Hamarsmenn gerðu góða ferð í kópavoginn í kvöld þegar þeir mættu Blikum. Hamarsmenn byrjuðu leikinn betur en Blikar og leiddu eftir fyrsta leikhluta 16-21. Í öðrum leikhluta lentu strákarnir þó í mótbyr og þurfti Oddur Ólafsson leikstjórnandi liðsins að fara á bekkinn með 4 villur. Hamarsmenn leiddu þó 42-45. Í þriðja leikhluta jókst svo baráttan áfram. Sóknarleikur beggja liða fór í gang og minna var um varnir. Blikar unnu leikhlutann 34-29 og voru því komnir í forystu 76-74. Í síðasta leikhluta reyndi mikið á taugarnar hjá leikmönnum og þar voru þær sterkari hjá Hamri sem fór með 1 stigs sigur 90-91. En er því möguleiki á sæti í Úrslitakeppninni en næsti leikur er eftir viku gegn topp liði Þórs frá Akureyri. Þar er mikilvægt að fólk sýni stuðning og mæti.
Hér að neðan er tölfræði úr leiknum
Samuel Prescott 28 stig 11 fráköst 5 stoð
Sigurður Hafþórsson 22 stig 4 af 7 í þriggja
Þorsteinn Gunnlaugsson 17 stig 11 fráköst og 7 stoðsendingar
Snorri Þorvaldsson 17 stig 3 stolnir
Oddur Ólafsson 7 stig 7 fráköst 5 stoðsendingar
Bjartmar Halldórsson 2 fráköst 5 stoðsendingar 1 stolin