Frystikistan var vel mönnuð í kvöld þegar að Hamar og Valur mættust í Dominosdeild kvenna í kvöld. Fjögur stig skildu liðin að fyrir leikinn, og því var að duga eða drepast fyrir heimastúlkur ætluðu þær sér að gera tilkall til fjórða sætisins. Leikurinn fór fjörlega í gang og var mikill skemmtun að horfa á liðin. Hamarsstúlkur tóku frumkvæðið í leiknum og leiddu leikinn fljótt 16-7. Fanney Lind fór á kostum og hitti mjög vel í byrjun, einnig var nýr leikmaður Hamars Chelsie að standa sig vel. Þrátt fyrir að Valskonur hafi ekki byrjað leikinn af miklum krafti sýndu þær flotta takta inná milli. Þessi fjörugi fyrsti leikhluti endaði svo frábærlega þegar að Chelsie setti þriggjastiga skot lengst utan af velli, á sama tíma og klukkan gall og staðan 29-24.
Annar leikhluti var ekki síður fjörlegri og léku Hamarsstelpur á alls oddi, þær voru komnar með 7 þriggja stiga skot ofan í þegar einungis 12 mín voru liðnar af leiknum. Hamar tók aftur frumkvæðið og fóru þær með 11 stiga mun 48-37 inní hálfleik.
Þriðji leikhlutinn var hins vegar hrein skelfing. Liðin töpuðu hverjum boltanum á fætur öðrum og áttu erfitt með að fóta sig gangvart vörnum hvors annars. Leikhlutinn endaði með eins stigs mun 10-11 og því staðan 58-48 fyrir lokafjórðunginn.
Valsstúlkur gengu á lagið og minnkuðu muninn fljótt niður, eftir 5 mínútur var staðan 63-63 og hörkuleikur framundan. Þá fóru heimastúlkur að átta sig á hlutunum og fóru að bregðast við. Úr varð æsispennandi kafli. Guðbjörg minnkaði muninn niður í eitt stig þegar að ein og hálf mín var eftir 70-69. En þá steig Íris upp í liði Hamars og nelgdi niður einum þrist. Valsstúlkur fóru síðan illa að ráði sínu og töpuðu boltanum. Með 40 sek eftir prjónaði Chelsie framhjá öllum 5 valskonunum sem voru inná og lagði boltann í spjaldið og ofan í 75-69 sigur staðreynd og því aðeins tvö stig sem skilja liðin að.
Hjá Hamri var Chelsie með 25 stig, 8 frák. og 4 stoð. og næst á eftir henni var Fanney með 23 stig og 6 frák.
Hjá Val var það Anna sem leiddi með 19 stig, Hallveig með 14, og Guðbjörg 10 stig, 8 fráköst og 4 stoð.