Þann 21. september síðastliðin varð Birgir Birgsson, oft kallaður Biggi bratti 60 ára. Af því tilefni var hann heiðraður á Herrakvöldi Hamars.
Birgir hefur starfað um áratuga skeið að íþróttamálum í Hveragerði, bæði fyrir UFHÖ og Íþróttafélagið Hamar. Birgir hefur í seinni tíð setið í stjórn Körfuknattleikdeildar Hamars og verið mjög virkur í starfi deilarinnar.
Hamarsmenn færa Birgi miklar þakkir fyrir ómetanleg störf í þágu íþróttahreyfingarinnar í Hvergerði og óska honum velfarnaðarí framtíðinni.
Mynd:
Hjalti Helgason fomaður Hamars. Birgir Birgisson. Lárus Ingi Friðfinnsson formaður Körfuknattleiksdeildar Hamars.