Atli Þór Jónasson hefur verið valinn til að spila á hæfileikamóti KSÍ sem fram fer um helgina. Hæfileikamót KSÍ og N1 drengja fer fram í Kórnum í Kópavogi  dagana 23. – 25. september. Mótið fer fram undir stjórn Halldórs Björnssonar landsliðsþjálfara U-17. Undanfarið hefur Halldór Björnsson ferðast um landið með Hæfileikamótun KSÍ og N1 og er þetta mót framhald af þeirri vinnu.  Um er að ræða leikmenn sem eru í 4. flokki, 13 til 14 ára, og hafa þeir mætt á æfingar og fengið annan fróðleik í gegnum Hæfileikamótun KSÍ og N1.

Við óskum Atla góðs gengis um helgina!

Ingþór Björgvinsson hefur gengið til liðs við Hamar á lánssamningi frá Selfossi. Ingþór hefur spilað síðustu tvö tímabil með Selfossi í 1. deildinni. Ingþór er uppalinn í Hamar og hefur alla tíð spilað með liðinu að utanskildri dvöl hans á Selfossi. Hann hefur spilað 108 leiki og skorað 17 mörk fyrir Hamar. Ingþór var fyriliði liðsins á árunum 2013 og 2014. Við erum í skýjunum yfir að fá Ingþór aftur heim og hjálpa Hamri í barráttunni um að komast upp um deild.

Ingþór mun spila sinn fyrsta heimaleik í tvö ár á Grýluvelli í kvöld þegar liðið tekur á móti Vatnaliljunum.

Ingþór Björgvins

Ingþór í leik með Hamri.

Hamar mætti Kríunni við frábærar aðstæður á Vívaldi vellinum í gærkveldi.

Hamarsmenn vildu ólmir fylgja eftir flottum sigri á Álftanesi í síðustu umferð og byrjuðu leikinn í gær af krafti.

Spilamennskan var flott en þeir létu boltann ganga vel sín á milli og sköpuðu sér mikið af færum sem þeir nýttu illa.

Sigmar skoraði fyrsta mark sitt fyrir Hamar þegar  að hann tók skemmtilega á móti fyrirgjöf frá Daniel og skoraði af stuttu færi.

Hassing var svo á ferðinni stuttu síðar eftir góða sókn upp hægri kantinn og staðan orðin 2 – 0.

Það urðu lokatölur en bæði lið skiptust á færum í seinni hálfleik án þess þó að skora.

Með sigrinum er Hamar í öðru sæti 2 stigum á eftir KH en þessi lið mætast í toppuppgjöri í næstu viku á Valsvellinum.

Hamar mætti liði Álftanes á Grýluvelli við toppaðstæður í gærkvöldi. Ljóst var að um hörkuleik yrði að ræða þar bæði lið eru í toppbaráttu í D – riðli.

Hamars liðið byrjaði leikinn vel en liðið var þétt og baráttu glatt og skoraði Hassing tvö mörk í fyrri hálfleik en bæði komu eftir að Hamars liðið hafði unnið boltann ofarlega á vellinum. Hamar var nær því að bæta við marki heldur en Álftanes að skora en staðan 2 – 0 í hálfleik.

Álftanes komu með meiri baráttu í þann seinni en vörn Hamars hélt alveg fram á 79 mínutu þegar Álftanes skorar eftir aukaspyrnu.

Bæði lið héldu áfram að sækja en án þess að skora og 2 – 1 sigur niðurstaðan í hörku leik.

Með sigrinum er Hamar komið í 2. sætið í riðlinum einu stigi yfir Álftanes og með leik til góða.

Hamar er einnig ennþá ósigrað í Íslandsmótinu.

Næsti leikur er á Miðvikudaginn á móti Kríu en leikið verður á Seltjarnarnesi.

 

Hamar hefur spilað tvo leiki á íslandsmótinu auk þess að hafa spilað í Borgunarbikarnum.

Hamar tók á móti 3. deildar liði Reynir Sandgerði í 2. umferð Borgunarbikarsins á dögunum og tapaðist sá leikur 4-1. Varnarmaðurinn Hákon Þór Harðason skoraði mark Hamars í þeim leik. Hamarsmenn spiluðu flottan leik en voru klaufar í varnarleiknum og reynsla Reynismanna kom þeim áfram í bikarnum. Hamar því dottið út úr bikarnum í ár.

Í fyrsta leik íslandsmótsins tók Hamar á móti Kóngunum á Grýluvelli. Hamar voru mun sterkarri aðilinn í leiknum og sáu Kóngarnir aldrei til sólar í leiknum. Hamar vann leikinn 5-0, en Hamarsmenn hefðu getað skorað mun fleirri mörk í þeim leik. Palli skoraði tvö mörk í leiknum. Tómas Aron, Diddi og Tómas Hassing skoruðu eitt mark hver.

