Hamar sendi tvö kvennalið til leiks í HSK mótinu að þessu sinni. B-liðið lék á Hvolsvelli mánudaginn 25. nóv. og A-liðið lék í Hveragerði  miðvikudaginn 27. nóv.   Bæði lið áttu góða spretti og situr A-liðið í efsta sæti ásamt Dímon og UMFL1, sem öll eru með 7 stig.  Verður spennandi að fylgjast með seinni hlutanum í mars.  Bæði kvennaliðin skelltu sér svo á Fjallalambs-mót hjá Fylki laugardaginn 30. nóv.

Karlaliðið lék við Fylki í 1. deild, mánudaginn 25. nóv. og mátti þola tap 2-3 eftir hörkuspennandi viðureign. Hrinurnar fóru, 22-25, 25-21, 26-24, 20-25, 13-15.  Í annað sinn á skömmum tíma tapar Hamar í oddahrinu og verða drengirnir að bíta í skjaldarrendur í næsta leik.

Kvennalið Hamars tók þátt í fyrri turneringu á Íslandsmóti 3. deildar í Mosfellsbæ um liðna helgi. Lék liðið 5 leiki og vannst sigur í 4 og 1 tapaðist. Fjögur af þeim átta liðum sem þátt tóku eru mjög jöfn í efstu sætum og verður spennandi að fylgjast með stúlkunum í seinni hlutanum í febrúar. Nánri úrslit má sjá hér

Karlaliðið lék við Aftureldingu b í 1. deild, mánudaginn 11. nóv. og mátti þola tap 2-3 eftir hörkuspennandi viðureign. Hrinurnar fóru, 27-25, 19-25, 25-22, 13-25, 12-15.  Einnig fór fram fyrri hluti HSK móts karla í Hamarshöllinni, fimmtudaginn 14. nóv.,  þar sem Hamar tapaði tveim leikjum og vann einn. 

Myndir tók: Guðmundur Erlingsson,  sjá Hveragerði myndabær á Facebook.

  

Karlalið Hamars hefur leikið 2 leiki í 1. deild í blaki. Laugardaginn 19. okt var leikið við Skellur á Ísafirði og endaði leikurinn 1-3 fyrir Hamar.  Hamar vann 2 fyrstu hrinurnar nokkuð örugglega, en í þeirri þriðju var eins og slakað væri heldur mikið á og gengu Ísfirðingar á lagið og mörðu sigur 26-24. Fjórða hrina va r svo eign Hamar og vannst örugglega og þar með leikurinn.  Í kvöld, mánudag, var svo leikið gegn Hrunamönnum á heimavelli og lauk þeim leik með sigri Hrunamanna 0-3.  Hrinurnar voru allar nokkuð jafnar en herlsumuninn vantaði hjá Hamri til að klára verkið og þar með gengu Hrunamenn á lagið.  Enda Hamarsmenn þreyttir eftir langferð til Ísafjarðar um helgina.

  

A-lið Hamars kvenna gerði góða ferð á árlegt hraðmót HSK í blaki sem fram fór 7. október á Laugarvatni.  Kvennaliðið vann alla sína leiki og vann mótið nokkuð örugglega. Hamar sendi einnig B-lið til leiks og stóðu þær sig með ágætum þótt ekki kæmu verðlaun í hús að þessu sinni. Karlakeppnin fór svo fram þann 10. okt. og var silfrið hlutskipti Hamarspilta, en Hrunamenn hirtu gullið.  

Krakka og unglingablak

Seinasta vetur bauð blakdeild Hamars uppá blakæfingar fyrir krakka og unglinga. Um 25 krakkar komu á æfingar og skipt var í eldri og yngri hóp.

Í vetur býður Blakdeild Hamars uppá aftur uppá æfingar í tveimur aldursflokkum á eftirfarandi dögum:

Mánudaga og miðvikudaga í Hamarshöllinni:
15:00-16:00- 11 ára og yngri  (3. og 4. flokkur)
16:00-17:00- 12 ára og eldri   (5. og 6. flokkur)

 

Æfingar hefjast mánudaginn 9. september.

Þjálfari í vetur er Guðbergur Egill Eyjólfsson. Guðbergur Egill lék blak með HK, ÍS og KA og með landsliðum Íslands 1990-1999.  Hann varð m.a. nokkrum sinnum Íslands- og bikarmeistari með HK og ÍS. Guðbergur er nýfluttur í Hveragerði og mun jafnframt þjálfa meistaraflokka Þróttar í Reykjavík, karla og kvenna. Netfang þjálfara: hleskogar@hleskogar.is. Gsm : 863-3112

 

Blak er  skemmtileg íþrótt sem stunduð er um allt land.  

