Í byrjun janúar lauk Guðmundur Þór Guðjónsson störfum fyrir Aðalstjórn Hamars. Að beiðni stjórnar Hamars tók Guðmundur að sér, í upphafi árs 2013, að leiða endurskipulagningu á fjármálum meistaraflokks í knattspyrnu. Þetta verkefni vann Guðmundur ásamt stjórn Knattspyrnudeildar. Öll megin markmið verkefnisins tókust og gott betur.

Aðalstjórn Hamars færði á dögunum Guðmundi þakkir og viðurkenningu fyrir vel unnin störf.

Á aðalfundi Hamars, sunnudaginn 22. febrúar 2015, voru heiðraðir íþróttamenn deilda og íþróttamaður Hamars fyrir árið 2014. Eftirfarandi aðilar hlutu viðurkenningu:

Hrefna Ósk Jónsdóttir, badminton.
Ragnheiður Eiríksdóttir, blak.
Anna Sóldís Guðjónsdóttir, fimleikar.
Vadim Senkov, knattspyrna.
Sóley Gíslína Guðgeirsdóttir, körfuknattleikur.
Sverrir Geir Ingibjartsson, hlaup.
Dagbjartur Kristjánsson, sund.

Sóley Gíslína hlaut titilinn íþróttamaður Hamars fyrir árið 2014.

Á aðalfundinum var bryddað uppá þeirri nýbreytni að veita gullmerki Hamars fyrir störf í þágu félagsins og hlaut  Valdimar Hafsteinsson þá viðurkenningu. Valdimar hefur setið í aðalstjórn Hamars í 20 ár samfleytt, verið formaður í knattspyrnudeild og blakdeild ásamt því að vera í stjórn Laugasports.  Valdimari er þökkuð góð störf í þágu félagsins.

Á aðalfundinum var Hjalti Helgason endurkjörinn formaður. Og auk hans skipa stjórnina Friðrik Sigurbjörnsson gjaldkeri, Álfhildur Þorsteinsdóttir, Erla Pálmadóttir og nýr í stjórn er Daði Steinn Arnarson.

IMG_9764 IMG_9759 IMG_9786 IMG_9782 IMG_9763 IMG_9735

Stjórn Hamars 2014-2015

Íþróttafélagið Hamar heldur aðalfund í Grunnskólanum í Hveragerði sunnudaginn 22. febrúar 2015 kl. 14.00

 
Fundarefni:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar.
3. Reikningsskil.
4. Venjuleg aðalfundarstörf.
5. Önnur mál.
6. Verðlaunaafhending og lýst kjöri íþróttamanns Hamars.

Í lokin verða kaffiveitingar í boði Hamars.

Verið velkomin

Stjórn Hamars

Nú þegar árið er senn á enda er ekki úr vegi að líta yfir sviðið. Í heildina hefur starf deilda Hamars gengið vel á árinu. Heildarfjöldi iðkenda heldur áfram að vaxa og er svo komið að aldrei í sögu félagsins hafa fleiri iðkendur stundað íþróttir hjá deildum Hamars.

Aðstaðan hefur verið bætt jafnt og þétt, þó að alltaf megi gera betur einhvers staðar.

Á haustmánuðum kom upp sú umræða, á fundi fræðslunefndar, (að frumkvæði Sævars Þór Helgasonar aðstoðarskólastjóra) að koma fyrir dúk í miðju lofti á salnum í íþróttahúsinu.  Dúknum væri hægt að slaka niður eftir þörfum og gæfi þetta möguleika á því að skipta salnum upp.   Með þessari lausn myndi aðbúnaður til íþróttakennslu bætast til mikilla muna, ásamt því að fjölga tímum í íþróttahúsinu.

Stjórn Hamars tók undir þessa góðu ábendingu  og fylgdi hugmyndinni eftir á árlegum fundi með bæjayfirvöldum.  Það var því mikið ánægjuefni að þetta skyldi rata inn í fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar fyrir árið 2015.

Undir merkjum Hamars eru reknar sex deildir og þar að auki rekur Hamar Laugasport heilsurækt.

