Íþróttafélagið Hamar óskar félagsmönnum sínum sem og öllum stuðningsmönnum, gleðilegs árs. Megi nýtt ár færa félaginu okkar gleði og góðar stundir.
Haldinn var fundur meðal forsvarsmanna deilda, þjálfara og Hveragerðisbæjar um öryggisatriði í Hamarshöllinni nú þegar verið er að taka mannvirkið í notkun. Í meðfylgjandi skjölum eru atriði sem allir sem starfa og æfa í Höllinni eru beðnir að kynna sér vandlega. Forstöðumaður Hamarshallar er Steinar Logi Hilmarsson.
Ítarleg rýmingaráætlun Hamarshallar 2012
Rýmaruppdráttur Hamarshallar 2012
Í tilefni 20 ára afmælis Íþróttafélagsins í mars var ákveðið að gefa út afmælistimarit sem spannar sögu félagsins. Kosin var ritnefnd sem í sátu, Njörður Sigurðsson, Álfhildur Þorsteinsdóttir og Hjörtur Sveinsson. Um er að ræða 40 síðna blað með ýmsum fróðleik um deildir félagsins, viðtöl og myndir úr starfinu. Blaðið kom úr prentun í gær og var því fagnað með útgáfuhófi í bókasafni Hveragerðis. Stjórn Iþróttafélagsins þakkar ritnefnd, ásamt öllum þeim sem lögðu blaðinu lið með efni eða öðrum hætti.
Fimm meðlimir skokkhóps Hamars skelltu sér til Berlínar og tóku þátt í maraþonhlaupi sunnudaginn 30. sept. Hlaupið er eitt það fjölmennasta í heimi en tæplega 40 þúsund þátttakendur eru í hlaupinu. Tímar Hamarmanna voru eftirfarandi:
Haukur Logi Michelsen 3:34:05
Sigríður Elísabet Sigmundsdóttir 3:47:30
Valdimar Hafsteinsson 3:49:50
Sigrún Kristjánsdóttir 4:04:22
Pétur Ingi Frantzson 4:13:41
Alls tóku um 120 Íslendingar þátt í hlaupinu.
Ritnefnd 20 ára afmælisrits Hamars leitar eftir myndum (gömlum sem nýjum) frá starfi og eða viðburðum tengdum íþróttafélaginu Hamri og deildum þess.
Ef þið eigið myndir eða þekkið einhvern sem gæti átt myndir, þá myndi ritnefndin gjarnan vilja fá þær til skoðunar og hugsanlega nota í 20 ára afmælisritið.
Þeir sem geta lagt okkur lið eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Álfhildi í síma: 847-0945 eða með tölvupósti: alfhildurthorsteins@gmail.com.
Við munum að sjálfsögðu fara vel með allar myndir og munum skila þeim til baka eins og við fáum þær til okkar.
Markmið námskeiðanna er að kynnast fjölbreyttri útiveru og heyfingu. Farið er í stuttar fjallgöngur, göngu- og hjólaferðir, sund, ýmsa leiki og margt fleira skemmtilegt.
Námskeiðin eru frá kl. 08:00 – 16:30 alla virka daga. Hægt að vera hálfan daginn. Boðið upp á gæslu frá kl 8 – 9 og 12 – 13.
• Hópur 1: 6. – 19. júní.
• Hópur 2: 20. jún – 3. júlí.
• Hópur 3: 4. – 17. júlí.
• Hópur 4: 18. – 31. júlí.
Verð: Kr. 8000, fyrir ½ dag kr 4500. Systkinaafsláttur 20%.
Nánari upplýsingar og skráning hjá Anítu Arad. s. 659 1824 og Anítu Tryggvad. s. 865 7652.
Dagskrá (með fyrirvara um breytingar)
Dagur 1
Fyrir hádegi : Skráningar, kynning á námskeiði og leikir
Eftir hádegi : Gönguferð
Dagur 2
Fyrirhádegi : Hjólatúr
Eftir hádegi : Íþróttir og leikir
Dagur 3
Fyrir hádegi : Sund
Eftir hádegi : Íþróttakeppni
Dagur 4
Fyrir hádegi : Bíóstund
Eftir hádegi : Farið í listigarðinn í leiki og í fossinn að vaða
Dagur 5
Fyrir hádegi : Gönguferð – endað í aparólunni á tjaldstæðinu
Eftir hádegi : Leikir á skólalóð
Dagur 6
Dótadagur
Fyrir hádegi : Föndur, útilist + leikir
Eftir hádegi : Sund
Dagur 7
Fyrir hádegi : Frjálst (á skólalóð)
Eftir hádegi : Hjólatúr
Dagur 8
Fyrir hádegi : Farið í fossinn að vaða
Eftir hádegi : Stelpu vs. stráka tími
Dagur 9
Fyrir hádegi : Menningarferð í Kjörís
Eftir hádegi : Sund
Dagur 10
FURÐUFATADAGUR – verðlaun fyrir flottasta búninginn ?
Grillpartý í hádeginu !
Alltaf að koma í fötum eftir veðri, koma með nesti, sundföt + handklæði og aukaföt.
Það eru þrár nestisstundir yfir daginn : kl 10:00, í hádeginu og kl 15:00. Börnin þurfa sjálf að koma með nesti með sér. ATH það er samlokugrill á staðnum.
Fjölmenni mætti í íþróttahúsið á sumardaginn fyrsta til að fylgjast með skemmtiatriðum í tilefni 20 ára afmælis Hamars.
Sjá má myndir frá deginum hér.
Íþróttafélagið Hamar fagnaði 20 ára afmæli 31. mars á þessu ári. Í tilefni þess verður efnt til afmælisfagnaðar í íþróttahúsinu í Hveragerði fimmtudaginn 19. apríl, sumardaginn fyrsta, kl. 15-17. Ýmislegt verður til skemmtunar og eftirtaldir munu koma fram.
Setning, Hjalti Helgason formaður Hamars
Hátíðarávarp, Eyþór Ólafsson, bæjarfulltrúi.
Fimleikasýning fimleikadeildar.
Tónlistaratriði, Sædís Másdóttir.
Leikþáttur úr Línu Langsokk.
Zhumba sýning barna.
Ingó veðurguð tekur lagið.
Hreysti og þrautabraut fyrir krakka í umsjón Laugasports.
Kaffiveitingar, kaka og ís fyrir krakka.
Kynnir: Sævar Helgason
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.