Nú er verið að leggja lokahönd á strandblakvöll í Hveragerði. Völlurinn er staðsettur við hlið sundlaugarinnar í Laugaskarði á skjólsgóðum og fallegum stað. Mun hann án efa verða lyftistöng þessarar ört vaxandi íþróttar á Íslandi.  

 

Aðalfundur blakdeildar var haldinn 24. jan. 2013 í aðstöðuhúsinu við Grýluvöll. Formaður var endurkjörinn Valdimar Hafsteinsson og Haraldur Örn BJörnsson var útnenfndur blakmaður Hamars, 2012. Sjá má nánar um aðalfundinn í eftirfarandi skjölum:

Skýrla stjórnar 2012

Ársreikningur 2012

Haraldur Örn blakmaður ársins 2012

Aðalfundargerð blakdeildar 2013

Hugrún Ólafsdóttir tók á móti viðurkenningunni, blakmaður Hamars á aðalfundi Íþróttafélagsins í gær. Hugrún er vel að titlinum komin og hefur einnig verið tilnefnd blakmaður HSK. Til hamingju með tilnefningarnar, Hugrún. 

Aðalfundur blakdeildarinnar var haldinn 9. febrúar 2012. Stjórnin er að mestu óbreytt Harpa Dóra Guðmundsdóttir tekur við af Bryndísi Sigurðardóttir sem gaf ekki kost á sér. Hugrún Ólafsdóttir var kosin blakmaður Hamars 2011. Með því að fylgja hlekknum er hægt að skoða skýrslu formanns, fundargerð og erindi um Hugrúnu (blakmanni ársins).

22. janúar síðastliðinn var mikill merkisdagur í blaki en þá unnir bræðurnir Hafsteinn og Kristján Valdimarssynir danska bikarmeistaratitilinn með liði sínu Marienlyst.  Leikurinn var frábær skemmtum og vann Marienlyst hitt stórliðið í Danmörku (Gentofte) 25-14, 21-25, 25-22 og 25-18. Hafsteinn var hrikalegur í hávörn Marienlyst og fékk hann mikið hrós af sérfræðingum danska sjónvarpsins.  

En þetta er bara áfangi hjá strákunum okkar þar sem Marienlyst tekur þátt í sterku norðurlandamóti næstu helgi og eftir það þarf að verja titil liðsins í deildinni.

Til hammingju strákar 

lid-500