Að hafa þetta fjölbreytt úrval í ekki stærra bæjarfélagi er nánast einsdæmi á landsvísu. Það væri lífsins ómögulegt að halda svo fjölbreyttu starfi úti ef ekki væri fyrir ötult starf margra fórnfúsra sjálboðaliða. Mig langar að vitna í afbragðsgóðan leiðara um sjálboðaliðastarf sem birtist í Morgunblaðinu fyrir skemmstu.

„Starf sjálfboðaliða er ekki aðeins að finna í íþróttahreyfingunni.  Sjálfboðaliðar starfa fyrir Rauða krossinn og björgunarsveitirnar, leggja hönd á plóg í kirkjustarfi, telja fugla og svo mætti halda lengi áfram. Sjálfboðaliðar halda í raun mörgum þáttum samfélagsins gangandi og verður starf þeirra seint ofmetið.  Aðalhagfræðingur Englandsbanka, Andy Haldane, leiddi í fyrirlestri í haust getum að því að sjálboðaliðar á Bretlandi væru um 15 milljónir og ynnu 4,4 milljarða klukkustunda á ári. Það væri um það bil einn tíundi launaðra vinnustunda í landinu á ári. Þarna miðaði hann eingöngu við formlegt sjálfboðaliðastarf, en umfangið væri sennilega mun meira.

Hagfræðingurinn taldi að virði þeirrar vöru og þjónustu, sem sjálboðaliðar framleiddu, gæti verið um 40 milljarðar punda (7.800 milljarðar króna) á ári. Félagslegi ábatinn af sjálfboðaliðastarfi væri gríðarlegur, tvisvar til tíu sinnum meiri en efnahagslegi ábatinn. Sagði hann að líta mætti á sjálboðaliðastarf sem „einn af mikilvægustu geirum samfélagsins“ .“

Þessi samantekt er ágætis áminning um það gríðalega mikla sjálboðaliðstarf sem fer fram í íþróttahreyfingunni og víðar á hverjum degi og mikilvægi þess fyrir samfélagið.

Fyrir hönd stjórnar Hamars vil ég þakka fyrir samstarfið á árinu sem er að líða og senda okkar bestu óskir um gleðileg jól, farsæld og hamingju á nýju ári

 

Áfram Hamar!

Hjalti Helgason, formaður Hamars

Íþrótta- og fjölskyldudagur Íþróttafélagsins Hamars og Hvergerðisbæjar verður föstudaginn 3. október næstkomandi frá kl. 16:30 – 18:30.
Deildir Hamars kynna starfsemi sína.
Nú skemmtum við okkur saman í íþróttum öll fjölskyldan!

Kl. 16:30 – Stutt kynning á starfi Hamars og golfklúbbnum

Boltagólf
– 16:45 – Brennó og/eða skotbolti á boltagólfi
– 17:10 – Körfubolti og skotkeppni á boltagólfi
– 17:45 – Badminton og blak, leikir og þrautir, á boltagólfi

Gervigras
– 16:45 – Kýló og boltaþrautir á gervigrasi
– 17:10 – Fótbolti og þrautir á gervigrasi

Púttvöllur
– 16:45 – Réttu handtökin kennd við sveifluna
– 17:10 – Púttmót

Ingó Veðurguð kemur og skemmtir okkur
Andlitsmálning verður í boði fyrir börnin

Allir velkomnir.

Hreyfivikan (Move Week) hófst í dag og stendur til 5. október. Mikil og góð þátttaka er um allt land og dagskrá víðs vegar glæsileg og metnaðarfull í alla staði. Markmið Hreyfivikunnar er að kynna kosti þess að taka virkan þátt í íþróttum og hreyfingu sér til heilsubótar. Allar nánari upplýsingar um Hreyfiviku (Move Week) er að finna á http://www.iceland.moveweek.eu/

Íþróttafélagið Hamar ásamt Hveragerðisbæ tekur þátt í Hreyfivikunni, í enda vikunnar, föstudag, verður svo fjölskylduhátíð í Hamarshöll frá klukkan 16:30 til 18:30. Ingó Veðurguð kemur í heimsókn og skemmtir og boðið verður uppá allskyns íþróttir og stuði!

