Á aðalfundi sunddeildar í ár var undmaður Sunddeildar Hamars valinn og var það María Clausen Pétursdóttir sem hlaut þann titil. Hún hefur verið einn af burðarásum sunddeildarinnar. Hún er samviskusöm og leggur sig ávallt 100% fram í öll verkefni sem hún tekur þátt í. María náði lágmörkum inn á Aldursflokkamót Íslands 2. árið í röð og synti einnig vel á Aldursflokkamóti HSK og Héraðsmóti HSK á árinu. María er jákvæður og góður félagi, mikil fyrirmynd og á bjarta framtíð fyrir sér. Við óskum henni til hamingju með titilinn.
Nú eru framkvæmdir hafnar uppi í Laugaskarði með breytingar á klefum og því ekki hægt að halda úti starfi Sunddeildar þar.
Samningar náðust við Hótel Örk um að fá að hafa æfingar þar í sundlauginni þeirra.
Fyrstu æfingarnar fóru þar fram í síðustu viku og tókust svona ljómandi vel. Aðstaðan er mjög góð þarna og krakkarnir náðu góðri æfingu. Sunddeildin þakkar Hótel Örk kærlega fyrir að hlaupa undir bagga og aðstoða sunddeildina við að halda úti æfingum á meðan Laugaskarð er lokað.
Þess má einnig geta að eldri krakkarnir fara einnig á æfingar í sundlaugina á Selfossi svo þau geti synt í lengri laug.
Í dag fór fram afhending á nýrri æfingaklukku sem Kvenfélag Hveragerðis gaf sunddeildinni til minningar um Margréti B. Þorsteinsdóttur. Margrét starfaði lengst af við sundlaugina í Laugaskarði og var Hjörtur eiginmaður hennar forstöðumaður sundlaugarinnar um langt árabil. Þau hjón og fjölskylda þeirra eru samofin sögu laugarinnar og sunddeildarinnar okkar. Við þökkum Kvenfélagi Hveragerðis kærlega fyrir þessa höfðinglegu gjöf sem nýtast mun sunddeildinni vel sem og öðrum sundlaugargestum í Laugaskarði.
Nú er sumri farið að halla sem þýðir að sundæfingar í sunddeildinni fara að hefjast. Maggi mun byrja með æfingar í vikunni sem er framundan. Þriðjudaginn 25. ágúst verður fyrsta æfing svo allir krakkar eru velkomnir þá í sundlaugina.
Æfingar verða sem hér segir:
Yngri hópur (1.- 5. bekkur) æfir á þriðjudögum kl. 16:15-17:00, fimmtudögum kl. 16:15-17:00 og föstudögum kl. 13:15 – 14:15.
Eldri hópur (6. bekkur og eldri) æfir á þriðjudögum kl. 17:00-18:30, fimmtudögum kl. 17:00-18:30 og á föstudögum kl. 13:15 – 14:15.
Hlökkum til að sjá sem flesta í sundlauginni og minnum á að allir krakkar geta mætt á æfingar nú í byrjun til að prufa.
Sundkveðjur frá stjórn og þjálfara.
Aðalfundur Sunddeildar Hamars verður haldinn þriðjudaginn 4. febrúar kl. 18 – 18:45 Mjólkurbúinu í Grunnskólanum í Hveragerði.
Auk venjulegra aðalfundarstarfa verða veittar viðurkenningar til iðkenda. Allir foreldrar hvattir til að mæta.
Hlökkum til að sjá ykkur sem allra flest.
Bestu kveðjur,
stjórn Sunddeildar Hamars.
Sundráð HSK býður um helgina upp á æfingabúðir í sundi í Þorlákshöfn. Þar munu sunddeildirnar frá Selfossi, Hamri og Dímoni koma saman, styrkja böndin og auðvitað synda mikið. Eldri iðkendur verða tvo daga en þeir yngri einn dag. Það verður því mikið fjör í Þorlákshöfn og gaman verður að fylgjast með öfluga sundfólkinu okkar þar.
Magnús Tryggvason þjálfari hjá Sunddeild Hamars útskrifaðist af Level 3 þjálfaranámskeiði Alþjóðasundsambandsins (FINA) sem haldið var á vegum Sundsambands Íslands nú í lok september. Er þetta æðsta stig þjálfaramenntunar sem FINA býður upp á. Sá sem kenndi á námskeiðinu var Genadijus Sokolovas sem er einn helsti sérfræðingur heims í sundi og hefur hann komið að þjálfun helstu afreksmanna heimsins í sundi eins og Michael Phelps og Natalie Coughlin.
Þeir sem sátu þetta námskeið voru sammála um að þeir höfðu lært gríðarlega mikið og það hefði verið mikill heiður að fá þennan sundsérfræðing hingar til lands. Magnús var eini Íslendingurinn sem sat þetta alþjóðlega námskeið og er því fyrsti Íslendingurinn sem nær þessu þjálfarastigi.
Við óskum Magnúsi innilega til
hamingju með þennan áfanga.
Æfingar í sunddeildinni fara vel af stað þetta haustið og gaman er að sjá hve margir hafa verið að mæta á æfingarnar.
Nú er búið að opna fyrir skráningar í Sunddeildina inn á síðu Hamars, https://hamar.felog.is/ Endilega skráið ykkar barn sem fyrst. Þeir sem skrá barnið sitt fyrir 1. október fá vegleg sundgleraugu frá sunddeildinni.
Sjáumst í sundi 🙂
Með kveðju,
stjórn og þjálfari Sunddeildar Hamars
Nú eru æfingar í sunddeildinni komnar af stað þetta haustið. Allir eru velkomnir að mæta á æfingar og prufa sundið fram til 15. september.
Hér má sjá æfingatímana hjá sunddeildinni þetta haustið.
Æfingatímar hjá
sunddeildinni haustið 2019:
Yngri hópur (1. – 5. bekkur):
Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 16-17 og
föstudaga frá kl. 13:15 – 14:15.
Eldri hópur (6. bekkur og eldri):
Þriðjudaga
og fimmtudaga kl. 17 – 18 og
föstudaga kl. 13:15 – 14:15
Sjáumst í sundi 😊