Sunnudaginn 28. Janúar kl 14:00 verður aðalfundur Knattspyrnudeildar haldin í aðstöðuhúsinu við Hamarshöll.

Venjuleg aðalfundarstörf og léttar veitingar.

Stjórn Knattspyrnudeildar Hamars.

Á herrakvöldi Hamars var að sjálfsögðu uppboð og aðrir vinningar. Vinningar sem ekki voru afhentir á herrakvöldinu sjálfu voru á eftirfarandi númerum.

Gjafakort í Laugarsport nr. 623

Gjafakort í Laugarsport nr. 237

Gjafakort í Laugarsport nr. 771

Gjafakort í Laugarsport nr. 681

Sundkort í Laugarskarði 30 miðar nr. 203

Sundkort í Laugarskarði 30 miðar nr. 436

Hægt er að nálgast vinningar í símanúmer 8562035 hjá Valla 

Tímabilið fer vel af stað hjá Hamri í fótboltanum. Tveir leikir eru búnir á Íslandsmótinu og hefur Hamar unnið þá báða.

Hamar fékk Ísbjörninn í heimsókn á Grýluvöll í fyrsta leik sumarsins í síðustu viku. Hamar var mun sterkari aðilinn í leiknum en áttu erfitt með að koma tuðrunni í netið í byrjun leiks þrátt fyrir mörg fín færi. Liam Killa tókst að koma boltanum í netið á 17. mínútu og kom Hamarsmönnum í forystu. Ísbjörninn náðu hisvegar að jafna metin á 27 mínútu úr sínu fyrsta færi í leiknum. Staðan var 1-1 í hálfleik. Seinni hálfleikur var svipaður, Hamar var mun meira með boltann og mun betra aðillinn í leiknum. Á 68. mínútu skoraði Sigurður Andri flott skallamark og kom Hamarsmönnum aftur í forystu. Sam Malson bætti svo við tveim mörkum í lok leiks og tryggði Hamarsmönnum góðan 4-1 sigur á Ísbirninum.

Hamar – Ísbjörninn 4-1

Mörk: Liam, Sigurður Andri, Sam 2

 

Annar leikur Hamarsmanna var á Seltjarnarnesi þegar liðið sótti lið Kríunar heim. Krían er með flott lið af ungum og sprækum strákum úr Gróttu og KR. Hamar byrjaði leikinn betur og áttu fín færi í byrjun leiks. Frissi skoraði svo flott mark á 10. mínútu eftir flott samspil. Eftir þetta var meira jafnræði með liðunum og var um hörkuleik að ræða. Stuttu fyrir hálfleik lendir Stefán Þór markvörður Hamarsmanna í því óláni að fá sóknarmann Kríunar á sig með þeim afleiðingum að hann rotast og þurfti að fá sjúkrabíl á svæðið og bruna með drenginn á sjúkrahús. Sem betur fór hlaut hörkutólið Stefán Þór ekki mikinn skaða af og var mættur í leikslok í klefann eftir skoðun frá lækni. Staðan í hálfleik var 0-1 fyrir Hamri. Á 49. mínútu skorar Krían og jafna leikinn. Eftir það voru Hamarsmenn mun meira með boltann og reyndu að skora sigurmarkið í leiknum. Á 77 mínútu var brotið á Brynjari Elí inn í vítateig og vítaspyrna dæmd. Ölli fór á punktinn og skoraði örruglega. Kríann sótti eftir þetta en Hamarsmenn vörðust vel og sigruðu leikinn 1-2 eftir hörkuleik.

Krían – Hamar 1-2

Mörk: Frissi og Ölli.

Frissi fagnar marki.

Sigurður Andri skoraði mark á móti Ísbirninum

Í dag spilaði 5. flokkur Hamars og samstarfsfélaga sinn fyrsta leik á íslandsmóti sumarið 2017. A og B lið voru að spila við Reynir í Sandgerði og auðvitað stóðu strákarnir sig afskaplega vel, A liðið okkar vann sinn leik 7-1 og B liðið gerði 1-1 jafntefli í leik sem hefði getað endað 5-1 fyrir okkar mönnum en markvörður Reynis var í banastuði og varði frábærlega mörg dauðafæri okkar manna, framtíðinn er björt og áfram Hamar alltaf allstaðar 🙂

 

 

Meistaraflokkur Hamars hefur ráðið Einar Ólafsson inn í þjálfarateymið fyrir komandi átök í 4. deildinni í sumar. Einar mun starfa sem þjálfari hjá Hamri ásamt Liam Killa sem var ráðinn þjálfari liðsins s.l haust. Liam mun halda áfram sem spilandi þjálfari liðsins. Einar er gríðarlega reyndur og vel menntaður þjálfari sem hefur náð mjög góðum árangri með þeim liðum sem hann hefur þjálfað. Einar hefur starfað í mörg ár fyrir Breiðablik og Val þar sem hann á marga íslandsmeistaratitla að baki. Einar útskrifaðist 2009 sem íþróttafræðingur auk þess sem hann er með UEFA A gráðu í þjálfun. Það er því klárlega happafengur fyrir knattspyrnudeild að fá slíkann reynslubolta til liðs við sig. Hann mun miðla reynslu sinni til leikmanna, auk þess sem hinn ungi og efnilegi þjálfari Liam Killa mun njóta góðs af honum.

