Hamar og Þór Akureyri mættust í frystikistunni í Hveragerði í dag. Hamarsmenn máttu þola slæmt tap í fyrsta leik á móti ÍA, á meðan Þórsarar sóttu góðan sigur á Selfoss. Hamarsmenn höfðu greinilega lagað varnarleikinn eitthvað frá síðasta leik og skotinn voru að detta niður hægri vinstri og staðan 18-7 og Þórsarar tóku leikhlé, Hamarsmenn voru komnir með 4 þrista niður í sex tilraunum. Leikurinn jafnaðist þó aðeins út eftir þessa fínu byrjun og var meira jafnræði með liðunum. Elías kom með þrjá þrista, en alltaf svöruðu Hamarsmenn. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 26-13 Hamri í vil. Í öðrum leikhluta urðu Þórsarar fyrir miklu áfalli þegar Ólafur Ingvason fékk sína þriðju villu eftir einungis tvær mínútur. Við þetta varð sóknarleikur Þórara ragur og nýttu Hamarsmenn sér það og komust í 38-20. Þá fannst Bjarka þjálfara Þórs komið nóg og tók leikhlé og setti Ólaf aftur inná. Við þetta lagaðist sóknarleikur Þórs og var 13 stiga munur í hálfleik 46-33. Atkvæða mestur inná vellinum var Bragi Bjarnason með 12 stig. Síðari hálfleikur hófst svo með miklu jafnræði og skiptust liðin á körfum. Hamarsmenn héldu því forskotinu nokkuð vel, en Þórsarar þó aldrei langt undan. Þeim vantaði bara alltaf að koma þessu undur tíu stigin, sálræni þröskuldurinn. Þriðji eikhlutinn endaði svo með Þórs körfu og staðan 67-57. Ólafur var kominn með 4 villur í liði Þórs og Danero hjá Hamri var einnig með 4 villur. Í fjórða leikhluta náðu Þórsarar síðan að komast yfir tíu stiga þröskuldinn og eftir það var ekki aftur snúið, Þórsarar byrjuðu á því að skora fyrstu 20 stig leikhlutans og þar komnir með 22-0 áhlaup og staðan því skyndilega orðin 67-77 og 6 mínútur til leiksloka. Við þetta tóku Hamarsmenn sitt annað leikhlé á nokkrum mínútum og settu sín fyrstu stig eftir að hafa ekki skorað í sex mínútur. Eftir þetta skiptust liðin á körfum og endaði leikurinn með átta stiga sigri gestanna 77-85. Hjá Þórsurum var Crayton með 23 stig og 17 fráköst, þar af 7 sóknarfráköst, Elías kom næstur með 17 stig og síðan var Ólafur með 15 stig og 6 stoðsendingar, aðrir með minna. Hjá Hamri var Danero Thomas með 26 stig, 14 fráköst og 7 stoðsendingar, næstur kom Ingvi Guðmundsson með 13 stig og Bragi Bjarnason með 12 stig. Þórsarar eru því taplausir í fyrstu tveimur leikjunum sínum, á meðan Hamarsmenn sitja eftir á botninum án sigurs.

Mynd/Sunnlenska