Blakdeild Hamars hefur samið við hinn pólska Jakub Madej um að leika með karlaliði félagsins á komandi tímabili.

Hamar samdi nýverið við Damian Sapór, pólskan uppspilara, og bætir nú við sig öðrum pólskum leikmanni. Jakub er rúmlega tvítugur og hefur leikið í Póllandi og Þýskalandi. Hann er sterkur varnarlega og kemur til með að hjálpa liðinu gríðarlega í vörn og móttöku.

Móttaka og uppspil liðsins virðist nú vera í góðum höndum og þessir tveir leikmenn gætu því orðið mikill fengur fyrir Hamarsmenn sem ætla sér stóra hluti á sína fyrsta tímabili í efstu deild.

Heimamennirnir Hafsteinn og Kristján Valdimarssynir munu gefa liðinu kraft í sókn og hávörn svo sem Radoslaw Rybak og Hilmar Sigurjónsson. Radoslaw er einnig yfirþjálfari Hamars og er hann sá helsti sem er að velja leikmenn í leikmannahópinn félagsins en bæði stjórn og leikmenn ætla sér stóra hluti næsta vetur.

Hamar mun tefla fram þremur liðum í meistaraflokki í blaki á komandi leiktíð. Karlaliðum í úrvals-, og 1. deild og eitt kvennalið.

ÁFRAM HAMAR!

Leikmannahópur nýliða Hamars í úrvalsdeildinni í blaki hefur nú styrkst til muna en félagið hefur gert samning við pólskan uppspilara, Damian Sąpór.

Damian er 29 ára  og hefur spilað blak frá unga aldri og varð m.a. meistari ungmenna (U21) árið 2011 með liði sínu Czarni Radom. Damian hefur síðan spilað í 2. deild í Póllandi en blakhefðin þar er afar sterk og er styrkleiki deildarkeppninnar eftir því. Það verður því gaman að sjá hvernig Damian spjarar sig í úrvalsdeildinni hér heima á komandi leiktíð.

Úrvalsdeildarráð Hamars vinnur nú hörðum höndum að því að koma lokamynd á leikmannahóp félagsins fyrir næstu leiktíð.  Áður er félagið búið að semja við þá Kristján og Hafstein Valdimarssyni, landsliðsmennÍslands í blaki, en frekari frétta er að vænta af leikmannamálum liðsins á næstu dögum.

Mbk. Kristín Hálfdánardóttir, fjölmiðlafulltrúi Blakdeildar Hamars

Mynd: Damian Sąpór, uppspilari í úrvaldseild Hamars

Hamar í Hveragerði undirritaði í kvöld samninga við þjálfara og 2 leikmenn fyrir úrvalsdeildarlið félagsins í blaki fyrir komandi tímabil.Radoslaw Rybak (Radek) mun þjálfa liðið, en hann er frá Póllandi, einni öflugustu blakþjóð heims.  Hann er gríðarlega reynslumikill, bæði sem leikmaður og þjálfari og á meðal annars að baki 17 ára feril í efstu deild í heimalandinu auk fjölda landsleikja þar sem eftirminnilegust er þátttaka hans á Ólympíuleikunum í Aþenu, 2004. Radek mun einnig sinna annarri þjálfun, karla og kvenna, hjá félaginu næstkomandi vetur.
Það er Hamarsfólki einnig mikil ánægja að kynna til leiks þá Hafstein og Kristján Valdimarssyni. Hafsteinn og Kristján eru uppaldir í Hveragerði en hófu blakferilinn hjá KA þegar þeir stunduðu nám við Menntaskólann á Akureyri. Að námi loknu héldu þeir utan í atvinnumennsku, þar sem þeir hafa spilað þar til nú við góðan orðstýr. Kristján kemur frá Tromsø í Noregi og Hafsteinn frá Calais í Frakklandi þar sem þeir hafa leikið undanfarin ár. Þeir eiga fjölda landsleikja að baki fyrir A-landslið Íslands en nú er loksins komið að því að spila einnig fyrir heimabæinn. Hamarsfólk er stórhuga fyrir komandi vetur og mikil spenna ríkir fyrir fyrsta úrvalsdeildarliði félagsins í blaki.
Aftari röð, Kristján-HafsteinnFremri röð, Barbara Meyer formaður blakdeildar, Radoslaw Rybak þjálfari og Valdimar Hafsteinsson formaður úrvalsdeildarráðs.
Bkv, fyrir hönd blakdeildar HamarsKristín H. HálfdánardóttirS: 892-6478

Frá og með 4. Maí getum við aftur hafið æfingar hjá yngri flokkum kkd. Hamars. Þar sem langt hlé hefur verið á æfingum þá munu æfingar standa lengur en fyrri ár og munu allir yngri flokkar æfa út maí mánuð. Æfingatímar verða þeir sömu og voru í vetur en þá má sjá hér að neðan.