Opnir kynningatímar verða í byrjun og svo skráning á skráningardegi sem auglýstur verður síðar.

Nánari upplýsingar má sjá á www.hamarsport.is/blak.

Verið velkomin á blakæfingu.

 

Í eftirfarandi linkum á Youtube má sjá blak í sinni bestu mynd:

Brazil wins Women’s London 2012 Olympics: http://www.youtube.com/watch?v=mpRxavivngI

Mens volleyball final London Olympics 2012:  http://www.youtube.com/watch?v=ovujPi4vUQ4

Hamarskonurnar Ásdís Linda Sverrisdóttir og Ragnheiður Eiríksdóttir tóku þátt í Íslandsmótinu í strandblaki dagana 23.-25.ágúst.  Náðu þær að komast í 8 liða úrslit í B deild. Stóðu þær sig með sóma þrátt fyrir rigningasudda og ekki alveg strandveður.

 

Fimmta stigamót sumarsins fór fram í Hveragerði 10. og 11.ágúst sl.  en þetta er í fyrsta sinn sem stigamót er haldið á völlum Hamarsmanna við sundlaugina í Laugarskarði. Fjöldi liða var mjög mikill þannig að spila þurfti eftir útsláttarfyrirkomulagi til að koma mótinu fyrir á einum og hálfum degi.

Í B-flokki kvenna voru 12 lið skráð til leiks, í A-flokki kvenna voru 8 lið. Í karlaflokki skráðu 3 lið sig í B-flokk og 6 í A-flokk. Flokkarnir voru sameinaðir í A-flokk með 9 liðum.

Margir jafnir og skemmtilegir leikir áttu sér stað bæði í karla- og kvennaflokkum og greinilegt að liðin eru að gera sig klár fyrir Íslandsmótið sem fram fer dagana 22. – 25. ágúst.

Vellirnir í Hveragerði eru á besta stað við sundlaug bæjarins. Þó nokkur renningur var af áhorfendum sem skemmtu sér konunglega. Ljósmyndari frá Hveragerði var á staðnum og tók margar skemmtilegar myndir. Hlekkir í þær myndir eru hér neðst á síðunni.

Úrslit urðu eftirfarandi:

Kvennaflokkur B-deild
1. sæti – Heiðbjört Gylfadóttir og Matthildur Einarsdóttir (HK)
2. sæti – Mundína Kristinsdóttir og María Ingimundardóttir (UMFA)
3. sæti – Þóra Hugosdóttir og Anna María Torfadóttir

B-deild konur: F.v. Mundína, María, Matthildur, Heiðbjört, Þóra og Anna María

B-deild konur: F.v. Mundína, María, Matthildur, Heiðbjört, Þóra og Anna María

 

 

 

 

 

 

 

Kvennaflokkur A-deild
1. sæti – Fríða Sigurðardóttir og Karen Björg Gunnarsdóttir (HK)
2. sæti – Natalía Rawa og Mariam Eradze (HK)
3. sæti – Berglind Gígja Jónsdóttir og Guðbjörg Valdimarsdóttir (HK)

Karlar: F.v. Kristján, Hafsteinn, Alexander, Ingólfur, Arnar og Aðalsteinn

A-deild konur: F.v. Natalia, Mariam, Karen, Fríða, Gerglind og Guðbjörg

 

 

 

 

 

 

 

 

Karlaflokkur
1. sæti – Ingólfur Hilmar Guðjónsson og Alexander Stefánsson (HK)
2. sæti – Kristján Valdimarsson og Hafsteinn Valdimarsson (Hamri)
3. sæti – Aðalsteinn Eymundsson og Arnar Halldórsson (HK)

Karlar: F.v. Kristján, Hafsteinn, Alexander, Ingólfur, Arnar og Aðalsteinn

Karlar: F.v. Kristján, Hafsteinn, Alexander, Ingólfur, Arnar og Aðalsteinn

 

 

 

 

 

 

 

Hér má sjá myndir sem teknar voru af ljósmyndara Hvergerðinga
https://www.facebook.com/permalink.php?story_fbid=154552244739743&id=100005549041816
https://www.facebook.com/permalink.php?story_fbid=154544711407163&id=100005549041816
https://www.facebook.com/permalink.php?story_fbid=154527398075561&id=100005549041816
https://www.facebook.com/permalink.php?story_fbid=154520794742888&id=100005549041816
https://www.facebook.com/permalink.php?story_fbid=154298151431819&id=100005549041816

