Á morgun sunnudag kl:16:00 munu strákarnir okkar etja kappi við lið Þórs frá Akureyri og fer leikurinn fram í Síðuskóla á Akureyri. Þórsarar hafa ekki ennþá unnið leik í deildinni en þeir eru nýkomnir með erlendan leikmann sem styrkir þá eðlilega. Okkar drengir hafa farið nokkuð vel af stað í deildinni og unnið fjóra leiki en eina tapið kom á Egilsstöðum.
Úrslit leikja í síðustu þremur heimsóknum okkar á Akureyri, tímabilið 2012/2013 83-80 heimasigur, 2013/2014 81-88 sigur okkar manna og á síðasta tímabili unnu heimamenn með minnsta mun 99-98.
Ef Hamarsmenn ná sigri á morgun fara þeir einir á topppinn. Næsti heimaleikur hjá þeim er svo næstkomandi föstudag við KFÍ.
Áfram Hamar!