Herrakvöld Hamars verður haldið laugardaginn 2.maí 2015 á Hótel Örk. Húsið opnar klukkan 19:00 og verður glæsilegt hlaðborð að hætti Hótels Arkar í boði.

MIÐAVERÐ 6.800 KR. ATH GILDIR LÍKA SEM HAPPDRÆTTISMIÐI

Uppboðið verður einnig á sínum stað!

FORSALA
Miðasala í Shell í Hveragerði og Hamarshöllinni

EINNIG HÆGT AÐ PANTA MIÐA HJÁ

Steina 899-8898
Lárusi 660-1618
Matta 865-8712
Hjalta 896-4757

Laugardaginn 21. mars 2015 fór fram fyrsta HSK mót vetrarins í Míkróbolta. Þetta er fyrir þá sem ekki vita, körfuknattleiksmót fyrir krakka í 1.-4. bekk og eru ekki talin stig heldur er megin keppikeflið að allir hafi gaman að því að spila. Mótið var vel sótt og komu rétt um hundrað keppendur frá fjórum félögum, Hrunamönnum, Þór, Fsu og Hamri. Körfuknattleiksdeild Hamars hafði nýlega fjárfest í tveimur auka körfum þannig að hægt var að spila á þremur völlum í einu og tók því mótið ekki lengri tíma en fjórar klukkustundir og náðu flestir keppendurnir að klára sitt mót á þremum klukkustundum sem er fínn tími fyrir þennan aldurshóp. Líkt og áður sagði eru ekki talin stig og fá allir keppendur verðlaunapening í lok móts þannig að allir fóru sáttir heim og sannfærðir um eigin sigur og ágæti eða alveg eins og það á að vera J

Á ársþingi Hérðaðssambands Skarphéðins sem haldið var að Flúðum sunnudaginn 15. mars 2015 voru þrír einstaklingar sæmdir Starfsmerki UMFÍ. Starfsmerkið er veitt fyrir framúrskarandi dugnað og starf fyrir íþrótta og ungmennafélög á íslandi, Lárus Ingi Friðfinnsson var sæmdur þessari flottu viðurkenningu og er hann vel að henni kominn. Lárus Ingi hefur verið formaður Körfuknattleiksdeildar Hamars frá stofnun deildarinnar árið 1992 og á þessum tíma verið driffjöður í starfi deildarinnar aukin heldur að hafa þann einstaka hæfileika að fá fólk til að starfa með sér til hagsbóta fyrir körfuboltann í Hveragerði.

Hattarmenn mættu í Hveragerði með Domino´s bragð í munninum. Með sigri myndi Höttur tryggja fyrsta sætið og þar með sæti í Domino´s-deild karla. Leikurinn var hnífjafn og mikilspenna í leiknum í byrjun.

Gestirnir leiddu 22-25 eftir fyrsta fjórðung. Annar leikhluti bauð síðan uppá taumlausa skemmtun í báðar áttir, fyrst náði Höttur 7 stiga forskoti 34-41, en Hamarsmenn tóku áhlaup 24-6 og staðan 58-47 í hálfleik.

Höttur byrjaði af krafti í seinni og saxaði á forystu Hamars, en þó hægt þar sem öll skot duttu báðu megin. Staðan 88-83 eftir 3.leikhluta. Í fjórða leikhluta kviknaði svo endanlega í netinu, Hamarsmenn enduðu á að setja niður 13 þrista í 23 tilraunum, en Höttur 13 af 25. Höttur minnkaði muninn minnst niður í 4 stig 99-95 en þá sögðu heimamenn stopp og halda spennu í deildinni.

Hamarsmenn klífa aftur upp í annað sætið og trúa stöðugt á fyrsta sætið enn. Atkvæðamestir voru hjá heimamönnum Julian með 33 stig, 13 fráköst, og 5 stoðsendingar, Þorsteinn setti 23 stig, 13 fráköst, Snorri sallaði niður 20 og Örn 19. Hjá Hetti var Tobin með 40 stig og 10 fráköst og Viðar 21 stig

Hér má svo sjá viðtöl eftir leik https://www.facebook.com/video.php?v=395478990629897&set=vr.395478990629897&type=2&theater&notif_t=video_processed

