helga Sóley var á 4 villum eftir pásu og munaði um það fyrir heimakonur meðan Fjölnir fann smjörþefinn af sigrinum rétt fyrir hlé og kláruðu í raun leikinn í 3. leikhlutanum. Kjarninn var góður hjá Fjölni og breyddin góð.
Þáttaskilin komu klárlega í lok 2. Leikhluta og þeim 3. þar sem Fjölnir pressaði út um allan völl og vann 3. leikhlutann með 18 stigum (7-25) þar sem ekkert gekk hjá heimastúlkum.
Tölfræðin lýgur ekki en stig eftir tapaða bolta (“turnover”) voru 23 hjá gestunum meðan Hamar var með 2 stig úr stolnum. Eins komu 32 stig af bekknum hjá Fjölni meðan breiddin var ekki eins góð hjá Hamri. Jafnt var 27-27 þegar 7 mínútur voru búnar af 2.leikhluta en í hálfleik var 29-38 fyrir Fjölni og í raun “gameover” í 3ja leikhluta.
Leikhlutarnir fóru; 15- 17, 14 – 21, 7 – 25, 19 – 9 og lokatölur því 55-72.
Okkar stelpur eru að sýna framfarir frá fyrsta leik í haust og klárlega bæting á mörgum sviðum sem og klárt að þær geta bætt sig enn frekar. Leikgleðin og baráttan er ekkert að dvína, það er líka klárt þannig að þetta getur ekki annað en verið klárt í næsta leik. Stigahæstar hjá okkar konum voru þær Gígja Marín 12 stig, Bjarney 11 stig og Álfhildur 10 en aðrar mina.
Mynd frá Karfan.is / Bára Dröfn