Kvennalið Hamars tók þátt í fyrri turneringu á Íslandsmóti 3. deildar í Mosfellsbæ um liðna helgi. Lék liðið 5 leiki og vannst sigur í 4 og 1 tapaðist. Fjögur af þeim átta liðum sem þátt tóku eru mjög jöfn í efstu sætum og verður spennandi að fylgjast með stúlkunum í seinni hlutanum í febrúar. Nánri úrslit má sjá hér.
Karlaliðið lék við Aftureldingu b í 1. deild, mánudaginn 11. nóv. og mátti þola tap 2-3 eftir hörkuspennandi viðureign. Hrinurnar fóru, 27-25, 19-25, 25-22, 13-25, 12-15. Einnig fór fram fyrri hluti HSK móts karla í Hamarshöllinni, fimmtudaginn 14. nóv., þar sem Hamar tapaði tveim leikjum og vann einn.
Myndir tók: Guðmundur Erlingsson, sjá Hveragerði myndabær á Facebook.