Domino´s deild kvenna hefst á morgun og byrja stelpurnar okkar á heimaleik við ríkjandi Íslandsmeistara í Snæfelli.

Á árlegum kynningarfundi fyrir Domino´s -deildirnar sem haldinn var í Laugardalshöllinni í dag var birt spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna félaganna líkt og venjan er við upphaf hvers tímabils. Ekki er Hamarsstelpum spáðu góðu gengi, en þeim er spáð 7 og neðsta sæti. Stelpurnar ætla auðvita að afsanna þessa spá en liðið hefur vissulega gengið í gegnum töluverðar breytingar frá síðasta tímabili og Daði Steinn tók við liðinu rétt fyrir mót eins og við greindum frá hér á síðunni fyrir skemmstu. Aðeins 7 lið taka þátt í deildinni í vetur þar sem KR gaf sæti sitt eftir og því munu ekki 8 lið spila í deildinni í vetur eins og venjan er.

Stöð 2 Sport mun heldur betur auka  umfang sitt við Domino´s-deildirnar á komandi leiktíð. Nýr samningur KKÍ og Stöðvar 2 Sport er tímamótasamnigur fyrir íslenskan körfubolta, en beinar útsendingar verða í vetur úr öllum umferðum Domino´s deildar kvenna og karla ásamt körfuboltakvöld.

Spá fyrirliða og formanna 2015-2016 – konur

1. Haukar         144

2. Keflavík         107

3. Valur           86

4. Stjarnan       80

5. Snæfell           73

6. Grindavík       67

7. Hamar           30

Mynd: Íris Ásgeirsdóttir er komin úr barneignarleyfi og það er mikill liðstyrkur fyrir Hamarsliðið.

Áfram Hamar!

Núna er kominn sá árstími að körfuboltinn fer að skoppa á fullu, flest öllum til mikilar ánægju. Það eru stelpurnar okkar sem munu ríða á vaðið á miðvikudaginn kl 19:15 þegar nýkríndir Meistarar Meistaranna Snæfell mæta til leiks. Miklar sviptingar hafa verið á síðustu misserum hjá kvennaliðinu en þær fengu meðal annars nýja mann í brúna, Daða Stein sem flestir þekkja.

Karlarnir eru með svipað lið uppi á teningnum og frá því í fyrra en Oddur Ólafsson er snúinn aftur heim ásamt því að nýr erlendur leikmaður Samuel Prescot er genginn til liðs við félagið. Strákarnir byrja á útivelli gegn Fjölni í dalshúsum á föstudaginn kl 19:30. Við hlökkum til að sjá sem flesta á leikjum liðanna í vetur.

Einnig hélt körfuknattleiksdeildin uppá bingó 16.semptember síðastliðinn á heilsuhælinu. Bingóið var afar vel sótt og var það Auður Pedersen sem hlaut aðalvinning kvöldsins gjafabréf frá Wow air. Á myndinni má sjá Auði ásamt Sigurði bingóstjóra og Lárusi formanni Körfuknattleiksdeildarinnar

Áfram Hamar!

Devin Antonio Sweetney sem spilaði með okkur Hamarsmönnum eftir áramót tímabilið 2010-2011 er nú kominn á samning hjá NBA liðinu Denver Nuggets. Sweetney var upphaflega boðið í æfingabúðir hjá Denver fékk síðan í framhaldinu samning hjá félaginu. Sweetney spilaði með okkur síðustu sjö leikina á tímabilinu og skoraði tæp 28 stig að meðaltali, tók rúm sex fráköst og átti tvær stoðsendingar að meðtali í þessum sjö leikjum.

Stigahæsti leikurinn hans var gegn Tindastól í frystikistunni en þar var hann með 38 stig í 83-81 sigri. Eins og flestir vita féllum við á verri innbyrðis viðureign við Tindastól sem var með jafnmörg stig og Hamar eftir tímabilið eða 14 stig. Tindastóll vann sinn heimaleik með meiri mun og því var okkar hlutskipti fall þetta tímabil. Þjálfari okkar á þeim tíma var Ágúst Björgvinsson.

Gaman verður að fylgjast með okkar manni í vetur en hann mun spila í treyju númer 34 hjá Denver.

Áfram Hamar!

