Aðalfundur Íþróttafélagsins Hamars verður haldinn sunnudaginn 24. febrúar kl 14:00 í Grunnskólanum í Hveragerði

FUNDARBOÐ
Íþróttafélagið Hamar heldur aðalfund í Grunnskólanum
í Hveragerði sunnudaginn 24. febrúar 2019 kl. 14.00

Fundarefni:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  2. Skýrsla stjórnar.
  3. Reikningsskil.
  4. Venjuleg aðalfundarstörf.
  5. Önnur mál.
  6. Verðlaunaafhending og lýst kjöri íþróttamanns Hamars.
  7. Kaffiveitingar í boði Hamars.

Verið velkomin
Stjórnin

– – –

Hér er fundarboð sem PDF skjal.

Á aðalfundi Íþróttafélagsins Hamars var tilkynnt hvaða iðkendur voru valdir sem íþróttamenn/konur deilda. Er það vaskur hópur hæfileikaríkra íþróttaiðkenda sem sjá má hér á þessari mynd:

Íþróttamenn/konur hverrar deildar voru valdir (af deildum) sem hér segir:

Badmintonmaður ársins: Margrét Guangbing Hu
Blakmaður ársins: Ragnheiður Eiríksdóttir
Fimleikamaður ársins: Birta Marín Davíðsdóttir
Knattspyrnumaður ársins: Hafþór Vilberg Björnsson
Körfuboltamaður ársins: Helga Sóley Heiðarsdóttir
Sundmaður ársins: María Clausen Pétursdóttir

Á aðalfundi Íþróttafélagsins Hamars, sem haldinn var 25. febrúar 2018 var svo íþrótamaður Hamars fyrir árið 2017 valinn af framkvæmdastjórn Hamars. Var það Margrét Guangbing Hu sem var valin og er hún því rétt kjörin Íþróttamaður/kona Hamars fyrir árið 2017. Aðalstjórn óskar Margréti innilega til hamingju með verðskuldaða viðurkenningu.

 

 

Á herrakvöldi Hamars var að sjálfsögðu uppboð og aðrir vinningar. Vinningar sem ekki voru afhentir á herrakvöldinu sjálfu voru á eftirfarandi númerum.

Gjafakort í Laugarsport nr. 623

Gjafakort í Laugarsport nr. 237

Gjafakort í Laugarsport nr. 771

Gjafakort í Laugarsport nr. 681

Sundkort í Laugarskarði 30 miðar nr. 203

Sundkort í Laugarskarði 30 miðar nr. 436

Hægt er að nálgast vinningar í símanúmer 8562035 hjá Valla 

Nú er vetrarstarf allra deilda hjá íþróttafélaginu Hamri að komast á fullt skrið, deildirnar eru að byrja keppni á íslandsmótum og vonandi að sem flestir geri sér ferð í íþróttahúsin í Hveragerði til að fylgjast með starfi deilda Hamars. Nú í kvöld er tvíhöfði hjá blakdeild þar sem konurnar ríða á vaðið með leik við Aftureldinu b í 1. deild kvenna. Strax þar á eftir eru karlarnir að spila við Fylkir, endilega að drífa sig í íþróttahúsið við Skólamörk og hvetja okkar fólk áfram. Þriðjudaginn 3. október er síðan drengjaflokkur í körfuknattleik að spila við KR b og Laugardaginn 7. okt spila stúlkurnar í mfl kvenna í körfuknattleik sinn fyrsta leik á vetrinum við KR í vesturbæjnum. Vikuni líkur síðan á því að karlalið Hamars í körfuknattleik spilar sinn fyrsta leik á tímabilinu við ÍA á Akranesi, verum duglega að styðja við íþróttafólkið okkar í Hveragerði sama í hvaða íþróttagrein það er og mætum á áhorfendabekkina í vetur, áfram Hamar alltaf allstaðar. 

Kl 03:00, aðfaranótt sunnudagsins 6. ágúst lagði glæsilegur hópur efnilegra ungmenna úr körfuknattleiksdeild Íþróttafélagsins Hamars af stað í þjálfunarbúðir til Bretlands. Hópurinn samanstendur af unglingum af báðum kynjum, fjölmörkum foreldrum ásamt þjálfara sínum, Daða Steini Arnarssyni. Hópurinn flýgur til London þar sem rúta ekur hópnum alla leið til þorpsins Malvern sem er í Worcester-héraði (Worcestershire) í þeim hluta Bretlands sem kallast West-Midlands. Þorpið Malvern er suð-vestan við Birmingham:

 

Hópurinn mun dvelja í eina viku í NBC Camps körfuboltabúðunum sem haldnar eru í  heimavistarskólanum St. James Girls’ School í Malvern:

 

Hægt er að fá allar upplýsingar um NBC Camps körfuboltabúðirnar í St. James skólanum í Malvern á þessari vefslóð: www.nbccamps.com/international/camps/basketball-camp-malvern-st.-james-college

― ― ―

Þegar þjálfunarbúðunum lýkur er ætlunin að dvelja 1-2 nætur í skemmtigörðunum í Alton Towers. Hópurinn er svo væntanlegur til baka mánudaginn 14. ágúst.

