Entries by

Margrét valin í unglingalandslið Íslands

Tinna Helgadóttir og Atli Jóhannesson landsliðsþjálfarar hafa valið Margréti Guangbing Hu frá Hamri í unglingalandslið Íslands í badminton. Þau tilkynntu í september þá 26 keppendur frá fimm félögum í U3 – U17 landsliðið sem reglulega mun taka þátt í æfingabúðum í Reykjavík auk þess sem keppendur verða valdir í mót erlendis.   

Flottur árangur Hamars á Reykjavíkurmóti unglinga

  Hamar átti að þessu sinni þrjá keppendur í U15 – U17 flokki á fyrsta A móti unglinga í badminton sem fram fór í TBR húsunum 22.september sl. Keppt var í riðlum í einliðaleik og var hreinn útsláttur í tvíliða- og tvenndarleikjum.  Öll fengu þau jafna og erfiða leiki enda er þetta A-flokks mót og […]

Badminton 2018-2019

Badmintondeild Hamars hefur hafið starfsemi og er opið fyrir skráningu iðkenda á Nóra . Þjálfarar deildarinnar eru þrír í ár og bjóðum við nýjasta þjálfarann hjartanlega velkomin en það er Erla Kristín Hansen sem mun sjá um yngstu iðkendurnar ásamt öðrum verkefnum fyrir deildina. Er hún góð viðbót við frábært þjálfarateymi okkar þau Hrund Guðmundsdóttur og Sigurð […]

Körfuknattleikur veturinn 2018-2019

Körfuknattleiksdeild veturinn 2018-2019 Nú er hafið starf hjá öllu flokkum á vegum kkd Hamars fyrir veturinn 2018-2019. Starfræktir verða flokkar fyrir öll börn á grunnskólaaldri auk þess sem Hamar verður með lið í mfl kvenna og karla. Einnig munu félöginn af suðurlandi, Hamar-Þór-Hrunamenn-Fsu, senda sameiginleg lið til keppni í drengjaflokki og stúlknaflokki. Samhliða því að […]

Hamar HSK meistari í badminton

Meistaramót HSK í badminton var haldið í Þorlákshöfn sunnudaginn 22. apríl síðastliðinn. Keppendur voru 73 talsins frá þremur félögum; Hamar, Dímon, og Umf Þór. Keppt er um hinn fræga HSK bikar með stigakeppni milli félaganna. Hamar fór með sigur úr býtum með 82 stig, Umf Þór var í öðru sæti með 47 stig og Dímon […]

Hamarsstúlkur í landsliðið

  Þær Gígja Marín Þorsteinsdóttir og Helga Sóley Heiðarsdóttir voru á dögunum valdar í lokahóp U-16 ára landsliðs stúlkna í körfuknattleik. Stelpurnar munu spila með liðinu á Norðurlandamótinu sem fram fer í Kyselka í Finnlandi dagana 26. júní – 3. júlí og svo aftur á Evrópumótinu sem verður haldið í Podgorica í Svartfjallalandi dagana 16-25. […]

Viðurkenning á frábæru starfi

Í hálfleik á fyrsta leik Hamars gegn Breiðablik í lokaúrslitum fyrstu deildar kvaddi Hannes S. Jónsson sér hljóðs. Hannes var komin í Hveragerði til að fylgjast með leik Hamars gegn Breiðablik en einnig til að heiðra formann og stjórnarmann körfuknattleiksdeildar Hamars. Lárus Ingi Friðfinnsson sem verið hefur formaður kkd Hamars frá stofnun deildarinnar eða í […]

Funhiti í Frystikistunni

Það var spenna í loftinu þegar leikmenn Hamars og Breiðabliks mættu í hús fyrir fyrsta leik lokaúrslita 1. deildar karla. Hamar með heimavallarréttinn og búnir að vinna Breiðablik tvisvar í vetur en á sama tíma Blikarnir með hvað breiðastan leikmannahóp í fystu deildinni. Fljótlega var orðið ljóst að það yrðu allavega einhver læti á pöllunum […]

Breytingar á stjórn og ráðum kkd Hamars

Á aðalfundi körfuknattleiksdeildar Hamars sem haldin var um miðjan febrúar 2018 voru samþykkt lög körfuknattleiksdeildar Hamars. Lögin eru unnin upp úr lögum íþróttafélags Hamars en eru þó aðlöguð að sérþörfum kkd Hamars. Helstu breytingar eru að nú er bundið í lög körfuknattleiksdeildar að ef haldið er úti meistaraflokki hjá félaginu skal vera starfandi sérráð fyrir […]

Íþróttamaður Hamars 2017 valinn á aðalfundi

Á aðalfundi Íþróttafélagsins Hamars var tilkynnt hvaða iðkendur voru valdir sem íþróttamenn/konur deilda. Er það vaskur hópur hæfileikaríkra íþróttaiðkenda sem sjá má hér á þessari mynd: Íþróttamenn/konur hverrar deildar voru valdir (af deildum) sem hér segir: Badmintonmaður ársins: Margrét Guangbing Hu Blakmaður ársins: Ragnheiður Eiríksdóttir Fimleikamaður ársins: Birta Marín Davíðsdóttir Knattspyrnumaður ársins: Hafþór Vilberg Björnsson […]