Nýjasti leikmaður Hamars kemur frá Víking Reykjavík og heitir Matthías Ragnarsson. Matthías er markmaður og er fæddur 1994.
Alex Birgir Gíslason er gengin til liðs við Hamar frá FH. Alex styrkir lið Hamars mikið í barátuni í sumar. Alex spilar sem hægri bakvörður og er fæddur 1994.
Hamri hefur hlotist mikill og góður liðstyrkur. Fyrst ber að nefna Gunnar Björn Helgason sem mun vera aðstoðarþjálfari Ingólfs Þórarinssonar. Gunnar Björn er markmaður og kemur frá HK og mun hann alfarið sjá um markmanns þjálfun. Því má bæta við að Gunnar Björn á fjölda unglingalandsliðsleiki að baki.
Næst ber að nefna Mario Torres Ferreira, Mario kemur frá Stálúlfi og er fæddur 1981. Mario getur spilað bæði bakvörð og vængmann.
Að lokum er það Mateusz Tomasz Lis, Mateusz kemur líka frá Stálúlfi og er fæddur 1992. Mateusz getur leist margar stöður en er þó aðallega framarlega á vellinum.
Hér er nýjasta útgáfan af Hamrinum, áhugasamir geta haft samband við Ævar 698 3706, Guðmund Þór 896 4368, Steinar 897 6220 eða haft samband í gegnum tölvupóst hamarinnaugl@gmail.com http://issuu.com/egumbrot/docs/hamarinn-05.12.2013
Hamarsmenn halda áfram að bæta leikmönnum í hópinn sinn. Lúðvíg Árni Þórðarson hefur skrifað undir félagaskipti frá Stokkseyri. Lúðvíg er fæddur árið 1992 og getur leyst flestar stöður á vellinum. Lúðvíg lékk 11 leiki fyrir Stokkseyri á síðasta tímabili.
Við bjóðum Lúðvíg Árna velkominn til okkar í Hveragerði.
Hér koma viðtöl við nokkra efnilega krakka í yngri flokkum Hamars.
Vadim er í 4.flokki.
Hvað er uppáhalds liðið þitt? Liverpool og Barcelona
Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn? Neymar
Hvað ertu búinn að æfa fótbolta lengi? 4 ár.
Afhverju ertu að æfa fótbolta? Það er svo rosalega skemmtilegt.
Hvað er skemmtilegast að gera á æfingum? Skotæfingar, tækniæfingar, sendingaæfingar og spila.
Óliver er í 6.flokki.
Hvað er uppáhalds liðið þitt? Manchester United og Real Madrid.
Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn? Cristiano Ronaldo.
Hvað ertu búinn að æfa fótbolta lengi? Ég byrjaði 4 eða 5 ára.
Afhverju ertu að æfa fótbolta? Það er svo gaman.
Hvað er skemmtilegast að gera á æfingum? Spila og gera tækniæfingar.
Janus Breki er í 7.flokki.
Hvað er uppáhalds liðið þitt? Hamar, Portúgal, Man Utd og Ítalía
Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn? Ronaldo, Nani, Robin Van Persie og Wayne Rooney.
Hvað ertu búinn að æfa fótbolta lengi? Ég veit það ekki, mjög lengi.
Afhverju ertu að æfa fótbolta? Til að verða betri í fótbolta.
Hvað er skemmtilegast að gera á fótboltaæfingum? Spila á risastóru mörkin.
Heikir Þór er í 8.flokki.
Hvað er uppáhalds liðið þitt? Manchester United og Hamar.
Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn? Ég sjálfur og Janus bróðir minn.
Hvað er skemmtilegast að gera á fótboltaæfingum? Skora mörk.
Hvað ætlar þú að vera þegar þú ert stór? Fótboltamaður.
Viðar Örn er í 5.flokki.
Hvað er uppáhalds liðið þitt? Barcelona og Liverpool.
Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn? Neymar, Messi og Daniel Sturridge.
Hvað ertu búinn að æfa fótbolta lengi? 5 ár.
Afhverju ertu að æfa fótbolta? Það er bara svo skemmtilegt.
Hvað er skemmtilegast að gera á fótboltaæfingum? Spila og gera tækniæfingar.
Síðastliðinn laugardag tók 7.flokkur þátt í fótboltamóti í Keflavík. Hamar og Ægir tefldu saman þrem liðum á mótinu. Margir voru að taka þátt í sínu fyrsta fótboltamóti. Krakkarnir sýndu lipra takta á mótinu og greinilegt að framtíðin er björt hjá þessum ungu fótboltasnillingum. Allir fengu svo verðlaunapening og pítsu í mótslok.
Þessir krakkar halda áfram að æfa af fullu krafti fyrir jólamót sem verður haldið í desember í Hamarshöll.
Hamarsmenn eru byrjaðir að æfa á fullu í Hamarshöllinni undir stjórn Ingólfs Þórarins. Tveir nýir leikmenn skrifuðu undir félagaskipti á dögunum.
Það eru þeir Sveinn Fannar Brynjarsson og Ævar Már Viktorsson. Sveinn Fannar er fæddur 1992 og kemur frá Árborg. Sveinn Fannar er uppalinn hjá Selfossi og spilaði 7 leiki með Árborg á síðasta tímabili. Ævar Már er fæddur 1995 og er því einnig gjaldgengur í 2.flokk. Ævar Már spilaði 12 leiki með KFR í 3.deildinni á síðasta tímabili.
Við bjóðum þessa efnilegu drengi velkomna til okkar í Hveragerði.
Það fóru allir glaðir heim eftir vel heppnað fótboltamót sem fór fram í Hamarshöll hjá s.l sunnudag.
Keppt var bæði í 6.flokki karla og kvenna.
Strákarnir hófu leik kl 10:00 og spiluðu fullt af leikjum til 13:00. Mikið af snilldartöktum voru sýnd á mótinu. Allir fengu að njóta sín og spila mikið. Aðalatriðið var að skemmta sér og spila fótbolta.
Stelpurnar byrjuðu svo kl 13:30 og spiluðu flottan fótbolta. Hamar og Ægir spiluðu í fyrsta sinn í sameiginlegu liði í 6.flokki kvenna. Margar stelpur voru að keppa á sínu fyrsta móti og stóðu þær sig ótrúlega vel.
Liðin sem tóku þátt í mótinu voru Selfoss, KFR, Leiknir R. og sameiginlegt lið Hamar og Ægir.
Við þökkum öllum sem tóku þátt í mótinu og þetta verður endurtekið aftur.