Hamar heimsótti svo sterkt lið Álftanes heim í síðustu viku. Hamarsmenn áttu ekki góðann fyrri hálfleik en vöknuðu til lífsins í þeim seinni. Álftanes voru hinsvegar fyrri til að skora og voru 1-0 yfir þar til á 88. mínútu þegar Magnús Otti skoraði flott mark með skoti fyrir utan teig. Ölli var rekinn útaf stuttu áður og var því mikill karakter hjá strákunum að koma til baka og jafna leikinn. Gott stig á erfiðum útivelli.

Hamar mæta svo Kríunni í kvöld á Grýluvelli kl 20:00. Við hvetjum alla til að koma á völlinn og sjá flottann fótbolta hjá strákunum.

13237747_10153813394038992_7102567532095125729_n

Byrjunarlið Hamars gegn Kóngunum.

13260297_10153828622073992_1011911783727161841_n

Byrjunarlið Hamars gegn Álftanes.

Hamar mætti Vatnaliljunum í fyrstu umferð Borgunarbikarsins í gær. Leikurinn var spilaður í Fagralundi, heimavelli Vatnaliljana. Vatnaliljurnar eru með flott lið og komust þeir í undanúrslit Lengjubikarsins. Liðin eru í sama riðli í 4. deildinni í sumar og munu liðin mætast þrisvar í sumar.

Leikurinn fór rólega af stað en Hamar var mun meira með boltann og áttu nokkur ágætis færi. Á 7. mínútu leiksins sváfu Hamarsmenn á verðinum og komst sóknarmaður Vatnaliljana innfyrir vörn Hamars og skoraði. Hamarsmenn voru því undir 1-0 snemma leiks þvert á gang leiksins. Hamar hélt áfram að sækja og áttu ágætis færi sem þeir nýttu ekki. Á 30. mínútu átti Hrannar góða fyrirgjöf sem Palli kláraði vel með höfðinu. Hamarsmenn búnir að jafna metin og þannig stóðu leikar í hálfleik. Seinni hálfleikur var spipaður, Hamarsmenn voru meira með boltann og áttu nokkur góð færi til að klára leikinn en góður markvörður Vatnaliljana Björn Metúsalem varði mjög vel. Björn spilaði með Hamri um 100 leiki í deild og bikar. Nokkuð mikið var um pústra á vellinum og var greinilegt að bæði lið ætluðu sér að komast í næstu umferð. Leikurinn endaði 1-1 og þurfti að framlengja leikinn. Lítið gerðist í framlengingunni, en á 5. mínútu seinni framlengingarinnar náði Liam að koma boltanum yfir línunna eftir klafs í vítateignum. Þetta reyndist vera sigurmarkið og því komst Hamar áfram í næstu umferð Borgunarbikarsins. Hamarsmenn hafa spilað betri leik en aðal málið er að sigur kom í höfn.

Hamar mun taka á móti 3. deildar liðinu Reynir Sandgerði 11. Maí. Leikurinn verður vonandi á Grýluvelli. Unnið er hörðum höndum að koma vellinum í stand fyrir sumarið og lítur hann vel út.

Byrjunarlið

Markvörður: Stefán Hannesson

Vörn: Sigmar – Hákon – Tómas A – Sigurður Jóhann

Miðja: Ölli – Sindri – Hrannar

Kantmenn: Daníel – Kaleb

Framherji: Palli

Skiptingar

59. mín Tómas H (INN) – Palli (ÚT)

66. mín Liam (INN) – Sindri (ÚT)

84. mín Frissi (INN) – Daníel (ÚT)

 

 

Hamar komst í úrslit Lengjubikarsins á dögunum þegar liðið lagði KH í undanúrslitaleik. Liðið mætti sterku liði KFG í úrslitaleik. KFG hafði líkt og Hamar unnið alla sína leiki í Lengjubikarnum og einungis fengið á sig eitt mark fyrir úrslitaleikinn. Leikurinn fór fram á Samsungvellinum í Garðabæ og var ótrúlega gaman að sjá hversu margir Hvergerðingar mættu til að styðja við bakið á strákunum.

