Entries by

Æfingar í yngri flokkunum komnar á fullt

Allir yngri flokkar félagsins eru komnir á fullt. Gaman að sjá hvað við erum með marga iðkendur hjá okkur. Við getum alltaf tekið við fleiri iðkendum og þau sem að vilja koma og prófa fótboltaæfingu eru velkomin að gera það við frábærar aðstæður. Endilega mæta á æfingar og prófa eða hafa samband við þjálfara um […]

Íslandsmót hjá 9. flokk karla – Hamar/Hrunamenn

Helgina 18.-20. september lögðu 9. flokks strákarnir í liðinu „Hamar/Hrunamenn“ land undir fót og skelltu sér í höfuðstað Norðurlands. Mikil tilhlökkun var í hópnum enda fyrsta mót vetrarins fram undan og spiluðu strákarnir í B riðli þar sem 6-10 sterkustu lið landsins spila og því ljóst að um erfiða leiki yrði að ræða. Fyrsta markmið helgarinnar var að halda […]

Badmintondeild Hamars fékk foreldrastarfsbikar HSK

Til hamingju kæru foreldrar!!! Badmintondeild Hamars var að vinna Foreldrastarfsbikar HSK 2019 fyrir öflugt foreldrastarf. Þið eigið sérstakt hrós skilið. Þið fylgið börnunum á mótin með hittingi og kaffi á Shell oft eldsnemma á morgnana. Aðstoðið yngstu keppendurna að telja stigin sín á völlunum, setjið upp Kjörísmótið okkar, mannið sjoppuvaktirnar, smyrjið brauð og bakið vöfflur. […]

,

Silfur á Meistaramóti Íslands í badminton

Eitt silfur kom með í Hveragerði eftir helgina. Íslandsmeistaramótinu var frestað síðan í vor og gátu því ekki allir keppendur úr Hamri verið með sem höfðu ætlað sér það. Íslandsmeistarar í tvenndarleik A-flokki eru Gústav Nilsson og Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir bæði úr TBR. Þau mættu Agli Sigurðssyni TBR og Hrund Guðmundsdóttur Hamar. Unnu Gústav og […]

Íþróttavika Evrópu 23. – 30. september

Markmiðið með Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íþróttavikan er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sérstök áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og að hvetja Evrópubúa til að sameinast undir slagorðinu #BeActive til þess að hreyfa sig […]

Fyrsti keppnisleikur tímabilsins 2020-2021 í körfuknattleik

Vertarstarf hjá körfuboltanum er nú óðum að hefjast. Á suðurlandinu fór sameiginlegt liðHrunamanna/Hamars/Selfoss/Þórs af stað með flottum sigri á Njarðvík í Hveragerði. Leikurinn var hinbesta skemmtun og margir flottir leikmenn að sína fín tilþrif. Liðið hefur hlotið það skemmtilegavinnuheit „Suðuland“ enda um samstarfsverkefni fjögur stærstu kkd á suðurlandi og verið að skapaþessum efnilegum drengjum tækifæri […]

Spænskur leikstjórnandi til Hamars

Hamar hefur gengið frá samningum við leikstjórnandann Jose Medina en leikmaðurinn kemur frá Spáni. Medina lék með liði Muenster í Pro B deildinni Þýskalandi á síðasta tímabili, en lengst af hefur hann spilað í Leb Silver deildinni heimafyrir á Spáni. Leikmaðurinn er 27 ára gamall og er væntanlegur til landsins í lok sumars.

Hallgrímur þjálfar mfl kvenna

Körfuknattleiksdeildir Hamars í Hveragerði og Þórs frá Þorlákshöfn hafa ákveðið að ganga til samstarfs í meistaraflokki kvenna og vera með sameiginlegt lið í 1. deild kvenna á næsta leiktímabili.  Sameiginlegt lið býr að góðum grunni meistaraflokksliðs Hamars sem leikið hefur í 1. deildinni undanfarin ár og stefnt er á efla þann hóp og halda áfram […]