Helgina 18.-20. september lögðu 9. flokks strákarnir í liðinu „Hamar/Hrunamenn“ land undir fót og skelltu sér í höfuðstað Norðurlands. Mikil tilhlökkun var í hópnum enda fyrsta mót vetrarins fram undan og spiluðu strákarnir í B riðli þar sem 6-10 sterkustu lið landsins spila og því ljóst að um erfiða leiki yrði að ræða. Fyrsta markmið helgarinnar var að halda sér í riðlinum og nýta þá reynslu sem kæmi um helgina til frekari verka í vetur. Nokkur fjöldi foreldra kom með í ferðina og var lagt af stað um miðjan dag á föstudegi. Fyrsti leikur var svo snemma á laugardagsmorgun gegn Grindavík. Leikurinn var nokkuð jafn allan tíman þó voru okkar drengir aðeins á undan stærstan hluta leiksins, lokatölur voru 57:48 okkar mönnum í vil. Næsti leikur var um hádegisbil á laugardag og andstæðingurinn var gamla stórveldið úr Reykjavík, Ármann. Það lið hefur verið á meðal fimm bestu liða undanfarinn tvö ár og því ljóst að erfiður leikur var fram undan. Drengirnir af Suðurlandinu mættu samt sem áður vel gíraðir í leikinn og tóku forustu strax á upphafs mínútum og litu aldrei í baksýnisspegilinn, lokatölur 75:50 og áframhaldandi sæti í B riðli tryggt. Leikjum laugardagsins var því lokið og við tók pizza hlaðborð, sundferð og bíósýning. Allir í gírnum og þjálfarinn gjörsamlega bugaður og byrjaður að dotta um áttaleytið. Ró komst þó á liðið á skikkanlegum tíma og var allt komið í ró um ellefuleytið og því náðu drengirnir góðri hvíld fyrir leiki sunnudagsins. Fyrri leikur seinni dags mótsins var gegn heimamönnum sem hafa á að skipa stórum og sterkum strákum sem létu vel finna fyrir sér, okkar menn stóðust þó prófið og unnu nokkuð öruggan sigur 63:56. Við tók því hreinn úrslitaleikur við Stjörnuna B sem voru nýkomnir úr A riðli og ljóst að spennustigið yrði nokkuð hátt í þeim leik. Drengirnir byrjuðu vel og leiddu allan leikinn. Á loka mínútunum hleyptu þeir þó óþarfa spennu í leikinn með því að klikka á tveimur vítum og tapa boltanum. Sigur vannst þó 53:51 og okkar menn á leið í A riðil og á næsta mót. Það verður án vafa mun erfiðara en þó við hæfi að leyfa drengjunum aðeins að njóta 😊  

https://www.hamarsport.is/wordpress/wp-admin/post.php?post=6846&action=edit

Stigahæstu leikmenn

Lúkas Aron Stefánsson  47 stig

Tristan Máni Morthens  60 stig

Birkir Máni Daðason  67 stig

Hamar hefur gengið frá samningum við leikstjórnandann Jose Medina en leikmaðurinn kemur frá Spáni.

Medina lék með liði Muenster í Pro B deildinni Þýskalandi á síðasta tímabili, en lengst af hefur hann spilað í Leb Silver deildinni heimafyrir á Spáni.

Leikmaðurinn er 27 ára gamall og er væntanlegur til landsins í lok sumars.

Körfuknattleiksdeildir Hamars í Hveragerði og Þórs frá Þorlákshöfn hafa ákveðið að ganga til samstarfs í meistaraflokki kvenna og vera með sameiginlegt lið í 1. deild kvenna á næsta leiktímabili.  Sameiginlegt lið býr að góðum grunni meistaraflokksliðs Hamars sem leikið hefur í 1. deildinni undanfarin ár og stefnt er á efla þann hóp og halda áfram að byggja upp til framtíðar. Liðið mun æfa og keppa bæði í Hveragerði og Þorlákshöfn og er mikil spenna fyrir þessu sameiginlega verkefni.

Fyrsta verk nýskipaðs meistaraflokksráðs Hamars-Þórs var að ráða þjálfara og mun Hallgrímur Brynjólfsson þjálfa liðið næstu þrjú leiktímabil.   Hallgrímur hefur víðtæka þjálfarareynslu og þjálfaði meðal annars kvennalið Hamars frá 2012-2015 og kom liðinu þá upp í efstu deild. Hallgrímur hefur lokið þjálfaragráðu FECC frá FIBA auk þess sem hann hefur setið fjölmörg þjálfaranámskeið á vegum KKÍ.

Meistaraflokksráðið skipa Bjarney Sif Ægisdóttir, Guðni Birgisson, Gunnsteinn R. Ómarsson, Katrín Alda Sveinsdóttir, Jón Páll Kristófersson og Rannveig Reynisdóttir.

