Til hamingju kæru foreldrar!!! Badmintondeild Hamars var að vinna Foreldrastarfsbikar HSK 2019 fyrir öflugt foreldrastarf. Þið eigið sérstakt hrós skilið. Þið fylgið börnunum á mótin með hittingi og kaffi á Shell oft eldsnemma á morgnana. Aðstoðið yngstu keppendurna að telja stigin sín á völlunum, setjið upp Kjörísmótið okkar, mannið sjoppuvaktirnar, smyrjið brauð og bakið vöfflur. Mætið svo í fjölskyldutíma og spilið með börnunum ykkar eða mætið sum í lok æfingar og takið þátt í runu eða skotbolta. Mætið svo í fullorðinstímana ef þið viljið kynnast íþróttinni betur og svo keppum við öll saman í HSK mótinu á vorin í öllum aldursflokkum. Án ykkar væri deildin ekki eins öflug og hún er í dag. TAKK!!

Eitt silfur kom með í Hveragerði eftir helgina. Íslandsmeistaramótinu var frestað síðan í vor og gátu því ekki allir keppendur úr Hamri verið með sem höfðu ætlað sér það. Íslandsmeistarar í tvenndarleik A-flokki eru Gústav Nilsson og Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir bæði úr TBR. Þau mættu Agli Sigurðssyni TBR og Hrund Guðmundsdóttur Hamar. Unnu Gústav og Guðbjörg 21-18 og 21-11.

Margrét Guangbing Hu spilaði í undanúrslitum í öllum greinum í B-flokki en vantaði bara herslumuninn að komast áfram í úrslitaleikina. Vonandi verður svo næsta Meistaramót Íslands áfram á sínum stað í apríl 2021 með fleira fólk úr Hamri í öllum greinum.

Gústav, Guðbjörg, Egill og Hrund

Aðalfundur Badmintondeildar Hamars verður haldinn miðvikudaginn 29. janúar kl. 18-19 í fundarherbergi Hamars (inngangur við Crossfit Hengil).

Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.

Allir foreldrar og aðrir sem hafa áhuga á starfsemi Badmintondeildar eru hvattir til að mæta

Kveðja,
Stjórn Badmintondeildar.

Um helgina fór Unglingameistaramót Íslands fram í TBR húsunum við Gnoðavog. Þarna áttust við bestu badmintonkrakkar landsins og átti Hamar 10 keppendur af 143 og komust átta þeirra í undanúrslit og tveir keppendur í úrslit. Keppni var hörð og fóru margir leikirnir í oddalotur og var mikil barátta um að komast á verðlaunapall. 
Margrét Guangbing Hu sigraði í tvíliðaleik í flokknum U15 Meyjar, ásamt Maríu Rún Ellertsdóttur frá ÍA og sömueiðis fékk Margrét silfur í einliðaleik A-flokk U15 Meyjar. Úlfur Þórhallsson sigraði einliðaleik í flokknum U11 Snáðar. Innilega til hamingju með frábæran árangur krakkar.

Úlfur Þórhallsson
Margrét Guangbing Hu

Aðalfundur Badmintondeildar Hamars verður haldinn laugardaginn 16. febrúar kl. 13 – 14 í fundarherbergi Hamars (inngangur við Crossfit Hengil).

Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.

Allir foreldrar eru hvattir til að mæta

Kveðja,
Stjórn Badmintondeildar.

Hamar hafði sigur eftir æsispennandi stigakeppni við Þór og Dímon á HSK móti barna og unglinga sem fram fór í Þorlákshöfn í dag. Margrét Guangbing Hu og Valgarð Ernir Emilsson urðu tvöfaldir HSK meistarar í U15 og U17 flokki. Hamar átti tíu keppendur í U11 sem kepptu ekki til stiga í mótinu en allir fengu marga góða og spennandi leiki og öll fengu þátttökuverðlaun í lokin.