Hin þroskaða blaklið Hamars gerði sér lítið fyrir í fyrsta leik Íslandsmótsins í 2. deild að sigra ungviðið í HKb. Leikurinn fór illa af stað fyrir Hamarsmenn sem voru lengi í gang og töpuðu fyrstu tveimur hrinunum. Þá fór gamla díslilvélin að malla og Hamar vann næstu þrjár hrinur og þar með leikinn 3-2.  Góð byrjun hjá Hamri sem mætir Fylki í næsta leik á útivelli.

Kvennalið Hamars tók þátt í fyrstu turneringu af þremur í Íslandsmóti 4. deildar á Laugarvatni um helgina. Liðið lék 5 leiki, sigraði Álftanes b og Laugdæli en tapaði fyrir HK f, Dímon og Snæfelli. Ágætur árangur hjá stelpunum.

Nr. Félag Leik Hrinur Stigaskor Hlutfall Stig
1 Umf. Hrunamenn 5 93 271202 3.001.34 12
2 Snæfell 5 93 269228 3.001.18 12
3 Dímon-Hekla 5 74 233204 1.751.14 10
4 Álftanes B 5 76 250256 1.170.98 8
5 Hamar 5 46 196225 0.670.87 6
6 UMFL 5 47 226248 0.570.91 5
7 HK F 5 48 220250 0.500.88 5
8 HK E 5 29 202254 0.220.80 2
Dags Heimalið Útilið Hrinur Skor
Laugardagur 3. nóvember 2012 UMFL Snæfell 0 – 2 20-25, 21-25
Laugardagur 3. nóvember 2012 Umf. Hrunamenn Álftanes B 1 – 2 22-25, 25-15, 10-15
Laugardagur 3. nóvember 2012 HK E HK F 2 – 1 23-25, 25-22, 15-7
Laugardagur 3. nóvember 2012 Hamar Dímon-Hekla 0 – 2 14-25, 19-25
Laugardagur 3. nóvember 2012 HK E UMFL 0 – 2 21-25, 22-25
Laugardagur 3. nóvember 2012 HK F Umf. Hrunamenn 0 – 2 17-25, 7-25
Laugardagur 3. nóvember 2012 Álftanes B Hamar 0 – 2 23-25, 11-25
Laugardagur 3. nóvember 2012 Dímon-Hekla Snæfell 1 – 2 15-25, 25-21, 10-15
Laugardagur 3. nóvember 2012 UMFL Álftanes B 2 – 1 25-17, 23-25, 15-13
Sunnudagur 4. nóvember 2012 Hamar HK F 0 – 2 11-25, 18-25
Sunnudagur 4. nóvember 2012 Snæfell Umf. Hrunamenn 1 – 2 23-25, 26-24, 7-15
Sunnudagur 4. nóvember 2012 HK E Dímon-Hekla 0 – 2 20-25, 9-25
Sunnudagur 4. nóvember 2012 HK F Álftanes B 1 – 2 25-16, 18-25, 10-15
Sunnudagur 4. nóvember 2012 UMFL Dímon-Hekla 0 – 2 13-25, 18-25
Sunnudagur 4. nóvember 2012 Umf. Hrunamenn HK E 2 – 0 25-15, 25-19
Sunnudagur 4. nóvember 2012 Snæfell Hamar 2 – 0 25-18, 25-16
Sunnudagur 4. nóvember 2012 Álftanes B HK E 2 – 0 25-16, 25-17
Sunnudagur 4. nóvember 2012 Hamar UMFL 2 – 0 25-20, 25-21
Sunnudagur 4. nóvember 2012 Snæfell HK F 2 – 0 25-14, 27-25
Sunnudagur 4. nóvember 2012 Dímon-Hekla Umf. Hrunamenn 0 – 2 14-25, 19-25

Björn Þór Jónsson hefur verið ráðinn þjálfari blakliða Hamars, kvenna og karla, veturinn 2012-2013. Björn Þór er Hamarsmönnum að góðu kunnur en hann hefur leikið með karlaliðinu undanfarin ár. Björn hefur þegar hafið störf og mikil gróska er þegar farin að sjást í starfi hans, þar sem mikil fjölgun iðkennda er í kvennaflokki deildarinnar. Býður blakdeild Hamars Björn Þór velkominn til starfa.