Dagskrá Hreyfivikunnar í Hveragerði er að finna hér að neðan :

Dagskrá í Hveragerði:

Mánudagur 29/9 – Hjóladagur

  • Hjólum í skólann og vinnuna, munum að hafa hjálm
  • Ratleikur um bæinn, opinn alla vikuna, upplýsingar í Sundlauginni Laugaskarði og í grunnskólanum.
  • Heilsustofnun býður öllum að koma í göngu kl. 11 ganga 2, hressileg ganga á jafnsléttu í ca 40 min , ganga 3 er fyrir lengra komna, oft meðfram Reykjafjalli, eða upp með Varmá, ca 50 min.

Þriðjudagur 30/9 – Göngudagur

  • Göngum í skólann og vinnuna
  • Eldri borgara ganga frá Þorlákssetri kl. 10:00.
  • Heilsustofnun býður öllum að koma í göngu kl. 11 ganga 2, hressileg ganga á jafnsléttu í ca 40 min , ganga 3 er fyrir lengra komna, oft meðfram Reykjafjalli, eða upp með Varmá, ca 50 min.
  • Gönguhópur kl. 16:30, lagt af stað frá Sundlauginni Laugaskarði.
  • Skokkhópur kl. 17:30, lagt af stað frá Sundlauginni Laugaskarði.

Miðvikudagur 1/10 – Sund- og leikjadagur

  • Frítt í sund fyrir alla sem synda 200 m +, vatnsleikfimi kl. 17:30
  • Heilsustofnun býður öllum að koma í göngu kl. 11 ganga 2, hressileg ganga á jafnsléttu í ca 40 min , ganga 3 er fyrir lengra komna, oft meðfram Reykjafjalli, eða upp með Varmá, ca 50 min.
  • Útileikir í skrúðgarðinum í umsjón félagsmiðstöðvar kl. 16:30 og kl. 19:30. Foreldrar sérstaklega velkomnir með krökkunum.
  • Brennó í Hamarshöll kl. 19 – 21.

Fimmtudagur 2/10 – Hreyfidagur

  • Stöndum upp úr stólunum í vinnunni/skólanum í dag og gerum léttar æfingar einu sinni á hverri klukkustund, sjá * æfingasafn á heimasíðu bæjarins www.hveragerdi.is .
  • Heilsustofnun býður öllum að koma í göngu kl. 11 ganga 2, hressileg ganga á jafnsléttu í ca 40 min , ganga 3 er fyrir lengra komna, oft meðfram Reykjafjalli, eða upp með Varmá, ca 50 min.

Föstudagur 3/10 – Fjölskylduhátíð með Ingó

  • Golf, boccia o.fl. fyrir eldri borgara í Hamarshöll kl. 10.
  • Heilsustofnun býður öllum að koma í göngu kl. 11 ganga 2, hressileg ganga á jafnsléttu í ca 40 min , ganga 3 er fyrir lengra komna, oft meðfram Reykjafjalli, eða upp með Varmá, ca 50 min.
  • Fjölskylduhátíð í Hamarshöll kl. 16:30 – 18:30 í umsjón íþróttafélagsins Hamars. Ingó kemur í heimsókn og skemmtir.

Laugardagur 4/10, Fjölskyldan saman

  • Wibit þrautabrautin fyrir alla spræka í sundlauginni.
  • Hamarshöll opin frá kl. 13 – 15 fyrir fjölskylduna
  • Fjölskyldan saman í fjallgöngu, göngu- eða hjólatúr.

Sunnudagur 5/10, Fjölskyldan saman

  • Wibit þrautabrautin fyrir alla spræka í sundlauginni.
  • Fjölskyldan saman í fjallgöngu, göngu- eða hjólatúr.
  • Fjölskyldubadminton í Hamarshöll frá kl. 11 – 13.

Grunnskólinn verður með árgangagöngur þessa viku og leikskólarnir munu auka hreyfingu þessar viku. Heilsustofnun NLFÍ verður með opna tíma sem verða kynntir hér á heimasíðunni síðar.

Nú er hægt að skrá börn í íþrótta- og ævintýranámskeið Hamars og Hveragerðisbæjar!