Umfjöllun: Í.Ö.G
mynd/ Guðmundur Erlingsson

Á aðalfundi Hamars, sunnudaginn 22. febrúar 2015, voru heiðraðir íþróttamenn deilda og íþróttamaður Hamars fyrir árið 2014. Eftirfarandi aðilar hlutu viðurkenningu:

Hrefna Ósk Jónsdóttir, badminton.
Ragnheiður Eiríksdóttir, blak.
Anna Sóldís Guðjónsdóttir, fimleikar.
Vadim Senkov, knattspyrna.
Sóley Gíslína Guðgeirsdóttir, körfuknattleikur.
Sverrir Geir Ingibjartsson, hlaup.
Dagbjartur Kristjánsson, sund.

Sóley Gíslína hlaut titilinn íþróttamaður Hamars fyrir árið 2014.

Á aðalfundinum var bryddað uppá þeirri nýbreytni að veita gullmerki Hamars fyrir störf í þágu félagsins og hlaut  Valdimar Hafsteinsson þá viðurkenningu. Valdimar hefur setið í aðalstjórn Hamars í 20 ár samfleytt, verið formaður í knattspyrnudeild og blakdeild ásamt því að vera í stjórn Laugasports.  Valdimari er þökkuð góð störf í þágu félagsins.

Á aðalfundinum var Hjalti Helgason endurkjörinn formaður. Og auk hans skipa stjórnina Friðrik Sigurbjörnsson gjaldkeri, Álfhildur Þorsteinsdóttir, Erla Pálmadóttir og nýr í stjórn er Daði Steinn Arnarson.

IMG_9764 IMG_9759 IMG_9786 IMG_9782 IMG_9763 IMG_9735

Hamar og Fsu áttust við í hörkuleik síðastliðið mánudagskvöld. Leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið en verið var að berjast um annað sæti deildarinar, sem gefur heimavallarétt í umspili um sæti í Úrvalsdeild. Liðin voru hnífjöfn í byrjun leiks, þar sem amerískir leikmenn liðanna fóru hamförum, Pryor hjá Fsu og Julian hjá Hamri. Staðan í hálfleik 40-47 fyrir Hamar, eftir glæsilega flautukörfu frá kjörísprinsinum Bjarna. Í síðari hálfleik fóru svo Hamarsmenn fyrst í gang, þeir bjuggu til gott forskot og unnu að lokum þægilegan sigur 79-98. Julian var sem fyrr stigahæðstur með 41 stig og 11 fráköst, en Bjarni og Þorsteinn skoruðu báðir 16 stig og tóku 8 fráköst, Sigurður var svo með 15 stig og spilaði frábæra vörn á 3 stiga skyttuna og methafann Ara Gylfason. Hamar er því í öðru sæti á innbyrgðis viðureign með jafnmörg stig og FSu. Næsti leikur er svo föstudaginn 28 feb móti toppliði Hattar.

16177_10205811514837934_4279314171520388644_n

Lið Hamars/Hrunamanna í 7. flokk kvenna sem spilaði um helgina

Stelpurnar í 7. flokk stúlkna (stelpur fæddar 2002) í sameiginlegu liði Hamars og Hrunamanna spiluðu um helgina í B riðli Íslandsmótsins og unnu alla sína leiki nokkuð örugglega. Þær lögðu að velli lið Snæfells, Tindastóls og Hattar. Stelpurnar unnu sig því aftur upp í A riðil eftir stutt stopp í B riðli. Þær höfðu spilað fyrri fjölliðamót vetrarins í A riðli en féllu niður í B riðil eftir eins stigs tap á móti Njarðvík á síðasta móti. Með því að vinna B riðilinn núna eru þær aftur komnar í hóp 5 bestu liða á Íslandi og spila þær lokaumferð Íslandsmótsins í A riðli og spila því um Íslandsmeistaratitilinn helgina 18.-19. apríl í Keflavík.

Það er ljóst að aprílmánuður verður spennandi hjá ungmennunum okkur, því helgina áður munu drengirnir í sama aldursflokk einnig spila um Íslandsmeistaratitilinn. 1896785_10154957058565451_6242219643603953010_n

Hamarsstelpurnar á skemmtilegri búningaæfingu fyrir jól.

