FUNDARBOÐ
Íþróttafélagið Hamar heldur aðalfund í Grunnskólanum í Hveragerði
Mánudaginn 11. mars 2024 kl. 20:00
Fundarefni:
- Fundur settur.
- Kosinn fundarstjóri og fundarritari.
- Farið yfir ársskýrslu félagsins.
- Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins til samþykktar.
- Umræður um skýrslu formanns og gjaldkera og reikningar félagsins bornir upp til samþykktar.
- Verðlaunaafhending og kjör íþróttamanns Hamars.
- Lagabreytingar.
- Gjaldkeri leggur fram fjárhagsáætlun aðalstjórnar til samþykktar og deilda til staðfestingar.
- Stjórnarkjör.
- 10.Skoðunarmenn kosnir.
- 11.Önnur mál.
Verið velkomin
Stjórnin
Gleðilegt nýtt ár! Það eru væntanlega ófáir sem hafa strengt þess heit eftir konfektgraðk jólanna að huga að heilsunni, og því ekki úr vegi að kíkja í ræktina hér í heimabyggð.
Skráning í Laugasport og Hamarsport fer fram í gegnum Sportabler – Laugasport hér – Hamarsport hér.
Hér má svo sjá verðskránna fyrir Laugasport –
Og hér er Hamarsport –
Stundaskrá Hamarsports má svo sjá hér –
Hlökkum til að sjá ykkur í ræktinni!
FUNDARBOÐ
Íþróttafélagið Hamar heldur aðalfund í Grunnskólanum í Hveragerði
sunnudaginn 26. mars 2023 kl. 20:00
Fundarefni:
- Fundur settur.
- Kosinn fundarstjóri og fundarritari.
- Farið yfir ársskýrslu félagsins.
- Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins til samþykktar.
- Umræður um skýrslu formanns og gjaldkera og reikningar félagsins bornir upp til samþykktar.
- Verðlaunaafhending og kjör íþróttamanns Hamars.
- Kaffihlé
- Lagabreytingar.
- Gjaldkeri leggur fram fjárhagsáætlun aðalstjórnar til samþykktar og deilda til staðfestingar.
- Stjórnarkjör.
- Skoðunarmenn kosnir.
- Önnur mál.
Verið velkomin
Stjórnin
Íþróttafélagið Hamar bíður foreldrum iðkenda á fyrirlesturinn Foreldrið er lykilleikmaður. Fyrirlesarinn er Hreiða Haraldsson í Haus hugarþjálfun en hann er íþróttasálfræðiráðgjafi. Fyrirlesturinn verður mánudaginn 6. febrúar í sal Grunnskólans og byrjar klukkan 20:00. Húsið opnar 19:30.
Þessi fyrirlestur fjallar um það hvernig foreldrar geta stutt við börn sín í íþróttum þannig að börnin dragi sem mestan lærdóm af íþróttaiðkun sinni og tileinki sér sem mest af þeirri lífsleikni sem íþróttirnar kenna okkur.
Meðal spurninga sem fyrirlesturinn svarar eru:
* Hvernig styð ég sem best við íþróttaiðkun barnsins míns?
* Hvernig get ég stuðlað að því að barnið mitt verði andlega sterkur einstaklingur?
* Hvert er mitt hlutverk sem foreldri?
* Hver eru takmörk míns hlutverks sem foreldri?
Fyrirlesturinn er 45-60 mínútur og er ætlaður foreldrum barna og unglinga í íþróttum.
Við hvetjum alla foreldra til að mæta.
Hægt er að lesa meira um Haus hugarþjálfun á haus.is
Bestu kveðjur,
Stjórn Íþróttafélagsins Hamars.
Viðburðurinn á facebook:
https://www.facebook.com/events/641645057718135/?ref=newsfeed
Nú eru skólarnir að fara af stað og þá er um að gera að koma sundinu í gang.
Maggi mun byrja með sundæfingar á morgun, þriðjudaginn 23. ágúst hjá nemendum í 3. bekk og eldri. Nemendur í 3. – 5. bekk mæta kl. 16 og nemendur í 6. bekk og eldri mæta kl. 16:30 á morgun.