Mynd: sunnlenska.is

Hrunamaðurinn Árni Þór Hilmarsson hefur látið af störfum sem þjálfari meistaraflokks kvenna af persónulegum ástæðum. Árni tók við liðinu í vor af Hallgrími Brynjólfssyni. Stjórn körfuknattleiksdeildar þakkar Árna fyrir vel unnin störf þann stutta tíma sem hann var hjá félaginu og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.

Við liðinu tekur Daði Steinn Arnarsson sem er öllum vel kunnugur og býður stjórnin Daða velkominn til starfa.

Stelpurnar eru að taka þátt í Lengjubikarnum þessa dagana og er næsti leikur heimaleikur á fimmtudaginn við Keflavík.  Fyrsti leikurinn í Domino’s deildinni er svo 14. október við Íslandsmeistara Snæfells í frystikistunni.

Áfram Hamar!

Bingó körfuknattleiksdeildar Hamars verður haldið næstkomandi miðvikudag 16 september kl: 20:00. Fjörið fer fram í Heilstofnun Hveragerðis NLFÍ.

Margir glæsilegir vinningar verða í boði og þ.á.m utanlandsferð svo það verður enginn svikinn á að mæta í Bingó.

Hvetjum alla til að mæta tímalega 🙂

Áfram Hamar!

Strákar og stelpur úr 9. og 10. flokk Hamars tóku sér á hendur langþráð ferðalag þann 4.júlí sl. og heimsóttu Spán. Tilgangurinn var tvíþættur, að taka þátt í körfuboltamóti sem haldið var í smábænum Llore de Mar rétt norðan við Barcelona og svo að njóta sólar og skemmtunar í kaupbæti.
Viljum við þakka sérstaklega öllum þeim sem styrktu okkur til ferðarinnar gegnum safnanir síðustu 3ja ára.
Ferðin gekk í flesta staði vel og vel hægt að segja að 3ja ára söfnun og undirbúningur hafi þjappast saman í innihaldsríka ferð með fullt af skemmtilegum og eftirminnilegum atvikum sem sum hver reyndu á andlegan og líkamlega styrk þeirra sem fóru. Krakkarnir voru félaginu til sóma og uppskáru á endanum ekki bara verðlaunabikara heldur einnig nýja félaga, þekktu hvort annað aðeins betur og þekktu einnig áhrif sólar og hita mjög vel eftir þessa viku á Spáni.

Ferðalagið hófst formlega við íþróttahúsið í Hveragerði laugardaginn 4.júlí og ferðin sóttist vel út. Smá bras var á hótelinu fyrstu nóttina en komum við um kl. 2 á hótelið og næturvörðurinn kunni ekki alveg að innrita og virkja lykla á herbergi, en allt endaði þetta í kærkominni hvíld.

5.júlí var mætt í morgunmat fyrir kl. 10 og dagskráin að laga herbergismál og nærast, skoða ströndina og höllina sem átti að keppa í, en í henni voru 2 vellir og allir leikir spilaðir seinnipart og fram að miðnætti. Eitthvað skildum við þetta ekki í fyrstu en sáum fljótlega að í 33-40°C er ekki vit að spila yfir miðjan daginn og þó svo að leikirnir hafi ekki verið spilaðir í einhverjum kulda þá var þó skárra að hafa BARA 27-30°C á leiktíma. Strákarnir unnu sinn fyrsta leik um kvöldið en stelpurnar töpuðu og allir komnir með smjörþefinn af að spila í svona miklum hita.

6.júlí var ekki beðið með hlutina heldur haldið til Barcelona í verslunarferð kl 9:00. Eitthvað var lengra til Barcelona en fararstjórarnir höfðu gert sér í hugarlund fyrir ferðina en rútuferð og lestarferð í metró skilaði hópnum í stóra verslunarmiðstöð þar sem allir fengu frían tíma til innkaupa (5 tíma) áður en haldið var heim aftur og komum loks upp á hótel um 19:30 . Strákarnir áttu leik hálf ellefu en stelpurnar frí. Strákarnir töpuðu naumlega (4 stigum) fyrri heimamönnum í æsispennandi leik.
afmælisbarn 17.júlí, Gunnar Karl átti afmæli tók við gjöfum og hamingjuóskum fram eftir degi. Leikir beggja liða voru á sama tíma (17:20), hlið við hlið og fylgdarliðið átti í mesta basli með að fylgjast með báðum leikjunum. Bæði lið töpuðu en það var ekki málið heldur krafturinn og dugnaðurinn í okkar krökkum sem flest voru eitthvað löskuð og þreytt en gáfust aldrei upp. Endirinn var þó meiri plástur, bindi, kælisprey og hitakrem. Alexander meiddist á hné, fór með fararstjóra á sjúkrahús í myndatöku en betur fór en á horfðist. Alex með tognuð liðbönd en húmorinn ennþá á sínum stað hjá drengnum þrátt fyrir allt.