Knattspyrnudeild Hamars býður Einar velkominn til starfa!

Sam Malsom skrifaði á dögunum undir samning við Hamar um að spila með liðinu í 4.deild í sumar. Sam er fljótur og teknískur sóknarmaður. Sam Malsom sem er 29 ára ólst upp hjá Plymouth í Englandi. Eftir dvölina þar hefur hann komið víða við á sínum knattspyrnuferli. Hann hefur spilað sem atvinnumaður í Færeyjum, Svíþjóð, Kýpur, Englandi og Íslandi. Á flottum ferli sínum hefur hann spilað í 2. deild á Englandi með Hereford United, spilað 4 leiki í Evrópudeildinni með B36 í Færeyjum, hann spilaði svo 10 leiki með Þrótti í Pepsí deildinni og skoraði 4 mörk í þeim leikjum.

Sam mun án efa styrkja liðið í barráttunni um að komast í 3. deild. Gríðarlega sterkur leikmaður með mikla reynslu. Hann mun einnig koma að þjálfun yngri flokka á meðan hans dvöl stendur í Hveragerði svo ungir iðkenndur í Hamri munu njóta krafta hans einnig.

Tveir lykilmenn frá síðasta tímabil sömdu á dögunum um að spila áfram með Hamri næsta tímabil. Tómas Aron Tómasson og Hrannar Einarson voru mikilvægir hlekkir í liðinu á síðasta tímabili þegar liðið var hársbreidd frá því að komast upp í 3. deild. Tómas Aron kom frá Val fyrir tvem árum og er því að byrja sitt þriðja tímabil fyrir Hamar. Tómas Aron er öflugur varnarmaður með mikla leiðtogahæfileika. Hrannar kom til liðs við Hamar fyrir síðasta tímabil frá Fram, áður hafði hann spilað meistaraflokks leiki fyrir Breiðablik og KR. Hrannar er sókndjarfur miðjumaður og er duglegur að leggja upp og skora mörk fyrir liðið. Báðir koma þeir úr unglingastarfi Breiðabliks. Hamar væntir mikils af þessum öflugu leikmönnum í sumar.

Undirbúningstímabilið er komið á fullt skrið undir stjórn Liam Killa. Æft er af krafti og var fyrsti æfingaleikur liðsins um síðustu helgi þegar spilað var gegn Stokkseyri á Selfossvelli. Hamar vann leikinn örruglega 3-0 og var markamaskínan Tómas Hassing með öll þrjú mörkin.

Liðið mun spila í Fotbolta.net mótinu sem hefst 4. febrúar á Selfossvelli þegar Tindastóll kemur í heimsókn.

Tómas Hassing byrjar árið með þrennu.

Gengið hefur verið frá ráðningu Liam Killa sem þjálfari meistaraflokks Hamars næstu tvö árin. Liam kom til liðsins sem leikmaður fyrir ári síðan. Liam er búsettur í Hveragerði ásamt unnustu og barni. 

Liam er að taka sín fyrstu skref í þjálfun en hefur verið að sækja þjálfaranámskeið hjá KSÍ og mun halda því áfram. Liam er reynslumikill leikmaður. Hann ólst upp í Swansea og kom upp úr akademíu þeirra. Liam hefur spilað sem atvinnumaður í Eistlandi og Færeyjum við góðan orðstír. Á Íslandi hefur Liam leikið með Haukum, Magna og Ægir áður en hann gekk til liðs við Hamar. Liam Killa er mikill leiðtogi innann vallar sem utan og er fyrirmynd fyrir aðra leikmenn.  

Stjórn knattspyrnudeildar Hamars eru gríðarlega ánægðir að fá Liam í starfið og eru miklar vonir bundnar við þennann unga og efnilega þjálfara. Æfingar hefjast í næstu viku og verður leikmannahópurinn skoðaður í kjölfar þess. Mikill metnaður er hjá félaginu að halda áfram þeirri uppbyggingu sem hefur verið að undanförnu. 

Aðalfundur knattspyrnudeildar verður haldin miðvikudaginn 19. október kl 20:00 í aðstöðuhúsinu við Hamarshöll.

Dagskrá:

  • Venjuleg aðalfundarstörf
  • Önnur mál

Stjórn knattspyrnudeildar.

Búið er að draga í happadrætti Herrakvöldsins. Margir glæsilegir vinningar voru í boði.

Vinningaskrá er hér að neðan.

Tryggvaskáli – Gjafabréf fyrir tvo í þriggja rétta máltið – 236

Skyrgerðin – Gjafabréf 10.000 kr – 311

Skyrgerðin – Gjafabréf 10.000 kr – 308

Hofland-setrið – Gjafabréf, pítsuveisla fyrir 4 – 263

Hofland-setrið – Gjafabréf, pítsuveisla fyrir 2 – 305

Hofland-setrið – Gjafabréf 5.000kr – 294

Bakpoki frá Wurth – 248

Bakpoki frá Wurth – 328

Bakpoki frá Wurth – 253

Laugasport 1. mánuður – 241

Laugasport 1. mánuður – 312

Laugasport 1. mánuður – 352

Hægt er að vitja vinninga hjá Ölla í Hamarshöll eða í síma 845-5900.