Leikurinn byrjaði nokkuð rólega og voru bæði lið að þreyfa á hvoru öðru. Á 12. mínútu tók einn varnarmanna KFG sig til og tók hressilega tæklingu á Tómas Hassing sem var að komast innfyrir vörn KFG. Leikmaður KFG fékk réttilega að líta rauða spjaldið fyrir þessa ljótu tæklingu. Hamar var því einum fleirri nánast allann leikinn. Á 18. mínútu áttu Hamarsmenn flotta sókn sem endaði með því varnarnarmaður KFG sparkar boltanum í Frissa sem setur hann glæsilega inn í markið. Smá heppnis stimpill yfir markinu, en Frissi gerði mjög vel. Eftir þetta duttu Hamar aðeins niður og KFG voru að spila betur þrátt fyrir að vera einum færri. Á 24 mínútu kemur fyrirgjöf frá KFG inn í teig Hamars, varnarmenn gleyma sér og skorar sóknarmaður KFG. Svo á 30. mínútu voru Hamarsmenn aftur klaufar þegar þeir gefa boltann á leikmann KFG rétt fyrir utan teig. Leikmaðurinn skorar einn á móti markmanni. Staðan orðinn 2 – 1 fyrir KFG þrátt fyrir að vera einum manni færri. Eftir þetta rifu Hamarsmenn sig aðeins í gang en náðu ekki að jafna fyrir leikhlé. Í byrjun seinni hálfleiks skora KFG mjög umdeilt mark þegar sóknarmaður þeirra tæklar Nikulás í marki Hamars þegar hann heldur á boltanum. Við tæklinguna missir Nikulás boltann og sóknarmaðurinn leggur boltann í netið. Dómaranum fannst ekki ástæða til þess að dæma aukaspyrnu á það. Hamarsmenn attu leikinn eftir þetta og reyndu eins og þeir gátu til að minnka muninn. Á 75. mínútu var skotið í stöng og var Palli fyrstur að átta sig og tók frákastið og lagði boltann í netið. Við þetta kom von hjá Hamri og strax á næstu mínútu fengu Hamarsmenn aukaspyrnu fyrir utan teig. Liam setti boltann inn í teiginn þar sem Palli var aftur á ferðinni og stökk manna hæðst og skallaði boltann í netið. Frábær endurkoma hjá Hamri og voru leikar jafnir 3 – 3 þegar um 15 mínútur voru eftir að leiknum. Eftir þetta héldu Hamarsmenn áfram að reyna skora og sækja til sigurs, en án árangurs. Leikurinn endaði 3 – 3 og þurfti að fara í vítaspyrnukeppni til að fá úrslit í leikinn. Í vítaspyrnukeppninni varði Nikulás glæsilega tvær spyrnur og sendu KFG boltann einu sinni framhjá. Hamar misnotaði einnig tvær spyrnur og var komið að Didda að taka síðustu spyrnuna. Diddi skoraði örruglega úr henni og tryggði Hamar Lengjubikarstitillinn!

Leikurinn var frábær skemmtun og fengu fjölmargir áhorfendur leiksins mikið fyrir sinn snúð. Stemmninginn var svo sannarlega Hvergerðinga í stúkunni og þessi leikur var vonandi forsmekkur af góðu sumri hjá Hamri í ár. Hvergerðingar eru hvattir til að fylgjast með liðinu í sumar og búa til ógleymanlega stemmningu á Grýluvelli. Næsti leikur liðsins er gegn Vatnaliljunum í Borgunarbikarnum. Leikurinn er á sunnudaginn kl 13:00 í Fagralundi.

Byrjunarlið

Markvörður: Nikulás

Varnarmenn: Sigmar – Hákon – Sigurður Andri – Tómas A

Miðjumenn: Liam – Ölli – Hrannar

Kantmenn: Frissi – Daníel

Framherji: Tómas H.

Skiptingar

46. mín Frissi (ÚT) – Palli (INN)

69. mín Tómas H (ÚT) – Kaleb (INN)

70. mín Sigmar (ÚT) – Diddi (INN)

 

ÁFRAM HAMAR!!!

Hamar spilaði undanúrslitaleik Lengjubikarsins gegn KH á Vodafone vellinum í gær. Bæði lið höfðu unnið alla sína leiki í riðlakeppninni og var því ljóst að Hamar var að mæta mjög sterku liði KH.

