Entries by

Óli Jó lætur af störfum sem yfirþjálfari

Ólafur Jósefsson, betur þekktur sem Óli Jó, hefur látið af störfum sem yfirþjálfari knattspyrnudeildar Hamars. Af því tilefni vill hann koma eftirfarandi tilkynningu á framfæri:  Heil og sæl öll sömul.  Ég er því miður hættur sem yfirþjálfari og því þurfa allar fyrirspurnir að beinast til Steinars formanns unglingaráðs og/eða annarra í stjórn eftir atvikum. Mailið […]

Fimleikar – Haustönn 2012

Fimleikar á haustönn 2012 munu hefjast laugardaginn 8. september samkvæmt stundaskrá. Þeir sem ekki hafa skráð sig geta gert það hjá Maríu Hassing yfirþjálfara með því að senda henni póst ámariahassing5@gmail.com eða skráð sig hjá henni á staðnum.

Dregið í riðla í Meistaradeildinni kl. 15:45 í dag

Það verður dregið í riðla í Meistaradeildinni í dag og eins og áður er mikil spenna í loftinu enda geta mörg stórlið lent saman í riðla. UEFA er búið að skipta liðunum 32 niður í fjóra styrkleikaflokka og þar vekur athygli að Porto er í efsta flokki frekar en ensku meistararnir í Manchester City.  Þetta […]

Æfingagjöld knattspyrnudeildar og breyting á æfingatímabilum

Breyting hefur orðið á skiptingu æfingatímabila knattspyrnudeildarinnar. Í stað þriggja tímabila (haust, vor, sumar) eru þau nú tvö (1. sept-28. feb. og 1. mars-31. ágúst). Þetta breytta skipulag auðveldar utanumhald og skipulagningu allra flokka og knattspyrnudeildarinnar í heild.  Eins og flestir vita þá er rekstur og stjórn knattspyrnudeildarinnar algerlega háður framlagi sjálfboðaliða, hvort heldur stjórnarmanna […]

Leit að Hamarsmyndum

Ritnefnd 20 ára afmælisrits Hamars leitar eftir myndum (gömlum sem nýjum) frá starfi og eða viðburðum tengdum íþróttafélaginu Hamri og deildum þess.  Ef þið eigið myndir eða þekkið einhvern sem gæti átt myndir, þá myndi ritnefndin gjarnan vilja fá þær til skoðunar og hugsanlega nota í 20 ára afmælisritið.  Þeir sem geta lagt okkur lið […]

Hamarshöllin vígð og fyrsta leik lokið

Nú rétt í þessu lauk vígsluathöfn Hamarshallarinnar þar sem meðal annarra viðburða var boðið upp á leik stjörnuliðs Atla Eðvaldssonar gegn (h)eldri Hamarsmönnum.  Úrslit leiksins eru eitthvað á reiki og eru frásagnir þátttakenda og áhorfenda um þau misvísandi. Um það var rætt meðal áhorfenda að heiti potturinn í Laugaskarði yrði þéttsetinn eftir leik og að pantanir í […]

Vígsla Hamarshallar og leikur aldarinnar

Sá skemmtilegi og langþráði viðburður að Hamarshöllin verði formlega vígð á sér stað sunnudaginn 19. ágúst kl. 15:00. Loksins eru Hvergerðingar komnir með íþróttaaðstöðu sem hæfir 21. öldinni og er hér um gríðarlega lyftistöng fyrir íþróttalíf og bæjarbúa í heild að ræða. Búast má við fjölmenni í Hamarshöllina og verður án efa hápunktur dagsins leikur stjörnuliðs […]

Enski að byrja-Getraunaseðillinn orðinn spennandi

Nú um helgina hefst loksins enska úrvalsdeildin eftir sumarhlé.  Töluverðar breytingar hafa orðið á ensku liðunum og spennandi að sjá hvernig deildin spilast í vetur. Þar sem enski boltinn hefur löngum talist ein af þjóðaríþróttum Íslendinga, myndast um hverja helgi mikil spenna fyrir úrslitum leikja. Hefð hefur skapast fyrir að “tippa” á úrslit og eru […]

Sigur og þrjú stig í hús

Hamar sigraði Dalvík/Reyni í lokaleik 16. umferðar 2. deildar á Grýluvelli í kvöld. Lokatölur leiksins urðu 2-1 eftir að jafnt hafði verið í hálfleik, 1-1.  Gestirnir í D/R komust yfir á 19. mínútu með föstu skoti sem fór af varnarþvögu Hamars og inn. Nýi skiptineminn okkar, Abdoulaye Ndiaye, jafnaði leikinn með glæsilegu marki beint úr […]

Hamar-Dalvík/Reynir í kvöld kl. 19:00

Hamarsmenn taka á móti Eyfirðingunum í Dalvík/Reyni fimmtudaginn 16. ágúst á Grýluvelli kl. 19:00. Það verður án efa hart barist á vellinum og vilja Hamarsmenn væntanlega viðhalda sínu góða gengi í deildinni undanfarið.  Gestirnir að norðan eru ekki langt frá Hamarsmönnum í deildinni, D/R situr í 8. sætinu á meðan Hamar er í því 10. […]