 

 

 

Það fór þó aldrei svo að strákarnir okkar í 7. flokki karla næðu ekki að springa út á heimavelli. Fyrir helgina hafði flokkurinn ekki unnið leik í b – riðli heldur haldið sér uppi á því að fjölgað var í riðlinum á milli móta, en strákarnir sýndu svo sannarlega að þeir eiga fullt erindi á þetta getu stig og gott betur. Strákarnir unnu Grindavík (38-44), Stjörnuna (33-27) og Skallagrím (37-26) en þurftu að játa sig sigraða gegn Njarðvík (33-35) eftir tvíframlengdan leik þar sem fjöldi vítaskota á lokasekúntum leiksins fór forgörðum hjá okkar drengjum. En þrátt fyrir þetta tap þá fer Hamar áfram þar sem Njarðvík hafði tapað fyrir Stjörnuni með tveimur stigum og Hamar unnið Stjörnuna með sex stigum og því ljóst að Njarðvík varð að vinna með fimm stigum. Leikurinn  gegn Njarðvík var hinsvegar gríðarlega skemmtilegur og spennandi og alveg óhætt að segja að þetta sé einn af þeim leikjum sem strákarnir læra eitthvað af. Nú er það því ljóst að Hamarsstrákrnir munu spila í A – riðli helgina 11.-12. apríl og framundan stífar æfingar til að mæta sem best undirbúnir fyrir lokaúrslitinn í íslandsmótinu.

Það er alveg öruggt í hópíþróttum að ef lið nær upp samheldni og baráttu í sínum hóp þá er alltaf meiri líkur en minni á jákvæðum úrslitum (speki dagsins).  Fyrir tæpum tveimur mánuðum spilaði Hamar við KR í vesturbæ Reykjavíkur og tapaði með rétt tæplega fimmtíu stiga mun, úrslit sem enginn vildi muna eftir og því spurning af hverju greinahöfundur er að rifja þau upp. Jú í gær mættu stelpurnar í Hamri aftur í vesturbæinn með allt annað hugarfar og sóttu stigin tvö sem í boði voru, það var áberandi í þessum leik að liðsheildinn var fyrir öllu burðarliðar í stigaskorun undanfarinna leikja voru ekki alveg að setja stig á töfluna en í staðin steig allt liðið upp og spilaði flottan varnarleik þar sem allar voru á sömu blaðsíðu og lögðu sín lóð á vogarskálarnar. Það er jú gömul saga og ný að til að vinna í boltaleik þá þarftu að skora meira en hitt liðið og ef sóknin er eitthvað að hiksta þá er það varnarleikurinn sem gildir til að vinna og það sýndu stelpurnar okkar sannarlega á móti KR. Frábær sigur og nú eru komnir þrír sigurleikir í röð og nánast hægt að segja að Hamarsstúlkur séu lausar við falldrauginn og geti einbeitt sér að því að hafa gaman af því að spila og halda áfram að styrkja þá liðsheild sem virðist vera að myndast hjá kvennaliði okkar Hvergerðinga, áfram Hamar J

Tölfræði einstakra leikmanna

Kristrún Rut Antonsdóttir            2 stig / 1 frákast

Þórunn Bjarnadóttir                      3 stig / 3 fráköst / 3 stoðsendingar

Salbjörg (Dalla) R Sævarsd          12 stig / 8 fráköst / 1 stoðsendingar

Sóley Guðgeirsdóttir                     5 stig / 7 fráköst / 4 varinn skot

Heiða B. Valdimarsdóttir              4 stig / 6 fráköst

Sydnei Moss                                     24 stig / 5 fráköst / 2 varinn skot

Hafdís Ellertsdóttir                         8 stig / 6 fráköst

Strákarnir okkar í 7. Flokk fara vel af stað á þriðju helgi íslandsmótsins, mótið er haldið í Hamarshöllinni bæði laugardag og sunnudag og hafa okkar menn farið vel af stað með sigrum á Grindavík og Stjörnunni. Strákarnir eru að keppa í b – riðli sem er annar sterkasti riðill í þeirra aldurhópi og því gríðarlega gaman fyrir strákna að byrja svona vel á heimavelli. Á morgun (sunnudaginn 8. Feb) eru strákarnir svo að spila seinni tvo leikina sína og þá ræðst hvar þeir enda í b – riðlinum.