Hamar byrjaði leikinn mjög vel og áttu mjög góð færi í byrjun leiks. Markvörður KH varði vel og marksúlurnar fengu aðeins að kenna á því á fyrstu mínútunum. Hamarsmenn voru meira með boltann en boltinn neitaði að fara í netið. En á 7 mínútu gleymdu Hamarsmenn sér aðeins í sókninni og sóttu KH hratt upp völlinn sem endaði með marki frá KH. Staðan var því orðinn 1-0 þvert á gang leiksins. Hamarsmenn héldu áfram að sækja að marki KH og komu margir flottir spilkaflar í leik liðsins. Á 22. mínútu tók Hákon aukaspyrnu við miðju vallarins. Ölli var fyrstur í boltann og skallar yfir markvörð KH beint fyrir fætur Daníels sem potar boltanum yfir línuna. Verðskuldað mark og var allt í járnum það sem eftir lifði af fyrri hálfleik. Bæði lið fengu ágætis færi en staðan í hálfleik var 1-1. Í seinni hálfleik var minna af færum en  bæði lið spiluðu ágætlega og var greinilegt að liðin ætluðu sér í úrslitaleik. Á 73. mínútu fékk Hrannar boltann fyrir utan teig. Hrannar ákveður að skjóta boltanum sem endar í markinu, glæsilegt utanfótar skot sem var óverjandi fyrir markvörð KH. Eftir þetta lágu Hamarsmenn til baka og voru mjög þéttir. KH fékk eitt mjög gott færi til að jafna leikinn en Nikulás í marki Hamars varði glæsilega. Lokatölur voru 1 – 2 fyrir Hamri og ljóst er að liðið leikur til úrslita í Lengjubikarnum.

Frábær sigur hjá Hamarsmönnum sem hafa unnið 5 leiki í röð. Liðið mun mæta mjög sterku liði KFG í úrslitunum. KFG hefur einnig unnið alla sína leiki svo ljóst er að Hamar þarf að eiga góðann leik til að sigra Lengjubikarinn. Leikurinn verður á sunnudag kl 19:00 á Samsung vellinum í Garðabæ. Nú eiga allir Hvergerðingar að sameinast í bíla og hvetja strákana til sigurs í Lengjubikarnum á sunnudaginn!

Byrjunarlið Hamars.

Markvörður: Nikulás.

Varnarmenn: Sigmar – Hákon – Kjartan – Tómas A

Miðjumenn: Ölli – Liam – Hrannar

Kantmenn: Daníel – Kaleb

Framherji: Tómas H.

Skiptingar:

60. mín Palli (INN) – Kaleb (ÚT)

60.mín Sigurður Jóhann (INN) – Tómas A (ÚT)

87.mín Sindri (INN) – Hrannar (ÚT)

89. mín Ómar (INN) – Tómas H (ÚT)

Hamar spilaði sinn síðasta leik í riðlakeppni Lengjubikarsins um helgina þegar Hvíti Riddarinn kom í heimsókn á Selfossvöll. Um var að ræða úrslitaleik hvort liðið kæmst í undanúrslit Lengjubikarsins. Hamar dugði jafntefli í leiknum en Hvíti Riddarinn þurfti að vinna leikinn til að komast áfram.

Leikurinn byrjaði fjörlega og var greinilegt að mikið var undir í þessum leik. Bæði lið spiluðu nokkuð fast og var mikið um pústra um allann völl. Bæði lið fengu ágætis færi til að komast yfir í leiknum í fyrri hálfleik en markverðir beggja liða vörðu vel. Nokkur gul spjöld fóru á loft í fyrri hálfleik. Á 42. mínútu fengu Hamarsmenn aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig sem Daníel tók. Boltinn skoppar inn í teig framhjá varnarmönnum Hvíta Riddarans og endar við fætur Liam Killa sem setur hann örruglega í netið. Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Hamri og var Hamar í góðri stöðu þar sem þeim dugði jafntefli úr leiknum. Í seinni hálfleik léku vörðu Hamarsmenn markið sitt vel og voru skynsamir í leik sínum. Lítið var um færi í seinni hálfleik, en líkt og í þeim fyrri var mikið af tæklingum og fleirri gul spjöld fóru á loft. Ekkert mark var skorað í seinni hálfleik og endaði leikurinn 1-0 fyrir Hamri. Góður sigur hjá Hamarsmönnum á móti sterku liði Hvíta Riddarans.

Hamar enduðu því mótið á toppi riðilsins með fullt hús stiga og eru komnir í undanúrslit keppninnar. Liðið dróst á móti KH í undanúrslitunum. Leikurinn verður spilaður 21. Apríl (sumardaginn fyrsta) kl 17:00 á Vodafone vellinum á hlíðarenda. Við hvetjum alla til að kíkja á leikinn og hvetja strákana til sigurs!

Byrjunarlið Hamars

Markvörður: Nikulás

Varnarmenn: Sigmar – Hákon – Kjartan – Tómas A

Miðjumenn: Liam – Ölli – Sindri

Kantmenn: Daníel – Kaleb

Framherji: Tómas H.

Skiptingar

52. mín. Sigmar (ÚT) – Hafþór V (INN)

52, mín Sindri (ÚT) – Sigurður Jóhann (INN)

60. mín Kaleb (ÚT) – Frissi (INN)

72. mín Tómas H (ÚT) – Diddi (INN)