Með körfubolta kveðju Daði Steinn yfirþjálfari yngri flokka Hamars.

Æfinagtímar í Maí 2020

Micro bolti 2012-2013 / 1.-2. Bekkur Þjálfari Geir Helgason

Mánudagar kl 13:30-14:10

Miðvikudagar kl 14:10-14:50

Föstudagar kl 13:50-14:30

Micro bolti 2010-2011 / 3.-4. BekkurÞjálfari Daði Steinn Arnarsson og Haukur Davíðsson

Miðvikudagar kl 14:50-15:40

Fimmtudagar kl 14:10-15:00

Föstudagar kl 13:00-13:50

Minni bolti 2008-2009 / 5.-6. Bekkur – Þjálfari Hallgrímur Brynjólfsson

Mánudagar kl 16:00-17:00

Miðvikudagur kl 17:00-18:00

Fimmtudagur kl 17:40-18:40

7-8 flokkur 2006-2007 / 7.-8. Bekkur – Þjálfari Daði Steinn Arnarsson

Mánudagar kl 14:50-16:00

Þriðjudagar kl 16:00-17:30

Fimmtudagur kl 15:00-16.10

Föstudagar kl 16:00-17:30

9-10 flokkur 2004-2005 / 9.-10. Bekkur – Þjálfari Þórarinn Friðriksson

Mánudagar kl 17:00-18:30

Þriðjudagar kl 17:30-19:00

Miðvikudagar kl 15:40-17:00

Fimmtudagar kl 16:10-17:40

Sukanya Thangwairam var kosin blakmaður Hamars. Hún er ung og efnileg og spilar sem liberó. Súka hefur tekið miklum framförum í vétur. Hún er jákvæð og skemmtileg. Hún stóð sig afar vel í mikilvægum leik í deildarkeppninni í 3. d. kvenna og á mikla framtíð fyrir sér á blakvellinum. Stjórnin óskar Suku innilega til hamingju með árangurinn.

Blakmaður ársins 2020. Mynd Sandra Björg Gunnarsdóttir.
F.v. Roberto Guarino, blakþjálfari Hamars, Sukanya Thangwairam, blakmaður ársins og Barbara Meyer, formaður blakdeildar.

Blakstjórn 2022

Á aðalfundi Blakdeildar Hamars þann 28.2.2022 var kosin ný stjórn. Barbara gaf ekki kost á sér áfram sem formaður auk þess sem allir stjórnamenn stigu til hliðar. Ný stjórn Blakdeildar Hamars var kosin og í henni eru:

Hafsteinn Valdimarsson, formaður

Bryndís Sigurðardóttir, Guðmundur Vignir Sigurðsson, Hilmar Sigurjónsson og Matthea Sigurðardóttir.

Blakstjórn 2021

Öll stjórnin gaf kost á sér áfram.

Blakstjórn 2020

Tveir nýir einstaklingar tóku sæti í stjórn Blakdeildar Hamars á dögunum. Fráfarandi stjórnarmenn eru Hugrún Ólafsdóttir, sem jafnframt var gjaldkeri og Hermann Ólafsson meðstjórnandi. Í stjórn gengu Anna Mazurek og Ingi Björn Ingason sem meðstjórnendur. Barbara Meyer er áfram formaður og auk henni sitja áfram í stjórn Andri Þorfinnur Ásgeirsson, sem var einnig kosinn gjaldkeri og Greta Sverrisdóttir meðstjórnandi.

Stjórnamenn blakdeildarinnar Hamars 2020: f.v.: Andri Þ. Ásgeirsson, gjaldkeri, Ingi B. Ingason meðstjórnandi, Barbara Meyer formaður, Greta Sverrisdóttir, meðstjórnandi og Anna K. Mazurek meðstjórnandi.