Karlalið Hamars í blaki tryggði sér í kvöld nafnbótina meistari meistaranna þegar liðið sigraði Aftureldingu í Meistarakeppni Blaksambandsins. Hamarsmenn, sem urðu bikar, deildar og Íslandsmeistarar á síðustu leiktíð unnu leikinn örugglega 3-0 (25-17, 25-20 og 25-20). Hamar samdi nýlega við alla lykilleikmenn síðustu leiktíðar og til viðbótar lék nýr leikmaður félagsins, Tomek Leik, sinn fyrsta leik með liðinu í kvöld. Hamarsmenn virðast koma vel undan sumri og ljóst að andstæðingarnir í vetur þurfa að hafa sig alla við ef þeir ætla að ná stigum af Hvergerðingum.
Kæru iðkendur, foreldrar og gestir
Með þessum pósti tilkynni ég að það er iðkandi á meðal okkar sem er með bráðaofnæmi fyrir öllum tegundum af hnetum og möndlum. Jarð-, pekan-, pistasíu-, kasjú-, furu-, val-, macadamian- og valhnetur eru allar sérstaklega hættulegar.
Þetta hefur í för með sér að þeir sem eru vanir að vera með nesti sem innihalda einhverja af þessum hnetutegundum þurfa að breyta því og sleppa að koma með þær vörur í íþróttamannvirki Hveragerðisbæjar.
Nemandinn fær öndunarerfiðleika sem valda mikilli vanlíðan, veikindum og jafnvel andláti.
Ef einhver hefur borðað hnetur heima eða utan við íþróttahús/sundlaug/hamarshöll þarf sá hinn sami að passa að þvo hendur vel áður en komið er inn.
Þeir sem eru með hnetu eða annað ofnæmi þurfa að passa sig vel en þeir þurfa líka að treysta á okkur hin til að geta stundað íþróttir.
Gangi okkur öllum vel.
Bestu kveðjur,
Jóhanna
Jóhanna M. Hjartardóttir
menningar- og frístundafulltrúi
Hveragerðisbæjar
Sunddeild Hamars óskar Snæfríði Sól Jórunnardóttur innilega til hamingju með þann stórkostlega árangur að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Tókýó sem hefjast á morgun.
Snæfríður Sól byrjaði ung að árum að iðka sundið af kappi hér í sunddeildinni í Hveragerði undir stjórn Magnúsar Tryggvasonar þjálfara. Þegar hún var 11 ára flutti hún til Danmerkur og hefur æft sund þar.
Við leyfum okkur að vitna í fyrrverandi formanns sundeildarinnar, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, sem ásamt fleiri foreldrum endurvakti sunddeildina árið 2004 en þá hafði sunddeildin legið í dvala í þónokkur ár. Guðrún rifjaði upp að Snæfríður Sól var ein af fyrstu iðkendum sunddeildarinnar þarna og varð strax mjög efnileg. Hún vakti ekki síður athygli fyrir persónuleika sinn og var strax mjög metnaðarfull, kvartaði aldrei yfir æfingunum og sýndi mikla staðfestu. Þannig eiginleikar fleyta fólki langt!
Og nú hefur Sunddeild Hamars eignast hlutdeild í sínum fyrsta stórafreksmanni og það er ekki lítið.
Við óskum enn og aftur Snæfríði Sól innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur og hlökkum til að fylgjast með henni á Ólympíuleikunum. Þar verður hún fánaberi Íslands ásamt Antoni Sveini Mckee og er þetta í fyrsta sinn sem fánaberar þátttökuþjóðanna verða tveir. Þau mun ganga fyrst inn á leikvanginn á eftir gríska hópnum sem alltaf gengur fyrstur inn á leikvanginn á öllum Ólympíuleikum og flóttamannaliði Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC Refugee Olympic Team). Farið er eftir japanska stafrófinu og þess vegna raðast Ísland fremst þjóða.
Setningarathöfnin hefst kl. 11 á morgun, föstudaginn 23. júlí.
Fyrir áhugasama þá mun Snæfríður Sól synda 200 m skriðsund þann 26. júlí kl. 9:55 – 12:30 og verður það sýnt beint á RÚV. Hún syndir svo 100 m skriðsund þann 28. júlí kl. 9:55 – 12:20 og verður það sýnt beint á RÚV2.