Körfuknattleiksdeild Hamars stendur fyrir sumarnámskeiði fyrir yngri iðkenndur. Námskeiðið verður haldið í íþróttahúsinu við Skólamörk og skal senda skráningu á netfangið: dadist14@gmail.com Ath að mikilvægt er að skrá í tíma svo hægt sé að áætla þann fjölda að starfsfólki sem þarf við hvert námskeið.

Daði Steinn Arnarsson gsm: 6901706

Gengið hefur verið frá samningum við bakvörðinn Anthony Lee fyrir komandi tímabil.

Anthony kemur til liðsins eftir farsælan feril með Kutztown háskólanum í Ameríska háskólaboltanum. Anthony er mikill skorari og er næst stigahæsti leikmaður skólans frá upphafi, en hann var með 27 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar að meðaltali í leik á lokaári sínu hjá skólanum.

Mikil ánægja er með samninginn og væntumst við mikils af Anthony sem kemur til landsins í lok sumars.

Hamar hefur samið við Hollendinginn Ruud Lutterman um að
leika með liðinu á komandi tímabili í Fyrstu deild karla.

Ruud er rúmlega tveggja metra kraftframherji sem kemur til
liðsins eftir fjögurra ára nám í Ameríska háskólaboltanum.

Ruud sem er 23 ára gamall lék með bæði U20 og U18 ára
landsliðum Hollendinga og kemur til landsins í lok sumars.

Frá og með 4. Maí getum við aftur hafið æfingar hjá yngri flokkum kkd. Hamars. Þar sem langt hlé hefur verið á æfingum þá munu æfingar standa lengur en fyrri ár og munu allir yngri flokkar æfa út maí mánuð. Æfingatímar verða þeir sömu og voru í vetur en þá má sjá hér að neðan.

Með körfubolta kveðju Daði Steinn yfirþjálfari yngri flokka Hamars.

Æfinagtímar í Maí 2020

Micro bolti 2012-2013 / 1.-2. Bekkur Þjálfari Geir Helgason

Mánudagar kl 13:30-14:10

Miðvikudagar kl 14:10-14:50

Föstudagar kl 13:50-14:30

Micro bolti 2010-2011 / 3.-4. BekkurÞjálfari Daði Steinn Arnarsson og Haukur Davíðsson

Miðvikudagar kl 14:50-15:40

Fimmtudagar kl 14:10-15:00

Föstudagar kl 13:00-13:50

Minni bolti 2008-2009 / 5.-6. Bekkur – Þjálfari Hallgrímur Brynjólfsson

Mánudagar kl 16:00-17:00

Miðvikudagur kl 17:00-18:00

Fimmtudagur kl 17:40-18:40

7-8 flokkur 2006-2007 / 7.-8. Bekkur – Þjálfari Daði Steinn Arnarsson

Mánudagar kl 14:50-16:00

Þriðjudagar kl 16:00-17:30

Fimmtudagur kl 15:00-16.10

Föstudagar kl 16:00-17:30

9-10 flokkur 2004-2005 / 9.-10. Bekkur – Þjálfari Þórarinn Friðriksson

Mánudagar kl 17:00-18:30

Þriðjudagar kl 17:30-19:00

Miðvikudagar kl 15:40-17:00

Fimmtudagar kl 16:10-17:40

Kvennaráð körfuknattleiksdeildar Hamars hefur gert samkomulag við Kristinn Ólafsson um að sjá um þjálfun meistaraflokks kvenna næstu tvö tímabil. Liðið var endurvakið síðastliðið haust og tók Kristinn þá við liðinu sem endaði í 6. sæti 1. deildar í vor. Í liðinu er skemmtileg blanda af ungum leikmönnum í bland við eldri og reyndari leikmenn. Það verður gaman að fylgjast með liðinu á næsta tímabili, en lagt verður upp með að byggja ofan á uppbyggingu síðasta tímabils og gera enn betur næsta vetur. 

Samið hefur verið við Bandaríska leikmanninn Mike Phillips um að leika með liðinu út tímabilið. Mike er 28 ára, tveggja metra framherji sem hefur mikla reynslu sem atvinnumaður.

Hann lék með Howard í fyrstu deildinni í háskólaboltanum, þar var hann með 12 stig og 7 fráköst að meðaltali á lokaárinu sínu.

Mike hefur komið víða við á sínum atvinnumannaferli. meðal annars hefur hann spilað á Spáni, Bolivíu, Chile og núna síðast í Ástralíu.

Miklar vonir eru bundnar við að Mike hjálpi liðinu í baráttunni um laust sæti í Dominos deildinni.

Við bjóðum Mike Phillips velkominn í Frystikistuna!