Ljóst varð í sumar að fyrirliði liðsins Oddur Ólafsson muni halda til Spánar í mastersnám og því ekki leika með liðinu í baráttunni í vetur. Við óskum Oddi góðs gengis og vonumst að sjálfsögðu til þess að sjá hann í Hamarstreyjunni í framtíðinni!

Toni sem er 22 ára að aldri er fenginn til þess að fylla í það stóra skarð sem Oddur skilur eftir sig. Hann kemur úr unglingastarfi Zadar sem er eitt allra sterkasta körfuboltafélag Króatíu. Hann spilaði ungur að aldri 3 tímabil með aðalliði Zadar í efstu deild og kom við sögu í Adriatic deildinni (ABA league), einnig var hann hluti af U18 ára landsliði Króata.

Á síðasta tímabili spilaði Toni með liði KK Pula 1981 í næstefstu deild í Króatíu og skilaði þar 15.6 stigum að meðaltali í leik auk þess að gefa 3 stoðsendingar.

Hamar hafa samið við Bandaríkjamanninn Trent Steen um að leika með liðinu á komandi leiktíð.

Trent er 203 cm miðherji sem er á sínu öðru ári sem atvinnumaður.

Í vetur lék hann með liði Depiro í Maltnensku deildinnii og var þar stigahæsti leikmaður deildarinnar með 26.7 stig og tók þar að auki 10.2 fráköst.

Steen útskrifaðist úr fyrstu deildar Háskóla Arkansas-Pine Buff en þar hlaut hann meðal annars verðlaun fyrir að vera besti varnarmaður ársins í SWAC riðlinum sem og var hann valinn í annað úrvalslið riðilsins sama ár.

Tímabilið áður leiddi Steen lið Pine Buff bæði í stigum og fráköstum.

Björn Ásgeir Ásgeirsson hefur gengið til liðs við uppeldisfélag sitt Hamar en Björn kemur heim til Hveragerðis frá Selfyssingum þar sem hann lék í vetur og skilaði 7.2 stigum að meðaltali í leik. Tímabilið áður lék Björn Ásgeir með Vestra við góðan orðstír.

“Það er alltaf gaman að fá uppalda leikmenn heim og enn skemmtilegra þegar það eru góðir leikmenn sem munu hjálpa liðinu á báðum endum vallarins eins og Björn Ásgeir gerir” segir Máté Dalmay þjálfari Hvergerðinga.

Framherjinn Pálmi Geir Jónsson hefur samið við Hamar um að leika með liðinu á komandi tímabili í 1. deild karla. Kemur hann frá Þór Akureyri, sem sigraði deildina og leikur því í Dominos deildinni á næsta tímabili.

Hamar komst alla leiðina í úrslitaeinvígið, þar sem liðið tapaði fyrir Fjölni.

Pálmi er upprunalega úr Tindastóli, en ásamt Þór hefur hann einnig leikið með Breiðabliki og ÍR. Hann var á síðasta tímabili útnefndur í úrvalslið 1. deildarinnar á lokahófi Körfuknattleikssambandsins. Í 21 leik spiluðum á tímabilinu skilaði hann 15 stigum, 7 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Ragnar Jósef hefur gengið til liðs við Hamar eftir frábæran seinni hluta tímabils í fyrra með þeim bláu. Ragnar var á venslasamning frá Breiðablik eftir áramótin og skilaði að meðaltali 13.5 stigum á um 24 mínútum.

Ragnar hefur nú samið við Hamar um að ganga til liðs við félagið og ríkir að sögn þjálfara Hvergerðinga, Máté Dalmay mjög mikil ánægja í herbúðum félagsins.


Bjarni Rúnar Lárusson er kominn heim í Hamar eftir fjögurra ára veru fyrir Norðan með Þór Akureyri. Þór Akureyri unnu 1.deild karla í vetur en Bjarni spilaði tæplega 20 mínútur í leik og skilaði að meðaltali 6 stigum og 4 fráköstum.
Hamarsmenn bjóða Bjarna hjartanlega velkominn heim.