Við sendum henni góða sundstrauma héðan frá Hveragerði alla leið til Tókýó.
Það segir sig sjálft, að þegar íþróttalið keppi í meistaraflokki að það krefst mikla vinnu og framlag. Bæði frá leikmönnum, þjálfara, aðstoðafólkinu og sjálfboðaliðum. Því hef ég haft lítinn tíma til að senda inn reglulega fréttir en við höfum verið á netinu og í fjölmiðlum, þannig það ætti ekkiað hafa farið framhjá neinum, að HAMAR tók þrennuna á sínu fyrsta ári í úrvalsdeild. Við unnum alla leiki og hömpuðum alla titla.
DEILDARMEISTARAR – BIKARMEISTARAR- ÍSLANDSMEISTARAR.
Það er búið að hlaða yfir okkur blómum og hamingjuskeytum og er ég endalaus snortin og þakklát hvað þið eruð allir að fagna svo innilega með okkur. ÖLL vinnan í kringum blakið hefur skilað sér og núna er smá spennufall og við erum að reyna að njóta velgengni.
ÍSLANDSMEISTARAR 2021
Bikarmeistarar 2021
Kæra þakkir til ykkar allra sem studdu okkur í gegnum tímabilið, sérstaklega vil ég þakka sjálfboðaliðum sem mættu til að starfa á leiki. Án ykkar hefði þessi árangur ekki orðin til.
VIÐ ERUM EIN BLAKFJÖLSKYLDA!
Til hamingju með árangurinn við öll. ÁFRAM HAMAR.
Mbk,
Barbara Meyer, formaður Blakdeildar Hamars
Í dag kl. 13:45 verður ritað nýtt blað í sögu knattspyrnufélagsins Hamars í Hveragerði þegar fyrsti leikur sumarsins gegn Uppsveitum verður í beinu streymi á netinu. Hingað til hefur það tíðkast að knattspyrnufélög á Íslandi hafi verið að streyma sínum leikjum. Nú er komið að knattspyrnudeild Hamars.
Hamar ásamt Lagnaþjónustunni og Kjörís, dyggum styrktaraðilum félagsins – kynna knattspyrnuleik frá Grýluvelli í Hveragerði í dag fimmtudag, uppstigningardag. Fyrir þá sem ekki komast hvetjum við alla til að fylgjast með leiknum í lifandi streymi með því að nálgast leikinn í opinni útsendingu án endurgjalds. Hægt að nálgast leikinn hér
4. deild karla Hamar – ÍBU Grýluvöllur Fimmtudagur 13. Maí KL 14:00
Múrþjónusta Helga Þ, Set, Raftaug og Ölverk styrkja sömuleiðis við gerð útsendingarinnar.
Álftanes og Hamar áttust við í Mizunodeildinni í blaki í kvöld.
Gestirnir mættu vel stemmdir til leiks og var fyrsta hrinan jöfn og spenrnandi. Upphækkun þurfti til að útkljá sigurvegara en Hamarsmenn unnu hrinuna að lokum með 29 stigum gegn 27.
Í hrinu tvö voru leikmenn Álftaness komnir á bragðið. Þeir náðu 5-1forystu áður en Hamarsmenn vöknuðu til lífsins en eftir það hrinan jöfn og hörkuspennandi en frumkvæðið var Álftanessmanna. Hamarsmenn náðu þó að lokum að jafna leikinn 18-18 og unnu hrinuna 25-22.
Eftir þetta virtist allur vindur úr Álftanesmönnum og Hamar vann þriðju hrinuna örugglega 25 – 17 og leikinn þar með 3-0.
Hamarsmenn sitja því enn taplausir á toppi deildarinnar með fullt hús stiga.
Radoslaw Rybak var valinn maður leiksins (MVP). Næsti leikur verður á sunnudaginn þegar Hamar mun taka á móti Vestra frá Ísafirði. Leikurinn hefst klukkan 13 og verður sýndur á streymisrás Blaksambands Íslands.
Mynd : Bryndís Sigurðardóttir – Hamar skorar stig í hávörn
Mynd: Kristín Hálfdánardóttir – Hamarsmenn fagna stigi gegn Álftanesi í kvöld: