Badmintondeild Hamars hefur hafið starfsemi og er opið fyrir skráningu iðkenda á Nóra . Þjálfarar deildarinnar eru þrír í ár og bjóðum við nýjasta þjálfarann hjartanlega velkomin en það er Erla Kristín Hansen sem mun sjá um yngstu iðkendurnar ásamt öðrum verkefnum fyrir deildina. Er hún góð viðbót við frábært þjálfarateymi okkar þau Hrund Guðmundsdóttur og Sigurð Blöndal sem munu sinna eldri iðkendum að mestu ásamt öðrum verkefnum deildarinnar.
Æfingar eru hafnar og er öllum frjálst að koma endurgjaldslaust á æfingar til 16. september nk. en þá þurfa allir að hafa skráð sig í Nóra til að æfa með okkur.
Börnum í 3. bekk í grunnskóla er boðið að æfa með okkur endurgjaldslaust allt árið auk þess sem deildin mun halda áfram að bjóða upp á ókeypis sunnudagstíma kl. 11.00-13.00 alla sunnudaga í Hamarshöll sem allir eru velkomnir í.
Æfingagjöld fyrir árið eru:
1.-2. bekkur | 26.000 kr |
3. bekkur | Frítt |
4.-10 bekkur | 36.000 kr |
Yngri en 19 ára | 36.000 kr |
Fullorðnir | Stakur tími (1.000 kr) 10 tíma klippi kort (9.000 kr) Allt árið (45.000 kr) |
Æfingatímar haust 2018
Æfingatímar haust 2018
Mánudagar: 17.30 – 19.00 4. – 6. bekkur (Hamarshöll)
Mánudagar: 18.30 – 20.00 – 21.30 7. – 10. bekkur (Hamarshöll)
Mánudagar: 20.00 – 21.30 – 21.30 Karlatímar (Hamarshöll)
Þriðjudagar: 13.10 – 13.55 1. bekkur (Skólamörk)
Þriðjudagar: 14.00 – 14.45 2.- 3. bekkur (Skólamörk)
Þriðjudagar: 17.15 – 18.45 4. – 6. bekkur (Hamarshöll)
Þriðjudagur: 18.15 – 19.45 7. – 10.bekkur (Hamarshöll)
Þriðjudagar: 20.00 – 21.30 Kvennatími (Hamarshöll)
Miðvikud. 19.30 – 21.00 Trimmtími – Karlar & konur (Hamarshöll)
Fimmtudagar: 17.15 – 18.30 7. – 10. bekkur (Hamarshöll)
Föstudagar: 14.00 – 14.45 1. bekkur (Skólamörk)
Föstudagar: 14.45 – 15.30 2.- 3. bekkur (Skólamörk)
Föstudagar: 15.30 – 17.00 4. – 6. bekkur (Skólamörk)
Sunnudagar: 11.00 – 13.00 Fjölskyldutími (Hamarshöll)
Bankaupplýsingar Badmintondeildar:
kt. 470298-2199 og rkn 0314-26-000356