Firma og hópakeppni Hamars fór fram í Hamarshöllinni s.l Laugardag. 10 lið mættu til leiks og var þeim skipt í tvo riðla. Hvert lið spilaði fjóra leiki í riðlakeppni og tvö efstu liðin úr riðlunum komust í undanúrslit. Í riðli 1 sigruðu Tippson FC og Kjörís var í öðru sæti. Í riðli 2 vann Eimreiðin og í öðru sæti var Lagnaþjónustan. Í undanúrslitum mættust Tippson FC og Lagnaþjónustan. Tippson FC vann þann leik 1-0. Í hinum undanúrslitaleiknum Vann Eimreiðin lið Kjörís 3-1. Í leik um 3.sætið vann Kjörís lið Lagnaþjónustunar 3-2 í hörkuleik. Í úrslitaleik spiluðu Eimreiðin við Tippson FC og vann Eimreiðin þann leik 3-2. Eimreiðin voru því sigurvegarar Firma og hópakeppni Hamars 2015!!

20150307_161628_resized

Eimreiðin – Sigurliðið fékk eignarbikar, pítsuveislu frá Hoflandsetrinu og öl.

20150307_161528_resized

Tippson FC – 2. sæti

 

 

20150307_161438_resized

Kjörís – 3. sæti.

 

Mótið heppnaðist ótrúlega vel og voru sýndir flottir taktar á vellinum. Keppendur voru sínum liðum til sóma og var það ljóst að menn voru mættir til að hafa gaman að því að spila skemmtilegan fótbolta. Að móti loknu fóru keppendur á Hoflandsetrið og gæddu sér á dýrindis pítsum.