Nemendur í 1. og 2. bekk geta mætt á æfingu á föstudaginn 26. ágúst kl. 12:45.
Æfingatímar Sunddeild Hamars veturinn 2022-2023
Sundæfing fyrir 1. og 2. bekk:
Föstudagur kl. 12:45 – 13:30
Íþróttafélagði Hamar er að fara af stað með nýtt verkefni fyrir krakka í 1. og 2. bekk í vetur. Þar munu þau geta skráð sig í nokkurs konar íþróttaskóla og ná þá að æfa og kynnast enn fleiri íþróttum. Fyrir þennan aldur verður ein sundæfing í boði á viku. Þetta verður kynnt nánar af forráðamönnum Íþróttafélagsins Hamars fljótlega.
Yngri hópur (3. – 5. bekkur):
Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 16-16:45, föstudaga frá kl. 13:30 – 14:15.
Eldri hópur (6. bekkur og eldri):
Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 16:30 – 18:00, föstudaga kl. 13:30 – 14:30
Hlökkum til að sjá sem flesta í sundlauginni og við minnum á að allir krakkar geta mætt á sundæfingar nú í byrjun til að prufa.
Bestu sundkveðjur frá stjórn og þjálfara.
Hamarsmenn leika stórt hlutverk í karlalandsliði Íslands í blaki sem er á leið í undankeppni Evrópumótsins. Hafsteinn og Kristján Valdimarsynir og Ragnar Ingi Axelsson sem allir léku lykilhlutverk í liði Hamars á síðustu leiktíð eru í leikmannhópnum. Auk þeirra er nýráðinn þjálfari liðsins, Tamas Kaposi, aðstoðar landsliðsþjálfari.
Íslenska liðið leikur í D-riðli þar sem það mætir Portúgal, Lúxembourg og Svartfjallalandi heima og að heiman. Heimaleikir liðsins fara fram í ágúst og verða leiknir í Digranesi.
Leikjaplan liðsins má sjá hér fyrir neðan:
07.08.2022 15:00 Iceland – Luxembourg
14.08.2020 15:00 Iceland – Montenegro
21.08.2022 15:00 Iceland – Portugal
Nú fer að styttast í að Úrvalsdeildin í blaki hefjist og eru þrefaldir meistarar Hamars frá síðasta tímabili á fullu að fá mynd á leikmannahópinn fyrir komandi tímabil. Fjórir erlendir leikmenn sem léku með liðinu á síðasta tímabili, þeir Tomek Leik, Damian Sapor, Jakub Madej og spilandi þjálfarinn Radoslaw Rybak, verða ekki með liðinu í vetur og því ljóst að töluverðar breytingar verða á leikmannahópnum.
Þegar er búið að fylla í skarð tveggja leikmanna og þjálfarans. Hamar samdi á dögunum við uppspilarann Hubert Lasecki og kantmanninn Marcin Grasza, en þeir eru báðir frá Póllandi. Hubert verður 23 ára á árinu en hann spilaði síðast með Olsztyn 2 í Póllandi. Marcin er 24 ára og spilaði með Ishøj Volley í Danmörku. Fyrr í sumar samdi Hamar við þjálfarann Tamas Kaposi frá Ungverjalandi, en hann tekur við keflinu af Rybak sem spilandi þjálfari.
Framundan er seinna sundnámskeið barna nú í sumar.
Það byrjar mánudaginn 11. júlí og stendur til 22. júlí. Kennt verður fyrir hádegi (10 skipti, 35 mín.).
Krakkar fædd 2018 og eldri eru velkominn á námskeiðið.
Námskeiðsgjald 18.000 kr. og greiðist það í fyrsta tíma.
Leitast verður við að raða krökkunum niður eftir getu og aldri.
Krakkar á skólaaldri eru velkomin, það er pláss fyrir alla. Upplagt til að skerpa sundtæknina.
Kennslu annast Magnús Tryggvason íþróttafræðingur og sundþjálfari.
Skráning og allar nánari upplýsingar: Magnús Tryggvason s. 898 3067 og maggitryggva@gmail.com