 

8.júlí var rólegur dagur framan af degi en átti eftir að verða viðburðarríkur á margan hátt. Mótstjórn reddaði okkur hjólastól alex í stólnumfyrir Alex, sólar-exem og smá sólbruni leit dagsins ljós, búningar fóru í þvott fyrir átök dagsins, göngutúr, billiard, sundlaugarsprell og fl. en allir duglegir að nærast. Frekar heltist úr lestinni í leikmannahópnum en Andri og Katrín voru bæði meidd og spiluðu ekki þennan dag, auk Alexanders. Strákarnir spiluðu um kl. 17 og rétt töpuðu í spennandi leik þar sem skotin voru ekki að detta. Leikurinn hjá stelpunum var öllu sögulegri þar sem tæknivillur flugu á bæði lið og ein útilokun hjá  andstæðingnum leit dagsins ljós. Okkar stelpur miklu betri en gestgjafarnir framan af og unnu að lokum eftir spennu og drama 40-47 þar sem andstæðingarnir enduðu 4 inn á. Leikurinn var spilaður undir miðnætti og í þvílíkri stemmningu þökk sé strákunum okkar, foreldrum og ítölskum strákum sem voru á okkar bandi.

11751764_10205750710740052_4963133691941804008_n9. júlí. Dagurinn tekinn snemma og allir klárir frá hótelinu klukkan 10 og rennibrautar garðurinn heimsóttur. Sólbruni hjá nokkrum eftir daginn og sólarexem. Þar sem var spáð skýjuðu á einhverjum vefmiðlum sem reyndist klár blekking og hitinn rétt undir 40°C allan daginn. Eftir heimkomu gerðu stelpurnar sig klárar fyrir síðasta leikinn og strákarnir áttu frí en komu að horfa. Stelpurnar áttu ekki góðan leik og hittu illa en unnu samt 21-20 eftir vítaskot á síðustu sekúndum leiksins. Þessi sigur skilaði þeim í úrslitaleikinn sem verður að teljast frábært miðað við öll meiðsli, exem og bruna.
Strákarnir fengu leik um 3-4. sætið sem var verðskuldað eftir jafna og spennandi leiki hjá þeim.

10.júlí var vel mætt í morgunmat og allir búnir að taka fæðið á hótelinu í sátt enda fjölbreytt og gott úrval. Einhverjir smökkuðu 11703050_10153415760288490_5087780772923326273_nkanínukjöt sem dæmi og fannst bara gott. Dagurinn fór í frjálsan tíma sem flestir nýttu við sundlaugina á hótelinu og eins niður í bæ og við ströndina. Úrslitaleikirnir voru svo klukkan 17:20 hjá stelpunum og rúmlega 21 hjá strákunum. Allt var gefið í leikina hjá báðum liðum og allir með (utan Alex). Stelpurnar stóðu sig frábærlega en töpuðu fyrir klárlega besta liðinu í mótinu. Strákaleikurinn var öllu sögulegri en þeir kepptu aftur við Lloret de Mar strákana og mikill hiti í Spánverjunum sem endaði með smá riskingum og naumu tapi 35-32 þar sem keppt var við klárlega eldri stráka og stæðilega. Okkar strákar spiluðu flottan bolta en hittu frekar illa. Allir sáttir í lokin og mikið rætt um leikina. Kvöldið tekið í að pakka í töskur og gera herbergin klár fyrir brottför daginn eftir.

