Breytingar urðu á stjórn en Stella Hrönn Jóhannsdóttir lét af störfum sem formaður og við henni tók Sigurbjörg Hafsteinsdóttir. Aðrir í stjórn héldu áfram störfum, þau Björg Hjördís Ragnarsdóttir sem gjaldkeri og Pétur Guðmundsson meðstjórnandi.
Við þökkum Stellu Hrönn innilega fyrir samstarfið í gegnum árin sem og hennar góða starf sem hún hefur innt af hendi fyrir sunddeildina.
Sundæfingar hefjast 6. september nk.
Yngri hópur (1.- 5. bekkur) æfir:
þriðjudaga: 16:15 – 17:00
Fimmtudaga: 16:15 – 17:00
Föstudaga: 13:30 – 15:00
Eldri hópur (6. bekkur og eldri) æfir:
Mánudaga: 17:00 – 18:30 á Selfossi (val)
Þriðjudaga: 17:00 -18:30
Miðvikudaga: 17:00 – 18:30 á Selfossi (val)
Fimmtudaga: 17:00 – 18:30
Föstudaga: 13:30 – 15:00
Áhugasamir geta mætt á æfingar 6. – 19. september og prufað sér að kostnaðarlausu. Þeir sem skrá sig fyrir 20. september fá vönduð sundgleraugu frá sunddeildinni.
Allar frekari upplýsingar hjá Magga þjálfara: maggitryggva@gmail.com gsm: 898 3067 og formanni sunddeildar: stellahronn@hotmail.com gsm: 695 5444
Þá er ljómandi góðu Unglingamóti HSK lokið. Hamar varð í 2. sæti með 50 stig en Dímon á Hvolsvelli sigraði örugglega með 107 stig.
Okkar fólk stóð sig með sóma, margir yngri sundmenn kepptu á sínu fyrsta sundmóti og tókst vel upp. Dagbjartur Kristjánsson sigraði í öllum sínum greinum.
Það verður frí á morgun mánudag 18. nóvember en mætum svo þriðjudaginn 19. nóvermber hress og kát og höldum áfram að æfa vel, læra nýja hluti og bæta allt það sem hægt er að gera betur. Eitt það skemmtilegasta við sundiðkun er að það er endalaust hægt að bæta sig! Sjáumst hress.
Öll úrslitin á mótinu hér..úrslit
Nokkrar myndir frá mótinu ..
Nú er vetrarstarfið að fara í gang hjá sunddeildinni. Það verður með hefðbundnu sniði. Í síðustu viku hófust æfingar hjá elsta hópnum og í þessari viku hefjast æfingar hjá öðrum hópum. Æft verður í Laugaskarði. Við hvetjum jafnt unga sem aldna til að skella sér í sund. Sund er allra meina bót og ein besta hreyfing sem völ er á. Í vetur verður sund í boði fyrir alla og viljum við vekja sérstaka athygli á garpasundhópnum „Sundelítan“ sem er hópur „eldri“ sundmanna sem hittist og syndir saman tvisvar í viku undir leiðsögn Magga þjálfara. Allar frekari upplýsingar gefur Magnús í síma 8983067 eða maggitryggva@gmail.com.
Það hefur verið líf og fjör í sundlauginni Laugaskarði í sumar á sundnámskeiðum sunddeildarinnar. Að venju hefur Magnús Tryggvason séð um námskeiðin og lætur nærri að hátt í hundrað börn hafi æft sundtökin hjá honum í sumar. Magnús segir að námskeiðin hafi gengið vel fyrir sig og krakkarnir staðið sig sérstaklega vel og verið áhugasöm. Aðspurður hvort veðrið hafi ekki sett strik í reikninginn segir Maggi það ekki koma að sök enda hvergi betra að vera í rigningu en ofan í sundlauginni. Hann hvetur krakka sem verið hafa á námskeiðum hjá honum að koma á sundæfingar í vetur.
11. júní fór síðasta sundmót tímabilsins fram, Héraðsmót HSK hér í Hveragerði. Gaman var að sjá hvað yngstu sundmennirnir okkar stóðu sig vel en einnig var gaman að fylgjast með eldri sundmönnum eiga flott „comeback“ á þessu móti. Stigahæsti karlinn á mótinu kom einnig úr okkar röðum en það var hann Dagbjartur Kristjánsson.
Úrslit mótsins urðu þessi:
Hamar, Hveragerði 110 stig.
Sunddeild UMFSelfoss 103 tig.
Dímon, Hvolsvöllur 17 stig.
Þann 6. júní s.l. var farið í hina árlegu vorferð sunddeildar Hamars. Leiðin lá í Mosfellsbæinn og var farið í sund í hina glæsilegu sundlaug sem þar er. Á eftir var snæddur dýrindis kvöldverður á American Style á Bíldshöfða. Ferðin gekk í alla staði mjög vel og var hegðun og framkoma barnanna alveg til fyrirmyndar. Það er óhætt að segja að sundkrakkar Hamars séu algjörir snillingar!
Elva Björg Elvarsdóttir er sundmaður ársins 2012 hjá sunddeild Hamars. Elva er frábær sundmaður sem við væntum mikils af í framtíðinni. Á árinu 2012 fór Elva að æfa mun meira en hún hafði gert fram að því og hefur bætt sig gríðarlega. Hún er frábær félagi og fyrirmynd. Jákvæð og getur náð langt ef hún heldur áfram á sömu braut. Við óskum Elvu Björgu innilega til hamingju með titilinn.