Karlalið Hamars í blaki tók kvennaliðið sér til fyrirmyndar og varð HSK meistari í vikunni.
6 lið tóku þátt í mótinu og þar af 2 frá Hamri, einu félaga. Leikin var einföld umferð, allir við alla.
Hamar 1 varð hlutskarpast með 14 stig, 3 stigum meira en Laugdælir sem höfnuðu í 2 sæti. Hamar A hafnaði svo í 4. sæti með 5 stig.
Úrslit héraðsmóts HSK karla 2017 voru annars sem hér segir:
1. sæti Hamar 1 með 14 stig
2. sæti UMFL með 11 stig
3. sæti Hrunamenn með 8 stig
4 sæti Hamar A með 5 stig
5. sæti Dímon með 4 stig
6. sæti Þjótandi með 3 stig