 

 

 

Ný aðalstjórn Hamars sem kjörin var í febrúar 2017 hefur fundað nokkrum sinnum frá kjöri. Það hefur þó hist þannig að alltaf hefur einhver úr stjórn ekki geta mætt á fundina og því hittist stjórnin ekki öll fyrr en nú á nýliðnum stjórnarfundi sem haldinn var miðvikudaginn 24. maí s.l. Af því tilefni var þessi mynd ― af allri stjórninni ― tekin.

Aðalstjórn Hamars er um þessar mundir að vinna að ýmsum málum og má sem dæmi nefna þessi:

  • Auka gagnsæi og yfirsýn varðandi rekstur einstakra deilda
  • Endurbæta ásýnd félagsins, bæði á vefnum og á stöðum sem tengjast félaginu t.d. í Íþróttahúsinu og í Hamarshöllinni.
  • Styrkja samskiptamál.
  • Skoða nýja möguleika á fjáröflun fyrir félagið í heild.
  • Samskipti við aðildarfélög UMFÍ, mest við HSK og taka þar þátt í sameiginlegum verkefnum.
  • Fjalla um umsóknir deilda og félagsmanna um hin ýmsu erindi, m.a. styrki (afreksstyrki, styrki úr meistaraflokkssjóði o.fl.).
  • Fylgjast með þáttöku barna og unglinga í íþróttastarfi í bænum og ræða leiðir til að fjölga iðkendum, bæði þeim sem eru áhugasamir og hafa stundað íþróttir en einnig skoða leiðir til að fá krakka af stað í íþróttir sem hafa lítið eða ekkert stundað þær áður. 
  • Vera í nánu sambandi við Hveragerðisbæ varðandi öll mál sem tengjast félaginu og bænum, vítt og breitt, enda er Hveragerðisbær helsti bakjarl félagsins.
  • O.fl.

Um þessar mundir (vor 2017) er stærsta málið að vinna að Landsmóti 50+ sem haldið verður í Hveragerði síðustu helgina í júní.

Hefðbundnu íþróttastarfi er að ljúka um þessar mundir og er óhætt að segja að Íþróttafélagið Hamar hafi verið kraftmikið og sýnilegt í hinum ýmsu íþróttakeppnum nú í vetur. Í öllum deildum náðist góður árangur á íþróttamótum og voru áhorfendapallarnir oft þétt setnir í íþróttahúsinu og oft mannmargt í Hamarshöllinni. Myndin hér að ofan er frá úrslitakeppninni í körfuboltanum en þar átti lið Hamars marga góða leiki og gladdi hjörtu áhorfenda í troðfullu húsi. Stutt er þar til sumardagskrá tekur við þar sem knattspyrnan, skokkhópur og fleiri deildir munu starfa á fullu og hlökkum við til að fylgjast með framgangi okkar fólks í sumar.

Dagbjartur Kristjánsson, hlaupari, var kjörinn íþróttamaður Hamars fyrir árið 2016 á aðalfundi félgasins sem haldinn var þann 27. febrúar s.l. Dagbjartur var tilnefndur af skokkhópi Hamars en hann hefur hlaupið með hópnum á undanförnu ári. Hann hefur náð afar góðum árangri í lengri hlaupum og á vafalaust mikið inni. Dagbjartur sem áður stundaði sund af kappi hefur nú hafið æfingar með frjálsíþróttadeild ÍR.

Eftirtaldir voru kosnir íþróttamenn sinnar deildar:
*Badmintondeild : Hrund Guðmundsdóttir
*Blakdeild : Hilmar Sigurjónsson
*Fimleikadeild: Erla Lind Guðmundsdóttir
*Knattspyrnudeild: Tómas Aron Tómasson
*Körfuknattleiksdeild: Snorri Þorvaldsson
*Sunddeild: Guðjón Ernst Dagbjartsson
*Hlaupari ársins: Dagbjartur Kristjánsson

Á aðalfundi Hamars var Lárus Ingi Friðfinnsson formaður og stofnandi körfuknattleiksdeildar Hamars, sæmdur gullmerki Hamars. Kom fram í máli formanns að Lárus hlyti gullmerkið fyrir áratuga ósérhlífið starf og einstaka elju við uppbyggingu og rekstur Körfuknattleiksdeildarinnar í Hveragerði.