11702761_10207328069029061_6891257894391146516_n11.júlí var vaknað í morgunmat fyrir klukkan 10 og svo átti að vera búið að tékka út af hótelinu um kl. 10. Fengum að geyma töskur á hótelinu. Afmælisbarn dagsins, Silja var heiðruð með tertu og söng við sundlaugarbakkann. Krakkarnir létu daginn líða við sundlaugarbakkann eða í sundlauginni og fóru í síðustu skoðunarferðir (kaupa) um bæinn. Eitt vegabréf týndist og varð úr smá stress kvöldið áður. Það reddaðist þó og varð að flýta ferð til Barcelona til 17:00 þannig fararstóri komst til ræðismanns í Barcelona sem útbjó nýtt vegabréf með snatri og allir komust í flug um kvöldið  Lending í Keflavík um um klukkan tvö um nóttina. Það voru þreyttir og sáttir krakkar sem komu heim um miðja nótt reynslunni ríkari.
Ber að þakka krökkunum fyrir frábæra ferð og við fararstjórarnir eigum margar góðar minningar úr ferðinni sem var í senn eftirminnileg og strembin, sérstaklega út af hitanum. Einnig var ómetanlegt að hafa svona marga foreldra með til að hjálpa okkur með allt saman og eiga þeir þakkir fyrir.

Nokkrar myndir úr ferðinni HÉR

Fyrir hönd ferðahópsins alls; Anton Tómasson, Kolbrún Vilhjálmsdóttir og Anna María Friðriksdóttir.

 

 

 

Þann 30.apríl var haldið HSK mót í 10.flokk stráka og stelpna í Hveragerði. Hamar, Hrunamenn, Hamar B og Þór Þorlákshöfn tóku þátt í þessu móti en Hamar B er sameiginlegt lið stúlkna frá Hamri og Hrunamönnum.

Þetta var síðasta körfuboltamót vetrarins í þessum flokki þannig ekki vantaði keppnina þó svo að mótið sjálft sé fyrst og fremst upp á gamanið gert.

Hamar varð HSK meistari 10.flokks drengja eftir að sigra Hrunamenn og síðan Þór Þorlákshöfn í algjörum úrslitaleik sem endaði með 61-57 sigri Hamars í tví framlengdum leik þar sem spennan var mikil og leikmenn sýndu glæsilega takta undir mikilli pressu.

Mótið endaði síðan á því að grillaðar voru pulsur í sumarveðrinu og fóru allir heim með bros á vör eftir skemmtilegt mót og skemmtilegan körfubolta vetur.

Hrunamenn urðu HSK meistarar í 10.flokki stúlkna eftir að hafa unnið leik sinn á móti Hamri nokkuð þægilega. Hinsvegar var mun meiri spenna í leik Hrunamanna og Hamars B þar sem lokastaðan var 30-24 Hrunamönnum í vil.  Myndin er hinsvegar af okkar frábæru stúlkum í Hamari.

Sameiginlegt lið Hamars og Hrunamanna í 7. flokki stúlkna náði þeim frábæra árangri um helgina að lenda í 3. sæti Íslandsmótsins. Stúlkurnar spiluðu lokamótið í A-riðli, í Grindavík, þar sem þær sigruðu lið Njarðvíkur (44-35) og Njarðvíkur b (25-24) eftir framlengingu í æsispennandi leik. Stelpurnar töpuðu fyrir Íslandsmeisturum Keflavíkur (48-23) og Grindavík (41-29) sem hafnaði í öðru sæti.

Innilega til hamingju með þennan frábæra árangur stelpur, þið megið vera stoltar af ykkur!Hruna:Hamar1

Liðið um helgina var skipað þeim Estellu Nótt, Gígju Marín, Helgu Sóleyju, Kristjönu, Valgerði, Margréti Lilju, Unu Bóel, Önnu Birtu, Perlu Maríu, Eddu Guðrúnu, Glódísi Rún (vantar á mynd), Helgu Sólveigu (vantar á mynd) og Gunnhildi Fríðu (vantar á mynd).

Boðið verður uppá FRÍAR sætaferðir á leik FSu-HAMAR sem fer fram í Iðu á Selfossi sunnudaginn 12. apríl klukkan 19:15.

Brottför frá Íþróttahúsinu í Hveragerði er klukkan 18:30!!!

Hvetjum alla til að mæta á leikinn!

Skráning fer fram hér:
http://goo.gl/forms/MNfISNRlPZ

Nánari upplýsingar veitir Friðrik Sigurbjörnsson í síma 846-4980

http://www.landferdir.is/