AÐALFUNDUR 2024

FUNDARBOÐ

Íþróttafélagið Hamar heldur aðalfund í Grunnskólanum í Hveragerði

Mánudaginn 11. mars 2024 kl. 20:00

Fundarefni:

  1. Fundur settur.
  2. Kosinn fundarstjóri og fundarritari.
  3. Farið yfir ársskýrslu félagsins.
  4. Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins til samþykktar.
  5. Umræður um skýrslu formanns og gjaldkera og reikningar félagsins bornir upp til samþykktar.
  6. Verðlaunaafhending og kjör íþróttamanns Hamars.
  7. Lagabreytingar.
  8. Gjaldkeri leggur fram fjárhagsáætlun aðalstjórnar til samþykktar og deilda til staðfestingar.
  9. Stjórnarkjör.
  10. 10.Skoðunarmenn kosnir.
  11. 11.Önnur mál.

Verið velkomin

Stjórnin

Þann 21. september síðastliðin varð Birgir Birgsson, oft kallaður Biggi bratti 60 ára. Af því tilefni var hann heiðraður á Herrakvöldi Hamars.

Birgir hefur starfað um áratuga skeið að íþróttamálum í Hveragerði, bæði fyrir UFHÖ og Íþróttafélagið Hamar. Birgir hefur í seinni tíð setið í stjórn Körfuknattleikdeildar Hamars og verið mjög virkur í starfi deilarinnar.

Hamarsmenn færa Birgi miklar þakkir fyrir ómetanleg störf í þágu íþróttahreyfingarinnar í Hvergerði og óska honum velfarnaðarí framtíðinni.

 

Mynd:

Hjalti Helgason fomaður Hamars. Birgir Birgisson. Lárus Ingi Friðfinnsson formaður Körfuknattleiksdeildar Hamars.

Fimmtudaginn 1. September var haldin íþróttadagur Hamars, hátiðinn var haldinn í íþróttahúsinu í Dalnum og þar voru allar deildir Hamars með kynningu á starfi sínu ásamt því að boðið var uppá skemmtiatriði auk andlitsmálnigar og íspinna frá Kjörís. Dagurinn heppnaðis í alla staði vel og er án vafa langfjölmennasti kynningardagur sem Íþróttafélagið Hamar hefur staðið fyrir.

 

Íþrótta- og fjölskyldudagur Hamars og Hveragerðisbæjar verður í Hamarshöll fimmtudaginn 27. ágúst næstkomandi frá kl 17.00-19.00

Deildir Hamars kynna starfsemi sína. Fjölmennum nú og skemmtum okkur saman í íþróttum!

Andlitsmálun og ís verður í boði fyrir börnin

Allir velkomnir!

Við hvetjum sérstaklega nýja íbúa til að mæta og kynna sér starfið

ATH! Við minnum á að frá 27. ágúst til 10. september geta iðkendur mætt á þær æfingar sem þeir vilja án þess að greiða æfingagjöld. Síðasti skráningardagur er 11. september.

Minnum á að skráning iðkenda fer fram í gegnum Nora á http://hamar.felog.is/

Boðið verður uppá FRÍAR sætaferðir á leik FSu-HAMAR sem fer fram í Iðu á Selfossi sunnudaginn 12. apríl klukkan 19:15.

Brottför frá Íþróttahúsinu í Hveragerði er klukkan 18:30!!!

Hvetjum alla til að mæta á leikinn!

Skráning fer fram hér:
http://goo.gl/forms/MNfISNRlPZ

Nánari upplýsingar veitir Friðrik Sigurbjörnsson í síma 846-4980

http://www.landferdir.is/

Aðalfundur fimleikadeildarinnar verður haldinn þriðjudaginn 9. desember kl. 18 í fundarherbergi Hamars (gengið inn hjá Crossfit Hengli og strax til hægri).


Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf.


Breytingar verða á stjórn svo þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í starfinu eru hvattir til að mæta og aðrir sem aðeins vilja kynna sér starfið eða koma með hugmyndir og tillögur eru velkomnir.

 

 

Laugardaginn 26. október frá kl. 9:30 til hádegis verður tennisíþróttin kynnt fyrir öllum sem hafa áhuga. Landsliðsmennirnir Raj K. Bonifacius og Rafn Kumar Bonifacius munu sýna tennisleik og kynna reglur og síðan er öllum velkomið að prófa og fá leiðsögn.

Tennis er vaxandi íþróttagrein á landinu og er gaman að fá boð um kynningu frá íslensku landsliðsfólki. Kynningin er ókeypis og eru allir velkomnir.