Námskeiðshaldari: Íþróttafélagið Hamar og Hveragerðisbær.
Aldur: 6 – 12 ára (f. 2008-2000).
Tímabil: Haldin verða þrjú námskeið í hálfan mánuð í senn.
Námskeið 1: 6.-20. júní,
Námskeið 2: 23. júní-4. júlí,
Námskeið 3: 7.-18. júlí.

Fjölbreytt útivera og hreyfing. Fjallgöngur, ratleikir, sund, göngu- og hjólaferðir o.fl.

Verð: 10.000 kr. (frá kl. 8-17), ½ daginn, 6.500 kr. (frá kl. 9-12 eða 13-16).

Boðið er upp á gæslu frá kl. 8-9 og 16-17. Nemendur þurfa að hafa nesti.

Skráning fer fram á hamar.felog.is 

 

Nánari upplýsingar veitir Bjarni Rúnar, íþróttakennaranemi, bjarni16@gmail.com s. 820 3164.

Hamarsmaðurinn Hafsteinn Valdimarsson sem spilar nú blak með Marienlyst í Danmörku varð danskur meistari fyrr í mánuðinum þegar liðið sigraði Gentofte 3-2 á heimavelli í fimmta leik úrslitaeinvígisins og hafði þar með betur í rimmunni 3-2. Lið Hafsteins varð einnig danskur bikarmeistari í vetur. Þetta er sjötti titill Hafsteins með liðinu en hann varð einnig lands- og bikarmeistari í fyrra og svo bikarmeistari og Norðurlandameistari árið 2012. Þá var Hafsteinn einnig fyrr í mánuðinum valinn besti miðjumaðurinn í liði ársins í dönsku úrvalsdeildinni.

Stjórn Hamars óskar Hafsteini til hamingju með frábæran árangur!

 Jón Guðmundsson, fyrsti formaður knattspyrnudeildar Hamars, féll frá nú í janúarmánuði. Jón var drengur góður, vildi öllum vel og vildi allt fyrir alla gera. Jón var vakinn og sofinn yfir starfi knattspyrnudeildarinnar og vann ötullega að uppbyggingu knattspyrnuíþróttarinnar í Hveragerði í sinni formannstíð. Það fór varla fram knattspyrnuleikur hjá Hamri öðruvísi en að Jón væri viðstaddur, hvetjandi sitt fólk áfram. Knattspyrnuiðkendur Hamars eiga Jóni mikið að þakka, án hans eljusemi og ástríðu er óvíst hvernig umhorfs væri hjá knattspyrnudeildinni í dag. Jón var frumkvöðull og hugsjónamaður, hann lagði líf sitt og sál í að koma knattspyrnudeildinni á koppinn á erfiðum og umhleypingasömum tímum. Jón markaði djúp spor í sögu knattpyrnudeildarinnar, hann var hvers manns hugljúfi, sanngjarn, réttsýnn, jákvæður, skynsamur og umfram allt góður maður. Menn eins og Jón eru fyrirmyndir, fyrirmyndir þeirra sem gefa frítíma sinn í þágu annarra án þess að óska einhvers í staðinn. Á lokahófi meistaraflokks knattspyrnudeildarinnar árið 2006, var Jóni veitt viðurkenning fyrir hans störf  og hann um leið útnefndur sem fyrsti heiðurfélagi knattspyrnudeildarinnar. Þurfti að beita Jóni umtalsverðum fortölum til að taka við þeirri viðurkenningu, enda var Jón hógvær með eindæmum og ekki mikið fyrir að trana sér fram. Við syrgjum fráfall Jóns og vottum fjölskyldu hans okkar samúð. Um leið og við kveðjum Jón með söknuði, viljum við þakka, minnast og gleðjast yfir þeim tíma og því starfi sem hann gaf af sér í þágu knattspyrnudeildarinnar.

Hjörtur Sveinsson

Verðlaunahafar

Jón útnefndur

 Íþróttafélagið Hamar heldur aðalfund í Grunnskólanum í Hveragerði sunnudaginn 23. febrúar 2014 kl. 14.00

Fundarefni:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar.
3. Reikningsskil.
4. Venjuleg aðalfundarstörf.
5. Önnur mál.
6. Verðlaunaafhending og lýst kjöri íþróttamanns Hamars.
7. Kaffiveitingar í boði Hamars.

Verið velkomin

Stjórnin