Þá hafa allir yngriflokkar hjá körfuknattleiksdeild Hamars lokið keppni þennan veturinn. Um liðna helgi fóru yngstu börnin til Þorlákshafnar þar sem Selfoss, Hamar og Þór hittust og spiluðu sín á milli. Eftir leikina fengu svo allir hressingu og þannig slógum við botnin í vetrarstarfið hjá börnum í 1-4 bekk. Laugardag og Sunnudag var síðasta keppnishelgi hjá MB 10 og var það mót haldið í Garðabæ. Mótið gekk mjög vel og var gaman að sjá framfarinar hjá strákunum í vetur. Einnig fengu hluti af strákunum í 4 bekk að keppa sem b lið og spiluðu gegn strákum einu ári eldri. Virkilega flottir strákar sem gáfu þeim eldri ekkert eftir og unnu alla sína leiki örugglega. Sannarlega björt framtíð í yngir flokkum hjá okkur í Hamri. Fjöldi barna sem æfa er með því mesta sem verið hefur og árangurinn eftir því. Eldri hóparnir munu æfa út Maí mánuðu og þá taka við sumarnámskeið.

Þjálfarar U15 ára liðanna hjá drengjum og stúlkum hafa valið sín 18 manna lokalið fyrir sumarið 2019. Haukur Davíðsson var valin að þessu sinni og mun hann taka þátt í verkefni sumarsins, Ísland sendi lið á á Copenhagen-Inviational mótið í Danmörku tvö níu manna lið hjá strákum og stúlkum. Mótið fer fram í Farum, Kaupmannahöfn dagana 21.-23. júní en hópurinn heldur út þann 20. júní.

Lokahóf kvennaliðs Hamars

Kvennalið Hamars hélt lokahóf sitt laugardaginn 23. mars. Liðið átti saman góðan dag og fór í Aeriel Yoga á Selfossi þar sem liðsmenn prófuðu ýmsar kúnstir í slæðunum og tóku svo góða slökun undir Gong hljómum. Að því loknu var haldið í sund og svo snæddu leikmennirnir saman humarsúpu að
hætti Fjöruborðsins og áttu saman góða kvöldstund.

Leikmenn í Aeriel Yoga á Selfossi

Að venju voru þeir leikmenn sem þóttu skara fram úr á tímabilinu heiðraðir.


Perla María Karlsdóttir var valin besti varnarmaðurinn.
Una Bóel Jónsdóttir var valin efnilegasti leikmaðurinn.
Álfhildur Þorsteinsdóttir var valin dugnaðarforkurinn.
Íris Ásgeirsdóttir var valin mikilvægasti leikmaðurinn.
Leikmennirnir fengu glæsilega verðlaunagripi sem Hafsteinn Þór hjá Steinasafninu Ljósbrá útbjó.

Vinningshafar kvöldsins frá vinstri, Perla María, Álfhildur Þorsteinsdóttir og Íris Ásgeirsdóttir. Á myndina vantar Unu Bóel

Liðið endaði tímabilið að þessu sinni í neðsta sæti 1.deildar, en liðið er í uppbyggingarferli og stefnir á stærri hluti á komandi árum. Liðið er eingöngu skipað leikmönnum af Suðurlandi og margir ungir og
efnilegir leikmenn stigu sín fyrstu skref í meistaraflokki á tímabilinu og fengu stór hlutverk. Leikmennirnir fengu mikilvæga reynslu sem mun vafalítið skila sér á næsta tímabili. Áfram verður lagt kapp á að byggja upp gott kvennalið á Suðurlandi og þá er mikilvægt að byggja vel á góðum
grunni. Góðir hlutir gerast hægt gæti átt við í þessu tilfelli sem og oftar. Áfram Hamar.

Stelpurnar í 8 flokk Hamar/Selfoss stóðu sig frábærlega um liðna helgi. Þær spiluðu í Hafnarfirði þar sem þær gerðu sér lítið fyrir og unnu alla sína leik. Þetta þýðir að þær eru komnar í A riðil sem í eru fimm bestu lið landsins og fá þar tækifæri til að keppa um íslandsmeistaratitilinn. Flottur árangur og vonandi bara byrjunin á nýrri gull öld í kvennakörfunni á Selfossi.