 

 

Tinna Helgadóttir og Atli Jóhannesson landsliðsþjálfarar hafa valið Margréti Guangbing Hu frá Hamri í unglingalandslið Íslands í badminton. Þau tilkynntu í september þá 26 keppendur frá fimm félögum í U3 – U17 landsliðið sem reglulega mun taka þátt í æfingabúðum í Reykjavík auk þess sem keppendur verða valdir í mót erlendis. 

 

Lilja sigurvegari í U15 og Margrét með silfrið

 

Hamar átti að þessu sinni þrjá keppendur í U15 – U17 flokki á fyrsta A móti unglinga í badminton sem fram fór í TBR húsunum 22.september sl.
Keppt var í riðlum í einliðaleik og var hreinn útsláttur í tvíliða- og tvenndarleikjum. 

Öll fengu þau jafna og erfiða leiki enda er þetta A-flokks mót og keppni því mjög hörð. Margrét Guangbing Hu komst í úrslit  í einliðaleik og endað með silfur í sínum flokki.

Nánari úrslit má sjá hér:

https://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=3CD44A8C-8B5D-4C0D-A8CA-D161A906A1AE

Badmintondeild Hamars hefur hafið starfsemi og er opið fyrir skráningu iðkenda á Nóra . Þjálfarar deildarinnar eru þrír í ár og bjóðum við nýjasta þjálfarann hjartanlega velkomin en það er Erla Kristín Hansen sem mun sjá um yngstu iðkendurnar ásamt öðrum verkefnum fyrir deildina. Er hún góð viðbót við frábært þjálfarateymi okkar þau Hrund Guðmundsdóttur og Sigurð Blöndal sem munu sinna eldri iðkendum að mestu ásamt öðrum verkefnum deildarinnar.

Æfingar eru hafnar og er öllum frjálst að koma endurgjaldslaust á æfingar til 16. september nk. en þá þurfa allir að hafa skráð sig í Nóra til að æfa með okkur.

Börnum í 3. bekk í grunnskóla er boðið að æfa með okkur endurgjaldslaust allt árið auk þess sem deildin mun halda áfram að bjóða upp á ókeypis sunnudagstíma kl. 11.00-13.00 alla sunnudaga í Hamarshöll sem allir eru velkomnir í.

Æfingagjöld fyrir árið eru:

1.-2. bekkur 26.000 kr
3. bekkur Frítt
4.-10 bekkur 36.000 kr
Yngri en 19 ára 36.000 kr
Fullorðnir Stakur tími (1.000 kr)
10 tíma klippi kort (9.000 kr)
Allt árið (45.000 kr)

Æfingatímar haust 2018

Æfingatímar haust 2018

Mánudagar: 17.30 – 19.00    4. – 6. bekkur (Hamarshöll)
Mánudagar: 18.30 – 20.00 – 21.30   7. – 10. bekkur (Hamarshöll)
Mánudagar: 20.00 – 21.30 – 21.30   Karlatímar (Hamarshöll)

Þriðjudagar: 13.10 – 13.55   1. bekkur (Skólamörk)
Þriðjudagar: 14.00 – 14.45   2.- 3. bekkur (Skólamörk)
Þriðjudagar: 17.15 – 18.45   4. – 6. bekkur (Hamarshöll)
Þriðjudagur: 18.15 – 19.45 7. – 10.bekkur (Hamarshöll)
Þriðjudagar: 20.00 – 21.30   Kvennatími (Hamarshöll)

Miðvikud. 19.30 – 21.00 Trimmtími – Karlar & konur (Hamarshöll)

Fimmtudagar: 17.15 – 18.30   7. – 10. bekkur (Hamarshöll)

Föstudagar: 14.00 – 14.45  1. bekkur (Skólamörk)
Föstudagar: 14.45 – 15.30  2.- 3. bekkur (Skólamörk)
Föstudagar: 15.30 – 17.00  4. – 6. bekkur (Skólamörk)

Sunnudagar: 11.00 – 13.00 Fjölskyldutími (Hamarshöll)

Bankaupplýsingar Badmintondeildar:
kt. 470298-2199 og rkn 0314-26-000356